Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Síða 16
vetrarmaður líka Ég var hór og þar í kaupavinnu í Borgarfjarðar- sýslu og Húnaþingi og eitt sumar í vegavinnu. Svo var það, að ég réði mig barnakennara, fimmtíu og sjö ára gamall orðinn. Þá vantaði víða kennara í sveitum, og menn uiðu fegnir að fá mig. Fyrst var ég á Snæfellsnesi, en svo barst ég viðar um, og seinast kenndi ég tvo vetur á Ströndum. Já, Strandirnar. Veiztu það, að mér þykir vænzt um Strandamenn allra íslendinga. Ég held, að annað eins fólk sé hvergi til á byggðu bóli, og sæti þó ekki á mér að kvarta yfir öðrum. Ég gef þeim tíu í einkunn í öllum greinum manndyggða, þú skrifar það — ellefu, ef það stríddi ekki á móti lögum og Tandsvenju að fara svo hátt. Ég hef þó verið kennari og átt fræðslumálastjórn- ina yfir mér. Ég kvaddi þá með vísu, sem ég skrifaði í gestabók, mig minnir á Hvalsá — reyndar er hún mest orðaleikur: Byggðir Stranda batzt ég í, bjó í Strandarönnum. Aldrei strandar upp frá því ást á Strandamönnum. — Verður ekki Staðarsveitin af- brýðissöm? — Ég vona, að ekki komi til þess. Þú getur séð, að ég er henni ræktarsamur sonur, því að stund- um flyt ég yndi hennar með mér á ferðum mínum. í fyrravor kom ég einu sinni út heima snemma um morgun — eldsnemma, því að ekki eru margir árrisulli en ég. Það var glaðasólskin um haf og hauður, morgunljómi um allar jarðir, og sægur af svönum niðri á tjörninni — Hofgarðatjörn heitir hún. Ég ætlaði kannski að bregða mér í aðrar sýslur, og nú hljóp ég inn tiT þess að sækja segul- bandið, svo að ég gæti haft svana- sönginn frá Hofgörðum, óð fugl- anna í Staðarsveit, með mér í ferða lagið. Og meðan svanirnir sungu íyrir mig á segulbandið, orti ég sjálíur: Ekki vil ég úti um land átthögunum gleyma: Set ég upp á segulband svanakvakið heima. Mörg þar röddin gild og góð glymur yfir landið. Ótal fögur fuglahljóð festi ég á bandið. — Þér er létt um þetta — kannski viðlíka og Staðarsveitars svönunum að syngja? —Já, það er líklega eitthvað svipað. Sé nokkuð satt, þá er það, að ég er síyrkjandi: Dvalins glóð ei dvínar góð, drótt sá óður kætir. Eru Tjóðin íslands þjóð andans fóðurbætir. Þetta hrýtur svona út úr mér. En níð yrki g ekki. Né klám. Bregð í hæsta lagi fyrir mig tvi- ræðu orðalagi. Þá freistar orðaleik- urinn mín. Rímið er mér svo til- tækt, kannski eðlisgróið og sann- arlega Tangþjálfað, að ég þarf ekki að hugsa mig um, ekki að velta neitt vöngum. í fyrravor var ég norður_ í Hörgárdal, á Steðja hjá Erni. Á Krossastöðum var stúlka af Akranesi. Hún frétti til mín og hringdi í mig til að spyrja mig einhvers að heiman. Ég varð að hygla henni með vísu: Umg og rjóð og æskuhlý, æ með sefa glöðum, lóan syngur dírrindí dátt á Krossastöðum. Einu sinni var ég á framboðs- fundi á Hlöðum á HvaTfjarðar- strönd — ætli það hafi ekki verið 1956, þú marnst? frambjóðend- urnir voru fjórir og sátu þar uppi á pallinum fyrir endanum á saln- um. Nú kemur inn hundur, mó- rauður, frá bæ, þar sem fólk var mjög stöðugt í fylgi við Pétur Ottesen, kempu þá. Móri lallar viðstölulaust inn salinn, líkt og hann hefði alla ævi þjónað á þing- málafundum, stekkur upp á pall- inn og rakleitt til Péturs. Móri var ekki fyrr setztur við fætur Pétri en ég hafði ráðið við mig, hvernig segja ætti þessa sögu: Afbragðsvel mér á þá Mzt, alla saman fjóra. Einn af þeim mun eiga víst atkvæðið hans Móra. — Hefurðu ekki komizt í kast við snillingana þingeysku? — Ekki geri ég orð á því. Þó hef ég átt orðastað við Egil Jónas- son á Húsavík. Þingeyingar voru á ferð á Snæfellsnesi, og þetta var bændaför, og Staðsveitungar buðu þeim að matast í fundarhúsi sinu. Auðvitað varð ég að ljóða á þá. Ég var fenginn til þess að yrkja kvæði — hét Refur bóndi þann daginn og annað ekki, þú skilur. Þingey- ingar buðu mér í bílinn með sér út á Sand, einn af þessum stóru skröttum. En Egill var ekki í hon- um, heldur ók eins og fursti í litl- um bíl. Nú sprakk hjá Agli ekki langt frá Sandi, svo áð hann varð dálítið seinni þangað en við. Ég mælti, er hann steig út: Þrek er enn í Þingeyingi, því eru allar farir greiðar. Þó að undir Agli springi, alltaf kemst hann sinnar leiðar. Egill svaraði nokkru seinna: Þoldi ei bíilinn þetta hlass, því var von, að slangan springi. En að skjóta ref fyrir rass reyndist ofraun Þingeyingi. — Þú hefur sjálfsagt marga vís- una heyrt á ferðum þínum? —Bæði vísur og annað — ég legg eyrun við öllu, og ég skrifa mér allt til minnis, sem mér finnst vert að varðveitist, þú skilur það. Maður heyrir marga söguna sagða, og sumt er alkunna, en annað vita kannski ekki nema einn eða fáir. Það eru til dæmis á kreiki ýmsar sögur af Stefáni Tómassyni á Egilsá — Stefán læknir var hann kallað- ur, trylltur drykkjumaður, en vísnagerðarmaður, ef svo bar und- ir. Nú býr á Egilsá þremenningur við mig, skáld af annarri gerð en Stefán læknir, Guðmundur L. Frið- finnsson. Og einhvers staðar fisk- aði ég upp síðustu vísuna, sem Kristján Fjallaskáld kvað. Hann dó af drykkjuskap á Vopnafirði 1869 — á útmánuðunum. Hann var dauðadrukkinn á plássinu, og menn báru hann þar upp á búðar- loft og lögðu hann til. Að því starfaði Jón einhver frá Skálum. Þegar hann var að hagræða Kristj- áni, rumskaði kauði, renndi upp á hann blóðhlauipnum augum og drafaði: Jón frá Skálurn, þyl ég þér, — þrotnar mál og kraftur: Fúin sálin í þér er, úldinn gáluraftur. Morguninn eftir var Kristján dauður og stirðnaður. Þannig var sá pistillinn. En það þarf ekki alltaf langt að l'eita. Þá dettur mér í hug, að 208 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.