Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Qupperneq 20
ummbreitist hier nocku'ö, árlega soleiðis, að jafnann hæckar pris- inn á þeirra, enn iæckar á vorum vörum: 1 pd einlit ull 7 sk.. sama mislit 5 á 6 sk 1 Lið járn lrd 16 sk. 1 lóðlína 42 sk, 1 q Tiara 4 sk. 1 N Eingelskt Tóbak 32 sk. Slíkur hinn sami, og ecki minni að sínu leitj er dírleiki Kramvörunn- ar, so sem þá ein mál af þeirri stærstu Sort kostar 1 sk., 1 alman- ak 4 sk., 1 bók fínn Pappír 24 sk. og so hvaðannað eftir sínu leiti. Alit so biðium vier auðmiúklegast Hans Háveiborinheit vilji hafa einhveria þá viðleitni, er Hans Há- velborinheit siá líklegasta til lag- færingar þessari vorri hart þreing- andi nauðsin. Vier forblívum í stærstu undirgefni Hávelborni Náðugi Hr. Stiftamtmann Hans Hávelborinheita auðmiúkustu þienarar Vigfús Benediktsson (prestur í Suðursveit) f námunda við þessl þeirra Suðursveitar- fjöll var kaupstaður bænda. Þar var löng- um þung verzlun. Suðursveit í Hornafyrði d. 21 Octo- br 1795 Christían Vigfússon Sigur'ður Guttorsson Guðmundur Brinjúlfsson Steinn Jonsson Hakon Jonsson Þorarinn Jonsson Jon Þorarihsson Ásgrímur Hallsson Sigurður Bjösson Sveinn Sveinsson Erlyndur Erlyndsson. ELÍAS MAR; Fjórar skrýtnar sögur Ekki alls fyrir löngu rakst ég á í fórum mínum aldarfjórðungs gamalt handrit, sem ætla mætti, að ég hefði fvrir löngu látið í glat- kistuna. Ég tók mig til og renndi augum yfir þessi gulnuðu blöð, ætlaði síðan að henda þeim. En þegar ég hafði lesið þau kom mér til hugar, að e.t.v. kynni einhverj- um að þykja þær sögur fO'rvitni- lega,r, sem á þau voru skráðar, frásagnir gamallar konu af dul- rænni. reynslu sinni, að vísu mjög takniarkaðri. Því hefur orðið úr, að ég. hef hremritað þetta gamla hand.rit mitt og sent Sunnudags- blaði Timans, svo til óbrevtt frá þess fyrstu gerð. „Amma min, Guðrún Jónsdóttir (nánar um Guðrúnu Jónsdóttur i Úrvali, jan. 1964) var fædd og upp alin að Hausastöðum í Garða- hverfi, dóttir Jóns Erlendssonar, sem þar bjó á 7. og 8. tugi síð- ustu aldar, og konu hans, Önnu Magnúsdótlur. Ég hef oftar en einu sinni heyrt hana segja sögur þær, sem hér fara á eftir, og þyk- ist ég muna þær rétt, enda þótt ég skrásetji þær ekki fyrr en um það bil tveim árum eftir að ég hevrði hana fara með þær síðast. Saga af Írafells-Móra. Þegar þetta gerðist mun Guð- rún hafa verið á áttunda ári (fædd 1863). Það var að sumri til og fólk allt við störf úti við. Guðrúnu hafði verið komið fyrir í vestari bænum, en á Hausastöðum var tví- býli. Þegar nokkuð var liðið á dag, var barninu leyft að fara þangað sem fólkið var að vinna, en það var ekki langt frá bænum, enda yfirleitt skammt bæja á milli í Garðahverfi. Hún mun hafa dval- izt mjög stutta stund hjá fólkinu og lagt af stað heim aftur án þess að henni væri fylgt. Á Hausastöðum hagar þannig til, að fyrir sunnan bæinn liggja traðir meðfram kálgarðsvegg hlöðnum úr grjóti, um þessar traðir var gengið þegar fara þurfti niður í fjöruna á sunnanverðu nes- inu. Nú gengur Guðrún litla upp þessar traðir á leið sinni heim, og er komin þangað sem verið var að kvísla brók. Heyrir hún þá, að ein- hver er fyrir aftan hana. Það er stigið þungt til' jarðar, og hún heyrir móðan andardrátt. Þegar hún ætlar að líta við, er tekið ut- an um hana þreklegum höndum og henni haldið fastri. Við þetta varð barnið lamað af 212 TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.