Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 20
Móðirin og tengja forfeður iians þekkt- um ítölskum aðalsættum. Faðir Napöleons var talinn greindur, en eirðarlaus og hvarflandi. Móðir hans var aftur á móti viljasterk og kjarkmikil. Hún hélt heimaháttum sínum, þrátt fvrir' upphefð sonar síns, lærði aldrei frönsku til hlítar og var alræmd fyrir fégræðgi. Um miðja 18. öld voru Kor- síkubúar hetjur í augum allra frelsisunnandi manna í Evrópu. Menn höfðu fylgzt með aðdáun með hinni hetjulegu baráttu eyjarskeggja, fyrst gegn hinum illræmdu yfirráðum Genúar- borgar og síðar gegn yfirráðum Frakka. Pasquale Paólí, frelsis- hetja Korsíkubúa, var frægur um alla Evrópu. Menn litu með aðdáun baráttu eyjarskeggja gegn ofureflinu. og það vakti með mönnum minningar um Tvær teikningar, sem sýna Napóleon á hetjur fornra söguljóða. Napó- leon fæddist á því ári. er Kor- síka komst endanlega undir yf- irráð Frakka og hann ólst upp við sagnirnar um frelsisbaráttu eyjarskeggja, og fyrirmynd han.s var Paóli. Bónaparteættin háfði stutt Paólí, og skömmu áður en Napóleon fæddist, varð móð ir hans að flýja út í skóga og hafast þar við með frelsishern- um um tíma. vegna ofsókna Frakka. Kjarkur og þolgæði, gest- risni og drengskapur voru ein- kenni þessarar eyþjóðar, og hefndarskyldan var þeim ó- skráð lög. Napóleon ólst upp við þessar fornu dyggðir, og lengi vel mátti kenna, að han.n var Korsíkubúi, en ekki Frakki, af framkomu hans og hátterni. Hann hvarf til náms i Frakk- landi níu ára garnall, og það æskureki. var ekki fyrr en að tæplega átta árum liðnum, að hann ko.m aftur til Konsíku í september 1786, þá seytján ára gamall undirliðsforingi í s tórskotalið- inu. Frakklandsdvölin hafði ekki kælt föðurlandsást hans. Andúð hans á Frökkum hafði magnazt meðan hann dvaldist meðal þeirra í skóla í Brienne og síðar í herskóla í Paris. Hon- um fannst hann vera útlagi í óvinalandi, hann varð að tala erlenda tungu og umgangast drengi, sem fyrirlitu hann vegna fátæktar og hæddu hann fyrir erlendan málhreim. Einangrun- in beindi huga hans inn á við. Hann hafði horfið frá ættlandi sínu, fyrirferðarmikill og há- vær smásveinn, en við heim- komuna var hann gerbrevttui', þöguil og íhugull. Hann sagði sjálfur, að hann hefði verið „þurr eins og bókfell“. En nú var vaknaður með honum sá metnaður, sem hvatti hann til átaka. Faðir hans haifði í fyrst- unni æblað honum starf í sjó- liernum, en því var breytt eft- ir að hann hóf nám í Brienne, og var ákveðið, að hann stefndi að starfi í stórskotaliðinu, en þar var krafizt meiri þekking- ar í stærðfræði heldur en í öðr- um deildum hersins. Napóleon var ágætur í stærðfræði. en miður að sér í málum. Bréf hans, sem hann skrifaði meðan hann var í skóla, bera vitni al- varlegum unglingi. Fjórtán ára gainall skrifar hann heim ráð- leggingar varðandi framtíðar- starf Jósef.s, bróður síns. Þar segir hann, að Jósef sé betur til þess fallinn að verða klerk- ur heldur en hermaður, sökum lausungar og kæruleysis. Þegar hann frétti lát föður síns, en þá var hann á sextánda ári, skrifar hann: „Land vort hefur misst heið- arlegan, menntaðan og dugmik inn bor.gara." Bróf han-s úr sköla eru þess eðlis, að maður hlýtur að efast um, að þessi dyggðugi og alvöru gefni nemandi hafi nokkru sinni verið ungur. Haustið 1785 gerðist Napó- leon liðsmaður í stórskotaliðs- sveit. Hann var þá sextán ára. Hann þekkti engan, sem líkleg- ur væri til þeiss að stuðla að frama haris innan hersins, fað- 14ö T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.