Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 19
KÆRA ÚR SUÐURSVEIT ÁRIÐ 1795: „Aungir Peningar hallda hier sínu náttúrlegu verði . . .“ í koiuinglegum tilskipunum frá 1796, sem geymdar eru 1 Þjóðskjalasafni íslands og fylgdu „dönsku sendingunni“ svonefndu árið 1928, er meðal annarra skjala kvörtunar- bréf frá Suðursveitungum yfir verzlunareinokuninni á Djúpavogi. Þegar verzlunin var gefin frjáls, keypti Jens Lassen Busch eignir konungsverzlunarinnar á Djúpavogi og rak þar verzlun frá 1788 til dauðadags 1822. Hann var þar þó lítt eða ekki viðloða sjálfur, heldur sat löngum f Kaupmannahöfn, en hafði verzlunarstjóra á Djúpavogi sem annars staðar, þar sem hann verzlaði (á fsafirði og víðar). Á þcssum árum var Kristján Schram fyrir verzl- uninni á Djúpavogi, eins og fram kemur í bréfinu. Hér eru ekki tök á að gera viðhlítandi grein fyrir þeirn, sem undirrita bréfið. Sumir þeirra eru þó alþekkt- ir, einkanlega séra Vigfús Benediktsson, sem kallaður var Galdra-Fúsi og margar sögur fara af bæði vestan lands og austan. Dóttir hans var Kristín, móðir Þórðar, föður Steins, föður Þórðar, föður Þórbergs rithöfundar, Steinþórs á Hala og Benedikta á Kálfafelli. Sá, sem fyrst- ur undirritar leikmanna, er Kristján, sonur Vigfúsar prests. Kristján þessi Vigfússon var um skeið settur sýslumaður í eystri hluta Skaftafellssýslu, þegar Jóni Helgasyni í Hoffelli var vikið frá embætti. Vann Kristján sér það lielzt tU frægðar á sínum sýslumannsferli að dæma ráðsmanninn að Felli í Suðusveit til dauða fyrir að eignast þrjú börn í meinrnn með húsmóður sinni, Rannveigu á Felli. Svo skemmtilega vill til, að sá, sem dauðadóminn hlaut, er einnig undir þessu skjali. Það er Svcinn Sveinsson, og hefur hann verið búinn að eignast fyrsta barnið með Rannveigu, þegar þeir rituðu nafn sitt á sama blaðið báðir, Kristján og hann. Sveinn var hinn mesti merkismaður, og eru niðjar lians margir kunnir. Sonardóttir hans var Oddný Sveinsdóttir, þekkt- ust undlr nafninu Oddný á Gerði, og hafa þeir bræður, Þórbergur og Steinþór, mjög frægt hennar nafn, kerling- arinnar, sem flutti menninguna í Suðursveit. Systir Oddnýjar var Rannveig, sem lengi bjó að Hofsnesi í Ör- æfum, móðir Einars, föður Borghildar, móður Einars Braga rithöfundar. Mun varla ofmælt, að annar hver Skaftfellingur sé kominn út af þcssum körlum, sem létu svo hressilega frá sér heyra, þótt þeir fylgi „hans hávelborinheita auðmjúkustu þénara“ kurteisi, sem tíðin krafði. ___ B. Auðmiúklcgust Pro Memoria. Að vier undirskrifaðir tökum oss þá diörfúng fyrir, að láta þessa vora auðmiúkustu umkvörtun, koma fyrir Hans Hávelborinheita náðuga yfirskoðun, orsakast af þeirri Islendsku svokallaðri Frý- höndlan, undir hverri vier getum nú ei leingur risið, vegna þess, að 1) Hier í Diúpavogs Kaupstað, er eingin riettkölluð Fríhöndlan af vorri hélfu, þar vier erum eins manns Höndlunar Máta undirgefn- ir, so hverninn sem hann vill við oss breita, þá kunnum vier ekki að umflýa, ne um að skifta, Hvers- vegna oss hefur oft forláugað, það hier vildi koma fleiri enn eitt Frí- höndlara Skip, einkanlegast um Sláturtímann, þá vier meigum ann- aðhvort giöra, að láta vorn Kaup- mann fella skepnur vorar eftir vild sinni, eður hrekia þær til baka aftur yfir stór vötn og vonda vegu, og þar á ofann að fara á mis við þá hluti (jafnvel þó dýrir og uppsettir sieu) er vier hreint ekki meigum án vera, hvað vorir forsjálu Frihöndlarar hafa gott beskyn á að færa sier í nyt. 2) Sú eldgamla íslandsvara púlssokkarn- ir, eru nú afskaffaðir til Höndlun- arinnar, með einu Skrifi frá Kaup- manni Busch, hvert Christjan Sohram hans asséstent hier við Höndlanina, lýsir sig nílega frá honum feingið hafa, ý hvers stað hann begiærir Vaðmél og band- hespur, vaðmálið 2 Siellandsálnir á breidd, einlitt, velþæft, velunnið og ofið, al. á 18 á 20 sk, Hespu- bandið 1 pd á 12 sk., sama fínara 1 pd á 16 sk., hvorutveggja so til búið að lit og verki, so ekkert verði að fundið, hvers vegna fá- tækur og sauðfár almúginn getur ei slíkar vörur haft sier til nockr- ar Hlítar, hvorki í Kaupstað, eður sínar Skuldir til innbyggiaranna. Hier fyrir utann mótseiga allir Skuldatakarar, að taka á móti nockrum Púlssockum, hvort helld- ur uppí Skatta, Tolla eða Tíundir, þar þetta er nú þessum, so vel sem hinum, aldeilis ógylld, og ó- útgeingileg vara, enn allt fyrir það, hafa þó ei Fátækir margir hveriir annað, er þeir án síns stórs Skaða missa kunna, so hinir hlióta þá annaðhvort þetta að hafa eður eckert, hvar við þó að Kyrkiur, Prestar og aðrir fleiri, taka ber- sínilega stórann Skaða. 3) Aungir Peningar hallda hier sínu náttúr- legu verði (sem siá má af innlögðu brefi) og þar hiá, er það ecki al- menningi í augum uppi, hveriu menn tapa hier fyrir, Ecki einung- is þá menn úttaka Skylldinga, hvað þá eftir þeim fyrsta Grund- velli (s: 12rd pcto, eður 8rd pcto) eiga með riettu að vera í avenant við úttekt sierírverrar Skylldinga tölu fyrir innann Rixdal, allt til 6 sk. og minna, helldur hvað yfir tekur, að menn meiga aungum fá aftur þessa peninga með sama verði og ecki Kaupmanni, þá hann aðeins er búinn að utlevera þá, Allt so kunna ecki hinir Fátæku að innkaupa þessa uppsettu pen- inga, og láta þá síðann uppi sínar Skuldir óuppsetta. 4) Taxtinn á þeim Islendsku og Dönsku vörum, 211 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.