Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Qupperneq 16
sanna, að slíkt væri ekki meira þrekvirki en svo, að óharðnaðir uniglingar gætu innt það af höndum. Þetta sama sumar réðst bæj- arstjórn Reykjavíkur í það stór- virki, er lengi hafði verið beð- ið eftir, að gera nýja' sundlaug, og varð það stofninn að sund- Iaugum þeim, sem allir Reyk- víkingar þekkja og afmáðar voru síðast liðið ár. Hin nýja laug varð nothæf 1908, og hófst starfræksla hennar þá þegar. Ýmsir vondir ágallar voru þó á henni. Botninn einn var steypt- ur, en veggir hlaðnir úr höggnu grjóti ofan úr holti. Brátt mis- seiig þetta, botninn sprakk og laugin fór að leka. Varð Páll jafnvel að troða tuskum í rifur og glufur, svo að vatn héldist í lauginni. Fleira var örðugt við- fangs. Varla taldist tiiltökumál, þótt vatnið væri blakkt, þótt reynt væri að sía það. Annað var verra: Það fúlnaði, þegar það fór að standa í lauginni, og á sumrin sótti slý í hana. Að tveim árum liðnum var sú endurbót gerð, að heitt vatn úr þvottalaugunum var leitt í píp- um í sundlaugina, og ári síðar kom æð með köldu vatni úr brunnum, er voru þar, sem nú heitir Selvogsgrunn. En ekki voru allar þrautir úti. Pípurn- ar voru steyptar, en ekki traust- ar. Þær sprungu. Leiðslan frá þvottalaugunum stíflaðist, og • mýrarrauði komst í kalda vatn- ið. Þessi miisseri jókst mjög á- hugi á sundi í h'öfuðstaðnuim. Offi því margt í senn: Sjálfar nýju laugarnar þótifcu ærin bún- ingsbót, þófct í rauninni væri öllu áfátt, áfiugi og raunar eldmóður kennarans, Páls Er- lingssonar, og sigurvinningar u nsmen n af éla gsh r e y f in ga r in n ar í bænum, er mátti heiita þar stórveldi um skeið, svo þrótt- mikil og athafnasöm sem hún var um nokkur ár. Var svo mik- iiH áhuginn, að nýju laugarnar nægðu ekki lengur þeiim bæ, sem fram að þesisu bafði ekki haft aðra laug, en sóðálegan og gruggugan póll í lækjarfarvegi, heldur réðst Ung mennafélag Reykjavíkur í það að reisa sundskála við Skerja- fjörð, þar sem iðkað var sund í sjó. Fram undir þefcta höfðu það verið karlmenn einir, sem iðk- uðu sund. Fólk hafði lengi ha/ft ýmigust á því að láta útiloftið leika um hörundið meira en nauðsyn bar, reynzt tregt á að Meypa því inn í híbýli sín og gjarna unnið útiverk nálega jafnkappklætt í hlýindiuim á sumrin sem í kuldum á öðrum árstímum. Umfram allt hafði það þófct óviðeigandi, að konuir létu sjá sig fáklæddar á al- mannafæri, og gátu siðavandar stúlkur tæpast hugsað sér að láta aðra líkamshluta koma ó- hjúpaða fyrir augu óviðkomandi manna en andlit sifct og hendur. En nú brá svo, að ungar stúlk- ur gerðu uppreisn gegn göml- um venjuim, einkum þær, sem tengzt höfðu unsmennaféilagis- hreyfingunni, og fcóku að iðka sund af kappi. f þeiim hópi voru dætur sumra hinna virðuleg- ustu bæjarbúa. Þetta olli auðvitað hneykslun, og þeim, sem lifðu í gömlum hugmyndaheimi, fannst slíkt æpandi dæmi um léfctúð og sið- spillingu. Og ekki var einu sinni svo vel, að þessar stúlkur iðk- uðu sundið út af fyrir sig. held- ur slógu þær í þokkabót í bland við piltana, ekki með annað um kroppinn en þunna dulu. Hneykslunin var enn innilegri í Steypibaðið kalda dálítið óhr{áiegt orðið. 136 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.