Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 10
ingana bak við bjálkann á loftinu. En honum skjátlaðist. Vinnrag urinn var fimm hundruð krónur. Hann riðaði til falls, greip um háls konu sinni og 'herti að. Hún sá ekki, hve öskugrár hann var í framan, og hélt, að þetta væru fagnaðarlæti hans. Hún sleit sig laiisa og mælti: — Stilitu þig nú, Gautur minn, og láttu mig sjá um þeta. Yfir hann hafði þegar færzt und- arleg ró. Meðan hún bjó sig til ferðar með áætlunarvagninum til þess að sækja skuldabréfið til kaup mannsins, gluggaði hann í vinninga skrána. Og þar stóð það: Fyrsti vinningurinn, fimm hundruð krónur, og síðan komu tölurnar: 2. flokkur, nr. 200. Þá hafði hann sjálfur séð það svart á hvítu. Elna sagðist ætla að koma heim aftur um tvöleytið. Þegar hún yar farin, kallaði Algautur börnin til sín út á hlaðið fyrir framan kotið. Tvo elztu synina vantaði. Þeir voru flognir úr hreiðrinu og komnir i vist hjá ókunnugu fólki, sinn á hvorum stað. Samt var þetta tals- verður hópur. Það var frost þennan dag, sól- skin og heiðskír himinn. Ofurmjór reykjarlopi teygði sig upp úr strompinum, fönnin glitraði í sól- 9kininu, og skuggarnir voru blá- leitir. Inni í skóginum var hljótt 9em í musteri. En frá vatninu heyrðust annað veifið þungir frost- brestir. Algautur fór að leika sér við börnin sín. Það var þeim nýtt, að pabbi léki sér við þau — það hafði aldrei gerzt fyrr, og þau voru frá sér nurnin af kæti. Hann þíddi snjóinn í lófum sér, svo að hann gæti hnoðað úr honum snjóbolta, og svo fengu þau að kasta í mark með honum. Hann lagðist líka á fjóra fætur og lét þau setjast á bakið á sér. Minnstu skinnunum lyfti hann upp á kollinn á sér og hossaði þeim þar: Svo tók hann báðum höndum um kinnarnar á þeim, einu af öðru, og horfði lengi í sakleysisleg, undrandi augu þeirra. En hann fékk ekki að horla eins lengi í þau og hann hefði vilj- að, því að börnin eru óþolinmóð. Um eittleytlð sendi hanp þau að heiman alls konar erinda, sem hann fót þeim að reka. Elnu tókst nokkurn veginn að hafa stjórn á sér í áætlunar- vagninum á fieimleiðinni. Allt í kring um hana sat fólk, sem hún þekkíí. En íiún var ekki fyrr kom- in inn í greni sitt en að henni setti ofsalegan grát. Kaupmaðumn hafði gert henni grein fyrir því, hvers konar skjal það reyndist vera, er hann geymdi, og svik Al- gauts höfðu orðið henni sem reið- arslag. Framundan var ekki annað en það, sem hún hafði orðið að þola til þessa dags: Vonlaus armóð- ur, sultur og seyra. Svo mikið grét hún, að henni vöknaði ekki um augu, þegar hún fann Algaut hangandi í snöru-í-viðarskýlinu. Loks komu börnin heim. Yngstu telpunni var mest niðri fyrir, þvi að hún þurfti að segja mömmu sinni, hvernig pabbi hafði leikið sér við börnin sín. — Seinast lék hann sér svo mik- ið, að hann grét, sagði hún. Og litla telpan hló skærurn barns hlátri, þegar henni varð hugsað til þess, hve skrítinn pabbi hennar hafði þá verið. Hermann hét piltur í Brennu, sem skrifaði sig ævinlega bíleig- anda, þegar hann áritaði víxla eða önnur skjöl. í raun og sannleika hafði hann tekið bílstjórapróf og átt gamlan Ford-bíl. Hann var æv- inlega á fleygiferð út og suður, framtakssamur og hugmyndaríkur. Fólk sagði, að hann væri séður skratti, meinglúrinn, og hann var það kannski. Enginn gat þó neit- að því, að hann var líka góðhjart- aður. Daginn eftir dauða Algauts koin Hermann til Elnu, bauð henni lið- sinni sitt: Það var margt, sem gera þurftj, þar sem sorgin hafði kvatt dyra. Þegar var komið í hámæli, hversu varið hafði verið skulda- bréfi Algauts, og Hermann hafði þar að auki gert sér ferð til kaup- mannsins til þess að spyrja hann spjörunum úr um alla málavexti. Elna setti ketilinn yfir eldinn á meðan Hermann grandskoðaði bál- fararskírteinið, sem hann hafði breitt á borðið fyrir framan sig, og marglags skuldbindingar bál- farafélagsins í Gautaborg. — Það var voðalegt af þessum Vestmanni að fleygja ellefu hundr- uð 'krónum hreint og beint í eld- inn, sagði hann. Þessj orð ýfðu opið sár, og Elna fór að hágráta. Hermann reyndi að hugga hana: — Þeim ætti þó, fjandakornið, að verða hugsað til ekkjunnar með fullt hún af óforsorguðum börn- um. Ég á við þá, þessa heildsala í Gautaborg, sem keyptu ofninn og láta þetta litla með dauða skrokk- ana. Þegar maður fer að glugga í það, hvað þeir hafa tekið að sér að borga, þá er það ekki bara sjálf brennan, heldur líka fraktin, bæði líkið til Gautaborgar og askan til baka, og svo er hérna kista og líkklæði og sorgarslæður og blóm og orgelspil. Iss, iss. Og flest er þetta hreinn óþarfi og á þar að auki að fara beint á bállð. Þaó er nú mín meining, að það mætti akkúdera við þá, herrana í Gauta- borg, um • að spara eitthvað af þessu og láta þá borga mismuninn í peningum. Hugsaðu þér bara, kona, fraktina _ — hún yrði ekki neitt smáræði. Ég skyldi ekki skor- ast undan því að fara með Algaut hérna aftur í hjá mér í Fordinum til Gautaborgar, ef þokkalega væri búið um hann, og hafa svo tal af þessum herrum og vita, hvort ég gæti ekki pínt niður fleiri kostn- aðarliði. Hermann strauk ljósan hárlu'.b- ann frá enninu og hvessti blágrá augun á Elnu. Hann iðaði í skinn- inu. Elna sagðist verða að segja það, að hún sæi ekki annan mann, sem hún treysti betur til þess að snúa þéssu óláni í happ, ef það væri þá á nokkurs manns færi. Svo strauk hún framan úr sér og lagði honum í hendur með trúnað- artrausti tímaniega velferð sína. Og það voru ekki hendur, sem urðu mosavaxnar af aðgerðaleysi. Hermann beið ekki boðanna. Snemma næsta morguns, meðan enn tindruðu stjqrnur yfir hrimg- aðri jörð, kom hann á Ford-bíin- um og hafði með sé fullan poka af grenigreinum, sem hann stráði á veginn fyrir neðan kofann. Svo hóf Algautur hina löngu ferð til Gautabórgar í á að gizka fimmtán stiga frosti, sitjandi í aftursætinu, teinréttur í baki eins og prestur- inn væri kominn í húsvitjun með gamla ekiliskápu hneppta að sér og skáldaða skinnhúfu dregna nið- ur fyrir augu og eyru. Það kann að sýnast hvimleitt að flytja þannig dauðan mann um endilöng héruð. Samt má enginn draga af þessu þá ályktun, að Her- mann hafi ekki bor-ið siðsamlega virðingu fyrir tign og veldi dauð- •ans. En hann var hagsýnn og laus vð tepruskap og vildi af góðum 130 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.