Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 9
Frifiof Niisson Piraten: HARMLEIKUR Á SMÁLANDI Algautur tók upp dagleg stör-f, og fyrsta kastið heppnaðist honum vonum skár að víkja frá sér ölTum umhuigisunum um svikin, sem hann 'hafði haft í frammi, og uggvæn- legar afleiðingar þeirra. Desember- mánuður var langt undan, og fyrr var ekki dregið um vinningana. En þegar hausta tók, fór kvíði að sækja á hann um daga og ræna hann svefni um nætur. Hann átti þáð á hættu, að vinningur félli á skuldabréfið, og óttinn við það grúfði yfir honum eins og þrumu- ský, er gerðst þeim mun skugga- legra sem nær dró úrslitadeginum. Þótt hann reyndi að bíta á jaxl- inn og láta sem ekkert væri, átti hann það sífellt yfir höfði sér, að einhver minnti hann á það, sem fram undan var. Börnin vissu um skuldabréfið, og þau þreytt- ust aldrei á því að tala um vinningsvonina og ráðslaga um það, hvernig nota mætti alla þá peninga, sem þau trúðu statt og stöðugt, að félili föður þeirra í skaut. Talan örlögþrungna, sem hann hafði val- ið bréfinu, blasti við honum á ólíklegustu stöðum. Reyndi hann að leita sér hugsvölunar í helgri bók, glottu þessir tölustafir upp á hann af saurblaðinu, því að þar hafði Elna skrifað númerið, svo að það gleymdist áreiðanlega ekki. Ætti hann erindi í páfadóminn, varð hann að horfa beiot niður í gólfið á meðan hann gegndi þurft- um sínum, ef hann átti ekki að sjá tölurnar 2 og 200, sem þar höfðu verið krabbaðar á veggina. Þyrfti hann að stíga yfir þröskuld húss síns, voru þær skrifaðar með krít innan í ryðgaða skeifuna, sem negld hafði verið yfir dyrnar til þess að farsæla heimilið. Ofan á atlt annað hafði Villi svo rist þær í börkinn á öðrum hverjum birki- stofni í nánd við kotið. Vinningaskráin birtist í blaðinu dag einn síðla á jólaföstu, og voð- anum var bægt frá í bili. Sama dag ól Elna dóttur. Algautur gat ekki leynt gleði sinni, og Elna snupr- aði hann fyrir óheyrilega léttúð, þegar hvert slysið rak annað sam- dægurs. Skósmiðnum var þó ekki alls kostar rótt. í marga daga kann- aði hann vinningaskrána, áður en hann sannfærðist um það til fulln- ustu, að hann hafði sloppið. En það var ekki um að villast: Þetta hafði gengið honum í vil. Fjandinn, sem hafði skælt sig framan í hann af hverjum vegg, skaut honum ekki skelk í bringu í bili, og Algauti fannst eins og hlýrra og bjartara í kring um sig en áður. Langt var fram að vor- sólstöðum, er aftur komu viðsjár- verðir dagar, og þó ekki nógu langt: Honum fannst vora óvenju- lega snemma að þessu sinni, og tíminn æddi áfram. í maímánuði tók að sækja á hann svefnleysi. Sigi á hann blundur, hrökk hann oftast upp eftir litla stund, löðr- andi í köldu svitabaði, og hafði hreppt hæsta vinninginn í draumi. Árangurslaust reyndi hann að snúa bakiMi við áleitinni haminigjudís- inni: Eftir sem áður fann hann augu hennar hvíla á sér. Samt fór svo, að sólstöðumánuð- urinn varð honum ekki að fóta- kefli. Þessi heppni hleypti þeim kjarki í Algaut, að hann fór að hyggja á viðbúnað, ef hamingju dísin kynni að minnast hans síðar. Vinningarnir vour langfiestir ein- ar fimmtíu krónur, og þess vegna voru mestar díkur til þess, að sMik- ur vinningur kæmi í hans hlut. Síðan voru hundrað króna vinn- ingar og svo framvegis. Þegar hann hafði le'sið þessi orð, „og svo framvegis,“ hætti hann sér ekki lengra. Gæti hann í laumi skotið undan svo sem fimmtíu krónum, var hann þess umkominn að bjarga sér, þótt lítill vinningur kæmi á númerið. Óttinn gerði Algaut athafnasam- an. Með tilstyrk auglýsingar komst hann í samband við skóverksmiðju og tók að sér að búa til ólar á skauta. Verksmiðjueigandinn lét honum í té leður, en sjálfur risti hann ólarnar, gataði þær, og saum- aði á þær spennur. Vinnan var nauðailla borguð, en sá var kostur- inn við þetta, að hann komst aldrei í þrot með verkefni. Hann vanr af kappi, lúsiðinn er á reyndi, stundum langt fram á nótt. En lít- ið munaði um aurana, sem hann gat skotið undan, því að hann varð að standa Elnu skil á því, hversu mikið hann bar úr býtum. Hann varð að fara varlega, svo að hann vekti ekki grunsemdir. Tíminn leið fljótt eins og jafnan verður, þeg- ar menn hafa eitthvað fyrir stafni, og Algautur var hættur að miða við ár. Hann ta'ldi tímann í misser- um, og misserum hans lauk, þegar kunnugt varð um happdrættisvinn ingana. —o— Þrjú ár voru nú liðin síðan Kalli frændi gisti gamla landið. Jólin voru framundan og búið að draga út vinningana, ef að vanda lét. Al- gauti fannst hann orðin nokkur' vegin óhultur. Fimmtíu krónur hafði hann falið á bak við bjálka á loftinu, og allar horfur voru á því, að þær yrðu hundrað innan tíðar. Snemma morguns fór hann út í þorpið með stígvél, sem hann hafði sólað. Þegar hann 'kom heim aftur, stóð Elna úti á hlaði, sýnilega í miklu uppnámi og veifaði blað. Það gat ekki þýtt nema eitt: Vinn- ing. Þótt gangfæri væri gott fannst Algauti allt í einu eins og fætur hans sætu fastir í krapi, og undar- leg þreyta læsti sig um hnjáliðina. Siamt 'tó'kst hionum að reka þetta af sór, því að hann reiddi sig á pen- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 129

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.