Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Blaðsíða 11
vilja nota það vit, sem honum var igefið, til þess að hjálpa snauðri ekkju í vandræðum hennar. Hann var ekíki nein eftirmynd Litla-Klá- usar, sem ætiaði að gera sér and- vana farþega sinn að féþúfu — fjarri því. Þegar hann staldraði við í Falköping til þess að ylja sér á groggi, kastaði hann hrekáni yf- ir Algaiut, svo að spurulir kaup- staðarbúar færu ekki að frýnast í hann og kasta að honum hnútum, ef þeim þætti hann seinn til svars. Hennann komst slysalaust til Gautaborgar, og fljótlega tókst honum að spyrja uppi bálstofuna, þar sem koma hans vakti ekki litla undrun. Það var vant því þar, að viöskiptavinirnir kæmu í öðrum umbúnaði en Algauti höfðu verið valdar. Hermann lét þetta ekki á sig fá. Ilann byrjaði undir eins að semja við oddvita Bálfarafélagsns, og það jók honum bæði sjálfstrauist og metnað, að félagsstjórnin var kölluð saman á fund í mesta of- boði til þess að ráða málinu til lykta. Hermann var sjálfur látinn flytja mál ekkjunnar á fundinum, og þar endurtók hann allt, setm hann hafði áður fært fram. Hon- um heppnaðist að lýsa kjörum Elnu af því raunsæi, að öllum mátti skiljast ömurlegt hlutskipti hennar, og stjórnarherrarnir í Bál- farafélaginu reyndust svo skiln- ingsgóðir og mannlegir, að þeir féllust á að Iáta ekkjuna njóta þess, sem spara mátti í tiTkostnaði við bálförina. Síðan var Algauti veitt viðtaka, og Hermanni var sagt að vitja öskunnar næsta dag. Hann fékk því nokkurn tíma til þess að sinna þörfum sjálfs sín, og það gerði hann ldka svikalaust. Hann fór niður í miðborgina og brá þar svo hressilega á leik, að ekki er við hæfi að lýsa því í svona dapur- legri sögu. Þau áttu þá að verða endalok Algauts að eyðast í eldi jafnstrip- aður og hann kom í þennan heim. Það ímyndaði Hermann sér að minnsta kosti. Raunar var svo mik- ið viðhaft í bálstofunni, að menn slógu utan um hann og lögðu meir-a að segja blóm ofan á kass- ann. Eitthvað var líka gripið í or- gel og prestur kvaddur til. Síðan sneri Hermann heimleiðis með öskuna í keri, sem búið var falega um milli grenigreina. En oft varð honum hugsað um það á leiðinni, hve ótrúlega lítil aska fóbkst af heilum skósmið. Annað skipti þó rneira máli: í veski hans voru fimm hundruð fcrónur, sem Báfllfaraifélagið hafði endurgreitt honum. Hermann kom heim með skjal, sem sýndi og sannaði, að útför Algauts hafði farið sómasamlega fram í samræmi við reglur sænsku þjóðkirkjunnar. En Elna gat ekki látið sér það lynda, er kirkjan taldi boðlegt. Hún fór til sóknarprests- ins og heimtaði undandráttarlausa, kristilega jarðarför öskubauksins í Brennu, svo að enginn gæti sagt, að Algauti hefði verið holað niður í jörðina með þeim hætti, sem nægja varð sjálfsmorðingjum á fyrri tíð. Presturinn lét floks und- an ásókn hennar, þvi að hann var glöggur maður og hugsaði sem svo, að tæpast kæmi að sök, þótt rekunum væri kastað tvisvar á karlinn: Væri ein útför ósaknæm, átti önnur ekki að spiflla. Svo var öskubaukurinn grafinn við guðsorðalestur og klukkna- hringingu. Að athöfninni lokinni voru börnin send heim. En ETna og Hermann fóru heim til grafar- ans, sem bauð upp á kaffi. Fyrst gerðu þeir, sem til enfisins voru boðnir, kökunum sjálfsögð skil, og svo dró Hermann upp brennivíns- flösku og hellti út í kaffið. Dagur var stuttur um þetta leyti, og þau sátu þarna í rökkrinu og töluðu um Aflgaut, umhyggju hans fyrir fólki sínu og mótlætið, sem hafði orðið honum oíviða. En grafarinn var stéttvís áhugamaður og sætti lagi að láta talfff berast að bálför- inni. Hermann fór heldur undan í flæmingi, þegar hann var spurður, hvað væri til viðhafnar, þegar menn væru brenndir. Grafarinn spurði, hvort hann hefði ekki séð brennuna. O-jú, svaraði Hermann, verið haíði hann þar. En hvernig var þessu þá hagað með bálið og allt það? spurði grafarinn, þrár og eftirgangssamur. Nú fann Her- mann, að hann var kominn út á hálan ís, stakk hressilega við fót- um og greip til þess, sem honum var kunnugt uci ofna og kynd- ingu. Þarna skíðlogaði auðvitað í heljarmiklu gímaldi, og eldur á arni var skiljanlega eins og lítill neisti í helvíti í samanburði við það. Við þetta sló þögn á grafar- ann. Elna reri í sæti sínu, og nú byrj- uðu tár að hripa niður kinnarnax á henni. Hún brá svuntúhorninu upp að augmnEn á sér og þurrk- aði framan úr sér, og eftir sátu PreBihald á bls. 142. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 131

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.