Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 4
Frá KiWugosinu 1918. Nú hefur Katla lítf látið á sér kræla í rösklega hálfa öld. Við höfum ekki hugboð um, hvenær henni þykir mál að bregða blundi. , Eins og áður var sagt, eru þær orðnar margar hugmyndirnar, sem óg hef heyrt og lesið og hug- detturnar, sem ég hef sjá'lfur feng- ið um Kötlu. Guðmundur Kjartansson komst að raun um, að vatnið, sem rann fná Heklu í síðasta gosi, 1947, var meira en svaraði til þess snævar og jökuls, sem bráðnaði. (Les- bók Morgunblaðsins 1952, 11. tölu- blaði). Mér 'kom þvi til hugar, að einhver hluti af Kötluhlaupum kynni að vera af öðrum uppruna en leysingarvatn úr jöklinum. Kem ur þar til greina jarðvatn líkt og uppsprettuvatn eða hveravatn, og ennfremur vatn, sem bundið hafði verið í bergikvikunni. Einniig kom mér í hug vatn, sem til hefði orð- ið í gosinu sjálfu, við saimruna vetnis og súrefnis. Vat-n, það er, regn- og leys- ingarvatn, safnast fyrii; í Gríms- vötnum milli Skeiðarárhlaupa, svo sem allkunnugt er. Yfirborð Mýr- dalsjökuls bendir hins vegar ekki til, að vatn geti safnazt fyrir þar, að minnsta kosti ekki svo að neinu verulegu magni geti numið. Væri það samt sem áður svo, að vatn gæti safnazt fyrir í Mýrdalsjökii þrátt fyrir ólíkl.egt útlit, þá mætti SÍÐARI HLUTI lí'ka ætla, að stundum 'h'lyti það vatn að brjótast fram, án þess að eldgos yrði. Hlaupið úr Mýrdalsjökli 25. júní 1955 virðist vera sérstætt fyrir- brigði. Þó þarf það ekki að vera. Hugsanlegt er, að hliðstætt hafi átt sér stað á liðnum öldum, þótt ekki væri um það skrifað, eða því jafnvel ekki veitt athygli, meðan engar brýr voru á Múlakvísl eða Skálm til að taka af. „Htaupið frá 1955 sýnir okkur það eitt, svo að ekki verður um villzt, að vatn getur safnazt fyrir inni í jöklinum11, segir Sigurjón Rist og telur hann, að hlaupið hafi komið úr Kötlugjá. Það tel ég líka sennilegast. En af hverju hlaupið staifaði, er ekki vitað, sbr. síðar. Að afstöðnu hlaupinu höfðu bvær sigdældir myndazt í jökut'- inn. Sú stærri var 1050 metrar víð efst og 80 metra djúp, en sú minni 700 metrar í þvermál og um 15 metra djúp. í botni stærrj sigdæld- arinnar „var mjög regluleg, hring- laga tjörn um 150 metrar í þver- mál. Þar flutu myndarlegir jakar og gljúfur voru til allra átta. Þarna niðri við grunnvatnsborð Kötlugjár var grafarkyrrð og ró“ segir Sigurjón Rist. Þetta er a'Ht mjög abhyglisvert og gefur tilefni til margra spurninga. Dagana áður og samdægurs einn- ig voru Sigurjón og félagar hans að mæla þykkt Mýrdalsjökuls, með bergmálsaðferð. Þykktin umhverf- is 'ketilsigin var frá 250—300 metr- ar. Ef vatnið, sem var í botni stærri sigdældarinnar, náði til botns í jöklinum, þá hefur það verið 170—220 metra djúpt að afstöðnu hlaupinu. Það virðist ó- trúlegt, að svo djúpt vatn geti ver- ið uppi á fjalli og ekkert, sem heldur að, nema jökull. Spyrja má, hversu langt vatnið náði út frá ketilsigunum. Var það ef til vill einangrað fyrirbrigði. á litlu svæði, eða náðu angar af því ef til vil'l langleiðina suður að Suðurhnúk (Háubungu), vestur að Goðabungu og norður að Austmannsbungu, það er svo lan.gt sem hæð jökul- stæðisins, bergsins undir jöklinum, var ekkj meiri en hæð vatnsyfir- borðsins í ketlsiginu? Siðari möig.u leikinn gæti gefið skýringu á því, að jökulvatn, það er vatn undan jökli, en ekki yfirborðsleysingar- vatn, virðist í misjöfnum mæli renna norður úr Mýrdalsjökii hjó Mælifelli — eða með öðrurn orð- um, að stundum- standi grunnvatn jökullsins 1 og umihverfis Kötlugjá svo hátt, að þíjð nái að renna um sprungur norður úr jöklinum. Ann- ans er lítið vitað um rennsii norð- ur úr jöklinuim, en komið hefur í ljós, þegar Á'lftaversafiréttur er smalaður, að stundum er áberandi mikið j'ökulvatn í Hólmsá norðan Jöikulkvíslar. Nú eftir að tíðförult er orðið á sumrin fram 134 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.