Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 5
Á Mýrdalssandi. Ljósmynd: Páll Jónsson. hjá Mælifelli, ætti að vera auðveld- ara að afla upplýsinga þar um. Spyrja má líka, hvort í hlaup- inu 1955 hafi verið um að ræða regn- o.g Teysingarvatn, sem safnazt hafði fyrir í jöklinum á löngum tímaf mörgum árum?) eða varð kannski eldgos undir jöklinum, sem ekkj náði að brjótast upp? Og má þá spyrja, hvort það geti far- ið saman, að gosið hafi nægt til þess að bræða jökulinn, en verið þó ekki aflmeira en svo, að það náði ekki að brjótast upp, enda þótt 80 metra þykku fargi af vatni og jökli væri af .því létt? Spyrja má enn, hvernig á því stóð, að jökullinn skyldi ekki tæma sig bet- ur. út því að vatnið náði framrás á annað borð? Þannig má halda áfram að spyrja langa hríð og vek- ur ein spurning aðra. Það er svo ótalmargt, sem við ekki vitum um Kötlu og Kötlu- gjá. En víkjum svo aftur að því, sem Guðmundur Kjartansson sagði um stapakenninguna og Surtsey. „Samkvæmt þessari skýringu Trausta (Einarssonar á myndun jbólstrabergs), sem mór virðist mjög aðgengileg, má ætla, að sú bergkvika, sem kemur upp í vatni (syó eða jökli), geti aðeins í næg- um þrýstingi — það er neðan vissra dýptarmarka — orðið að bólstrabergi, en springi í gosmöl ofar í vatninu. Freistandi er að ætla, að þessi dýptarmörk liggi nærri eða séu jafnvel söm hinu mesta dýpi, sem eldgos vfirleitt geta hafið sig af upp úr sjó, ég myndi gizka á 20—30 metra dýpi. (Auðkennt hér). Á það má minna, að á 30 metra dýpi í vatni ríkir ferfalt meiri þrýstingur en við yfir- borð. og þar niðri taka gasbólur með sama gasmagni ferfalt minna rúm en uppi.“ Áður í erindi sínu var_ Guð- mundur búinn að segja: „Á fjór- um stöðum, þar sem nú er Surtsey eða grynningar við liana, hafa neð- ansjávargos (í orðsins þrengstu merkingu) hlaðið krappa gúla upp af hafsbotni á allt að 130 metra dýpi. Á engum þessara staða kom gos upp úr sjó fyrr en toppur gúlsins, méð gosopinu, var mjög farinn að nálgast sjávarborð og dýpi á honum naumast orðið meira en eitthvað um 20 metrar.“ Og enn sagði Guðmundur: „Surtseyjargosið er almennt talið hefjast að morgni 14. nóvember 1963. Víst er, að þann morgun kom það fyrst upp úr sjó. En hitt má telja vist, að bergkvika var þar tekin að streyma upp úr hafs- botninum að minnsta kosti nokkr- um dögum, ef ekki vikum áður.“ Ef við svo berum saman það, sem Guðmundur sagði annars vegar og það. sem við vitum um Kötlu hins vegar, samanber áður sagt, þá kem- ur í Ijós, að með beinni frásögn er hægt að útskýra það, sem gerist eða nánar tiltekið hlýtur að gerast i Mýrdalsjökli áður en Kötluhlaup hefjast. Bergkvikan bræðir jökui- inn að neðan frá og gúll úr gos- efnurn (bólstrabergi?) „vex upp í hvelfinguna, sem þannig myndast, fulla af vatni,1' samanber Guð- mund. Trúlega tekur þetta nokkr- ar vi'kur fremur en fáa daga, sam* anber allt það jarðefnamagn, sem Kötluhlaup bera frarn þegar á fyrsta degi. En hvort -sem tíminn er lengri eða skemmri, þá er eitt vist, að jökullinn er nógu þéttur (ósprunginn), til þess að veita að- hald nógu veT og lengi, til þess að vatn geti safnazt fyrir í hin stórfelTdu Kötluhlaup. Sigurður Þórarinsson mun hafa bent á þann möguleika um Gríms- vatnagos, að það sé ekki gosíð, sem hlaupinu valdi, heldur sé það hTáupið, sem komi gosinu af stað. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO 125

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.