Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 11
góð skilyrði til hljóðupptöku. En þangað væri spottakorn að fara með krakka. Þeir tala og tala og bollalegigja, doktorinn fær prest- inn til að lofa því að sjá til, hvað hægt verði að gera í þessu nauð- synjamáli, því að framburðurinn verði að komast á plötu. Loks minn ast þeir allt í einu áheyrandans, og mér ©r náðarsamlega gefið leyfi til að fara út. Fór ég gangandi heim, eða vai ég að berjast um á Grásokku gömlu, verstu bykkjunni í öllum dalnum? Lan,gt í frá. Var ég ekki búin að fá vængi? Já, ábyggilega sveif ég einþvern veginn heim á dásamleg- um vængjum vonar og dagdrauma. Ég, sem átti að fara í Eiða og lesa inn á plötu. Og ég varð að syngja til að veita gleði minni útrás: Vængjum vildi ég berast, í vinda léttum blæ .... söng ég fullum hálsi í sólskininu. Mér kom líka í hug ljóðið: Mig vættir vorsins kalla að vakna og hefja söng, og það reyndi ég að láta hljóma eins bjart og hátt og röddin leyfði. Ég söng erindin, sem ég kunni af því, einkanlega þótti mér þetta viðeigandi: — ei þekkist þræl af bandi i þínu frjálsa landi né greifi af gylltum skjöld. Mamma var að prjóna á vélina sína, þegar ég kom heim og til hnnear flýtti ég mér, ruddi úr mér tíðindunum og klykkti út með þeisis um orðum: „Og þetta á ég allt þér að þakka, elsku mamma mín.“ Mamma faðmaði mig að sér, og ef til vill urðu augun svolítið rök á bak við gleraugun. Máske, að okkur börnunum sé það ekki helzt til tamt að gefa móður okkar dýrð- ina, ef vle tkset til. En hvers vegna er alltaf galli blandað í hvem gleðibikar? Hví er alitaf einhver, sem leitar sér ánægju í óþyrmilegu falli annarra til jarðar ofan af skýjaborgunum? í þetta skipti var það hann bróð- ir minn — táningurinn, sem svo hefði heitið á nútíðarmáli. Hann hervæddist einhverri hatursbrynju og skaut illgimislegum eiturörv- beið ég? E3a bí3 ég kannski enn?1' um af fullkomnu miskunnarleysi, hitti viðkvæmustu blettina af út- mældri nákvæmni og veitti gleði minni ólæknandi sár. Hann hellti sér yfir austfirzkuna og aUt, sem austfirzkt var, og espaðist við hvert andmælaorð. Hann byrjaði með rámri unglingsrödd kveðling einn á þessa leið: Kirna, áma, kolla, skjóla, kolatussi — uppalin í einu vesisi Austfirðinga sprokin þessi. Allt var eftir þessu, sagði hann —• austfirzkan var svo sveitaleg og dónaleg og mörg orð, sem væru daglegt mál í munni Austfirðinga, væru ruddaleg íklámyrði og ekki á tungu borin af dönnuðu fólki í öðrum landshlutum. Já, hann hefði orft orðið að bera kinnroða fyrir austfirzkuna. Og svo framburður- inn — sumt væri eins og dregið á eftir sér í bandi, en öðru hrækt út úr sér höggnu eða tuggðu. Þessu væri ég svo að monta mig af — blása mig og belgja út, þó að allt viti borið fólk skammaðist sín fyrir austfirzkuna og legði hana óðar niður, svo að yrði ekki athlægi hjá fólki, sem það um gengist. Þannig lét hann dæluna ganga. Ég beit á jaxlinn í orðvana heift og örvæntingarfullri uppgjöf. En ég skyldi sýna honum það — hann myndi fá að sleikja þetta allt upp Framhald á 1T4. síðu. 107, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.