Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 18
/ .. Guðmundur Ingi: Selvæa Til að sjá þig, Selvæn, sit ég dall í búri, sé þig eina í seli setja kvöldsins nyt. En í aftanskini útitekinn smali heldur mylkum hjörðum haga síns á vit. Inn um opinn Ijóra eldur nætursólar roðar trog og rjóma, roðar hár og kinn. Dregur fullum fetum freisting mfn í seli, augans eftirlæti, yndisleikur þinn. Geng ég þína götu, gleðst við lága bunu, meðan mjúkar hendur mjólkurfötur þvo, hvolfa þeim til þerris/ þvaga er geymd á stagi, snúið heim til hvíldar, hvað sem verður svo. Sit ég sæH á beði, sængurstokkl þínum. Leysir þveng og linda liðug meyjarhönd. Skreppa skór af iijum, skyrta af lausum brjóstum. Undan feimnum fingrum falla sokkabönd. Sé ég, veit ég, Selvæn, sumardrauma þína gegnum ár og aldir eins og vegginn hér. Verður von að brigðum, verði mær að skugga. Verður allt að angri, ef þú hverfur mér. > Kötlugjá og „Kötlustapar” - Framhald af 104. síðu. Margan hefur undrað, hvernig staðið gæti á hinu mikla vatni, sem svo skyndilega brýzt fram úr jökl inum. f Ferðahiók Eggerts og Bjarna (II. bindi, blaðsiðu 106— 107) segir svo: „Enginn efast um, að loft leiki miög um iður þessara fjalla. Einnig hefur reynslan svnt, að sum þeirra standa í sambandi við sjóinn". „Það sem nú var sagt, 114 mun ef til vill styrkja þá skoðun á eðli jökla þeirra, sem gjósa eldi og vatni, og hversu þeir haldast við, það er, að þeir sífeldlega fái vatnsbirgðir sínar frá hafinu og í undirdjúpum þeirra séu vold- ugar vatnsþrær". Við vitum nú, að sumt, sem þeir Eggert og Bjarni sögðu, fær ekki staðizt, en það er líka margt, sem okkur er ennþá Ókunnugt um. (Jpp í sjöunda himni — Framhald af 107. siðv. aftur, þegar ég yrðl send tii þess að lesa inn á plötu.... Og ég beið í þöguili þrá eftir uppreisn æru minnar og austfirzk- unnár minnar, byggði skýjaborgir og í'ét mig dreyma dagdrauma. Hvað beið ég lengi? Eða bíð ég enn? Nei, ég hef líklega hætt að bíða, þegar ég heyrði lát doktors- ins. Það er orðið langt síðan, og það er farið að fyrnast yfir ósigurinn. itHINN - SUNNUDAGSBLAÐ I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.