Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Síða 18
einu sinni fjölmenn sveit, en nú er hann í eySi, nema fjórir bæir neðst í honum. Magnús lánaði mér kort, svo að ég hefði fylTt gagn af ferðinni, og ég lagði af stað. Þarna er á daln- um Sneis, þar sem Elivoga-Sveinn bjó, markviss þegar hann beitti stökunni, og þar voru Refsstaðir. Þar fannst mér, að Refur bóndi yrði að leggjast í grasið við tóft- irnar og hvíla sig. Á þessum bæ bjó Sveinn iíka um tíma, en vegg- ina, sem enn standa, meistaraverk mikils vegglagsmanns, hlóð annar hagyrðingur, Björn L. Gestsson, sem nú er í Hveragerði. En það var reyndar annað, sem ég ætlaði að segja. Núpur heitir einn þeirra bæja, sem enn eru í byggð, og þar rakst ég á eitt' af þessum sveit- arblöðum, laglegt blað og hreint ekki ómerkt. — Eigum við að fá okkur í nefið? Nautnirnar mega menn ekki forsóma, þessar líkam- legu, þó að við virðum andann meira en kroppinn. — Er það satt, Bragi, að þú hafir líka samið sönglög? — Listamannseðlið tekur sér víða bóifestu. Hugsaðu þér til dæmis séra Friðrik á Húsavík. Stundum er það bælt niður, og aðr- ir dragast með það vannært. Það er ekki neitt djúp staðfest á milli ljóðs og tóna — ekki ef ljóðið er ljóðrænt. Ég sýslaði okkuð við tónlist, reyndar mikið, og ég hef samið þó nokkur lög, stöku lag dágott, að mér finnst. Ég var tals- verður söngmaður á fyrri árum, og nú ekki fyrir löngu lét ég mig hafa það að syngja lag með þekktri söngkonu í samkvæmi, Hönnu Bjarnadóttur, og stóð mig fast að . því þolanlega. En það voru lögin mín, sem þú | spurðir um. Dr. Hallgrímur Helga- son var einu sinni á ferð á Nes- inu að safna þjóðlögum og sliku. , Hann kom til okkar, því að pabbi ■ var söngvinn, hafði sjálfur smíðað sér langspil, og kunni margt þjóð- laga, og hjá honum fékk Hallgrím- Jr til dæmis gömul sálmalög, sem hann hafði aTdrei heyrt áður. Svo spurði hann mig, kannski af bríaríi, hvort ég kynni ekki eitthvað. Og þá kom upp, hvað ég hafði dútlað . við. Hann hlýtur að vera minnug- ur, því að hann mundi þessa dag- itund í Hofgörðum, þegar fundum jkkar bar saman löngu seinna, og þá lét hann mig syngja tvö eða þrjú þessara smálaga minna á se>g- ulband. Hann hefði varla gert það, ef honum hefði fundizt þau einskis verð. Þó að ekki sé allt svipmik- ið, er menn vilja heldur geyma, en leggja í glatkistu. ☆ Hin tvíeina persóna, Bragi Jóns- son og Refur bóndi, hefur setið á stólnum andspænis mér á aðra klukkustund og ekki tekið af sér trefilinn í ónhitanum. Nú ýtir hann stólnum frá borðinu, rís hægt á fætur og Iosar um trefilinn. Þvi að nú ætlar hann að syngja eitt Tagið sitt — lag, sem hann gerði við smákvæði eftir Jón yngra Thoroddsen, sem dó af slysförum í Kaupmannahöín tuttugu og sex ára gamall árið 1924 — son Skúla gamla, sem banaði uppkastinu sæla. Fyrst gáir hann þó að því, hvort dyrnar séu tryggilega læst- ar. Það segist hann gera af því, að hann vilji síður verða til athlæg- is á ókunnugum bæ, kominn þetta til ára. í næstu andrá hljóm- ar söngurinn — angurvært lag við sorgblandið kvæði: Ein stendur höll á hæðum, hjúpuð í dimman við. Gömul og göfug saga grætur við hallarrið. í rökkrinu heyri ég raunasöng og riddarans strengjaklið. Veiztu, að öll hans ævi var ofin í þennan söng? Húmtjöldum sveipast salir og svífur að nóttin löng. Langspilið þagnar, og lokatónn læðist um bogagöng. Þegar lokatónninn er kominn í gegn um bogagöng raddbandanna, hagræðir gesturinn treflinum á ný, án þess að leita álits um söng og lag. Það hefur komið fyrir hæsta- rétt, þar sem þau eru, dr. Hall- grímur og Hanna Bjarnadóttir. Hann á aðeins eftir að taka tösk- una sína í horninu og kveðja. Um leið lætur hann þess getið, að senn fari hann norður á Strandir, þar sem fólkið fengi ellefu í einkunn, ef áhrifavald fræðslulaganna stæði ekki í vegi fyrir þvi. Þar ætlar hann að skrifa ævisögu sína. — Það tekst hvergi betur en við arininn hjá Strandamönnum, þú skilur það Af henni vil ég, að menn geti ráðið, að sá er Refur nefnist, var hreint ekki neinn hundur, — já, án þess að ég hnjóti nú í aumingja bvikindin. Eitt langspilið, sem Jón i Hofgörðum smíðaðl, nú eign Þórðar lögregluþjóns Áárasonar. Ljósmynd — GE 210 T f iVl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.