Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 8
um og hafi þau síðan harðnað og stiflað gljúfrið. Sigurjón Rist segir i Jökli 1967: „Sökum hins mikla tjóns á mönn- um og eignum, sem hin stóru Kötluhlaup geta valdið, er æski- le"|t að geta, 1) sagt fyrir um jök- ulhlaup, 2) gert aðvart strax og hlaup hefst, 3) greint strax hvers eðlis hlaupið er.“ Sigurjón tekur fram. að hlaup- ið 1955 sýni, að vatn geti safnazt fyrir í jöklinum og segir að lok- um: „Tii þess að fylgjast með þess- ari vatnssöfnun væri mikilvægt að mæla hæðarbreytingar jökulsins í Kötlukvos eigi sjaldnar en á 5 ára fresti óg bora niður í. vatnsgeym- inn.“ Eflaust væri æskilegt að geta .sagt fyrir um Kötlugos eða gert viðvart um blaup, jafnvel fárra mínútna fyrirvari gæti verið betri en enginn, einkum fyrir bifreiðir á leið um Mýrdalssand. Hitt er svo annað mál. hvort það er hægt eða hvernig á að því að fara. Almennt er álitið, að Katla geri engin boð á undan sér og aðeins á tveimur stöðum man ég eftir að hafa lesið í gömlum skrifum, hvað hugsanlegt var talið að hafa mætti til marks um, að Kötlugos væri væntanlegt. Jón Austmann prestur á Mýrum 1 Álftaveri sagði eftir Kötlugosið 1823: „Einasta leyfi ég mér þess að geta, að þegar slétt er orðið, eða einkum farinn að bunga upp jökullinn milli áðurnefndra tveggja hæstu jökulhnúkanna, mega þeir, sem þá Iiía, óttast fyrir nýju Kötlu- gosi.“ Páll Sveinsson menntaskóla- kennari sagði eftir Kötlugosið 1918: „Það fullyrða ýrnsir skil- ríkir menn, að fyrir gosið hafi jökulinn miIQi hnúkanna verið orðnir því sem næst jafnháir þeim til að sjá, - - -.“ „Er það gamalla manna mál, að Kötlu sé von, er svo er komið — eða jafnvel fyrr“. „En telja menn það til marks um það, að gosið hafi verið í vændurn, að Múlakvisl var svo að segja þurr allt sumarið, og hefur þá vatnið verið farið að safnast fyrir í jökl- inum. Og loks má geta þess, að óvenjumikil jökulfýla fannst á austurhluta Mýrdalssands, er á leið sumaríð, bæði austan Loðinsvíkna og. vdstan, sennilega hka vestan Hafurseyjar". tN.Skalt. og ffoúar, bis. 72). Jöklafýia e»r snajög aigengt -Je»n- Í28 brigði í Álftayeri, einkum á vetr- um, þegar kalt er, heiðskírt og logn eða hægur andvari á norðan. Orsakir eru ókunnar. En sé fram- anskráð tilgáta um Kötlu, byggð á stapakenningu Guðmundar Kjart anssonar. rétt, þá ætti jöklafýlan ekki að stafa frá Kötlu. Gosið væri þá iokað niðri í jöklinum, þar til hlaupið brýzt fram. Það, að lítið var í jMúlakvísl, gæti hafa stafað af því, að kalt var um sumarið, samanber Árbók ís- iands 1918 (Þjóðvinafélagsalmanak 1920). Hækkun jökulsins þarf að sjálf- sögðu ekki heldur að standa í sam- bandi við Kötlugos. Breytilegt ár- ferði veldur auðvitað breytingum á Mýrdalsjökli eins. og öðrum jökl- um. Saml hef ég, þar til nú í sum- ar (1968) nokkru á eftir, að ég byrjaði á frumdrögum að þess ari grein,- talið sjálfum mér trú um, að einhver 'vísbending væri fólgin í orðum séra Jóns Aust- manns og því, sem Páll Sveinsson sagði. Mér virtist líka, að upp- hleðsla gosefna undir jökli ætti að valda því, að jökullinn hækkaði að minnsta kosti síðustu dagana fyrir hlaup. Ilins vegar man ég ekki eft- ir því, að hafa nokkru sinni heyrt nokkurn halda því fram, að breyt- ing hafi verið sýnileg á jöklinum fyrir Kötlugosið 1918. Nú siðast í sumar sþurði ég Jón Gisla- son hreppstjóra í Álftaveri sérstak lega þar um, en svarið var ákveð- ið neitandi. Hér virðist vera eitt- hvað, sem athuga þyrfti betur. Lítum svo enn á ummæli Guð- mundar Kjartanssonar. Hann sagði: - - reikningslega nægir hitaorka gosefnanna til að bræða nífalt a'úm'mál þeirra af jökulís, ef talið erj að þau kólni úr 1000 stigum í 0 stig og eðlisþyngd þeirra sé 2,3 og eðlisvarmi 0, 28.“ Vatn þenst út við að frjósa, svo sem alkunnugt er, og isinn, sem úr því myndast, verður um 9% meiri að rúmmáii, en vatnið var. Samkvæmt þessu ætti is, sem bráðrtar, að minnka að rúmmáli nærri jafnt og nemur rúmmáli þeirra gosefna, sem þarf, til þess að bræða hann. Það getur þvi far- ið saman, að jökullinn hækki ekki, þótt gosefnin Maðist upp. Þannig virðist stapakenning Guðmundar Kjartanssonar geta geíið svör við svo ótalmörgu, sem torskilið er ©g «érkennandi fyrir Kötlu. | Lanötóaa»a segi>r, að Byafn hafnarlykill hafi vitað fyrir um eldsuppkomu. Jarðfræði og sögu- legar heimildir benda tii þess, að rétt geti verið að Hrafn hafi flúið undan jarðeldi (úr Eldgjá?) frá Dynskógum í Álftaveri í Lágey á Mýrdalssandi. Hitt er með ólíkind- um, að hann hafi vitað fyrir um uppkomu eldsins. Ólíklegt virðist lika, að nokkru sinni verði unnt að vita fyrir um Kötluhlaup, en ef svo færi, þá er stapakenning Guðmundar Kjartanssonar eflaust fremur stökk en skref í þá átt. Sigurður Þórai'insson segir í Jökli (1959) að hallamælingar hafi með góðum árangri verið notaðar til þess að segja fyrir um eldgos á Hawai og í Japan. Hitamælinga>r geta og hugsanlega gefið vísbend- ingu um, að eldgos sé í aðsigi. En hvorki hita- né hallamælingum verður við komið, þegar Katla á hlut að máli. Hugmyndin um, að hægt sé að sjá fyrir Kötlugos með athugunum á breytingum á hagð jökulsins virðist og hæpin líka. 'í nefndri grein í Jökli 1959 rekur Sigurður Þóraiiinsson skráðar heim- rldir um, að jarðskjálftar haíi fund izt í Mýrdal, Álftaveri og víðar nokkrum klukkustundum (2—7 klst.) áður en sást til hlaupanna. Byggt á þeirri grein, hefur síðan þá verið komið upp jarðskjálíta- mælunr í Mýrdal og víðar. Nú e>r og nýlokið við að setja upp mæli- stöð inn við jökul og sérstakt við- vörunarkerfi samkvænrt blaðafrétt- urn i dag. Þetta er rnikils um vert, en ekki rná láta þar staðar numið. Katla er merkilegt rannsóknarefni vísindalega séð, hvort sem hagnýt- ur árangur næst eða ekki. Tilgátur eins og þær, sem hér hafa verið settar fram, eru að sjálfsögðu ekki sania og vissa. Ég vil því endurtaka líkt og ég sagði áður í Frjálsri þjóð 1954: Svo fátt er vitað og furðulegt allt varðandi Kötlu, að ékki veit neinn, hvað getur gerzt. Þess vegna þarf að vera á verði, og þess vegna þarf að halda áfram að rannsaka Kötlu- gjá. 5Ö ára afmæíi Kötlugossins 1918. 12. október 1968. Heknildarit: Náttúrufræðingurinn 1. hefti 1966, Jökull 1955, 1957, 1959 og 1967, Kötlugosið 1918, Rvók. 1919, Rit um jaröelda á Islandi, 2. útgáifia, Rvík. 1930. Annarra he*imiMa er getið í greininni sýálÍTÍ, T í M I N N — SUNNVDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.