Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Síða 5
mjög kunnugir og oákomnir, sögðu tniéi? vol og skilmerkilega firá morg uni þessara norSurferða. Þar á nveðal nefndu þeir bæi þá, sem þeir höfðu verið leogst af á- Einar .fóhannesson Hansen var til dæm- is fimmitán sumur samifieytt á himu forna höfuðbóli, Víðidalstungu í Húnavatnssýslú .Þá sat Iþar enn hin fornfræga ætt, Vídalínarnir. Bóndi var þar þá Páll Vídalín, stúdent og aliþiogismaöuir. Einn sona hans var jón Vídaiín konsúll og var þá heúna að alast upp. tfrðu þeir, hann og Einar, miklír vinir, og héfet svo meðan báðir lifðu. Annar Crásögumanna minna var Ólafur Jónatansson, sem mörg ár var sam- verkamaður minn við Landsverzl- un íslands. Ólafur sagði mér einn- ig nokkuð frá þessum norðurferð- um fóik-s úr Hafnarfirði. Hann sagðist hafa verið allniörg sumur kauipamaður hjá Jósepi á Hjalla- iandi í Sveinsstaðahreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Þriðji maðurinn, Sigurður Magnússon frá Digranesi í Seltjamarneshreppi, sagði mér, að hann hefði verið nokkur sumur, é.g man ekki hve mörg, að Stóru- Gröf í Skagafirði. Bóndi þar þá hét, að ég ætla. Sigurjón, geysi- legur hugmaður og . hamhleypa. Sjáifur fór bóndi á milli, þegar flutt var heim af engjum, sem var. að mór skildist, nokkuð langt. Flutt var á mörgum, og vegur (heldur torsóttur. Svo mikil saigði Sigurður, að hugur bónda og á- framhald hafi verið, að á engjarn- ar rak hann ávallt lausa hestana með hundum. Á Norðurlandi bundu allir ka-rl- menn sátuna einir, en stúlka setti á reipi og var í rökunum. Sigurð- ur varð að hafa sig allan við að vera búinn að binda á lestina og jafna böggum, þegar lestin kom, og svo varð bindingarmaðuirinn að láta upp á móti þeirn, sem milli fór. En gott og skemmtilegt sagði Sigurður, að hefði verið í Stóru- Gröf. Fjórði og síðasti frásögumaður- inn, sem ég tel hér upp, var Hjálmar Guðmundsson að Þor- bötiustöðum í Grindavík. Hjálmar sagði mér, að hann hefði verið all- rnörg sumur kaupamaður hjá þeim merkilega bónda, Birni Ey- steinssyni, þegar hann bjó að Rétt- arhóli. Síðar fluttist Björn að Grímstungu, og var, að mig minnir, lengí við þann bæ kenndur. Fari ég hér eitthvað skakkt með, bið ég afsök'unar þar á. Hjálmar var hið m&sta miklil- og hraustmenni, hvort iheldur var ttl lands eða sjáv- ar, lengst af mikill og heppinn for- maður. Varla hefði Björn Eysteins- son haf't Hjálmiar lengi í sinni þiónustu, hefði hann ekki verið hefet nokkuð meira en meðalmað- ur. Sama má víst segja um alla þessa hérnefndu menn. Þeir voru allir af'bragðs heyskaparmenn, svo og til allria verka, hvort heldur til sjávar eða lands. Þótt hér skuli staðar nema, mætti fleira svona til telja, en það yrði of langt mál, enda ekki tilgangurinn að segja sögu emstak'ra mann-a. Margir bændur höfðu áður íyrr þann hátt á að mæ!a kaupa- mönnum sínum út vallardagsláttu í túni, og þessi eining talin að fornu mati eitt af meðalmanns- verkum, sem Ijúka átti á venju- legum vinnudegi, er þó mun þá hafa verið lengri en nú. Vemjulegia niiun V'allardagslátta í sléttu eða greiðfæru túni talin vera þrjátiu ferfaðmar, en nokkru meira á sanis konar engi. Blöndal telur í ortSabók sinni, að vallardagslátta hafi verið 8100 ferálnir, en á engi 14000 ferálnir. Kaup var þá al- mennt miðað við verðlagsskrá. Vlkukaup fullgilds karlmanns var tólf 'brónur eða i veir fjórðungar af smjöri, það er tíu kílógrömm, eða vætbarkind, það er kind, sem vóg áttatíu pund eða fjörutíu kíló- grömm Hfandi, og var ýmist tveggja vetra sauður eða geldær. Konur skyldu hafa hálft við karla. Einnig tóku margir sauðskinn og hrosshúðiir tii skinnklæðagerðar og eitthvað til skógerðar. Nokkrh- tóku afsliáttarhesta, en um verðlag á þeim veit ég ekki. Flestir bænd- ur munu hafa goldið eitthvað í peningum eftir getu og samkomu- lagi. Ég minnist þess frá æsku og ungHingsárum mínum, er ég var staddur á götu eða „plássum11 Hafnarfjarðar í þann mund, er fólk var almennt aö fara í kaupa- vinnu, að þá fóru oft um götuna hópatr af ríðandi fólki, körlum og konum. Allt þetta fólk kom sunn- an að, og hélt þangað, sem vegur lá til Reykjavíkur, þótt ekkert af þessu fólki ætlaði þangað. Ég spurði í fyrsta skipti, sem ég sá þessa hópa, hvaða fólik þetta væri og hvent það væri að fara, og mér var svarað, að þebba væri fóik sunn- an með sjó og af Suðu ’nösjum og væri að fara í heyskaparvte*« á Norðurland — það væri kaupa- fólk. Langflestir hóparnir höfðU einn eða tvo hesta undir trússum eftir stæfð. Á þessum hestum voru tjöld, nesti fólksins og annar nauð- synjafarangur. Allir fóru hópar þessir um götuna á hægum lesta- gangi. í þessum hópum voru gjarnað- arlegast 8—14 manns, stundum færri, stöku sinnum fleiri. Þetta var fólk úr ákveðnum byggðar- lögum, sem margt ætlaði á Mkar slóðir, og fefðatími mun oft- ast hafa veríð kríngum tólftu og þrettándu helgi sumars. Eibt virt- ist nokkuð sameiginleg um klæðn að karimanna að neðan, einkum hinna rosbnari: Allflestir voru þeir klæddir í hvítar, nýjar buxur úr striga, „strigabuxur“. Þessar bux- ur voru úr mjög þéttum, en ebki æði þykkum seglasbriga, og voru svo til vatnsheldar, enda voru þetta einu hlífðarfötin Olíuborimi fatn- aður var þá lítt þekktur hér. Að ofan voiu margir í svörtum eða gráum vaðmáisfrabka og duggara- peysu innan undir. Konur voru all- ar í reiðfötum og virtust allmjög klæddar. Stöku barlmaður var í „s'kinnhaldi“ og skinnsokkum, en flestir eða allir munu hafa haft þá méðferðis til að vera í á blautum engjum. Þá voru ekki komin gúmmístígvél eða skór. Þeir, sem lengst að komu sunnan að. tjöld- uðu oft fyrst í Hraunsholti eða á Arnarnesmýrum. Næsti áfanga- staðuir var venjulega Seljadalur í Mosfellssveit. Þar sló oft mörgUim hópuni saman, og áttu þeir eftir það langa samleið. Flestiir Suður- nesjamenn munu hafa átt hesta sína sjálfir eða húsbændur þeiira — jafnvel nokkrir Hafnifiirðingar át-tu hesta til þessara ferða. Þeir, sem ekki áttu hesta, fengu þá á leigu, og var almennt gjald fyrir þá tíu krónur um sumarið. Hesta sína fékk fólk að hafa í högum bónda þess, sem það var hjá, Var sú hagaganga greidd með því, að húsbóndinn mátti taka þá undir heyband, ef á lá. Af Álft'anesi og úr Garðahverfi fór alLmargt fólk norður, einkum af Álfibanesti. Á þeim árurn var Álftanesið mjög þéttbýlt, sextíu til sjötíu bæir, og fjöldinn tómthúsmenn eða sem næst því. Þá, sem úr þessum pláss- um fóru, urðu Hafnfirðingar ekki varir við, þar eð flestir fóru inn Garðahoit eða Gálgahraun. T í M I N N — SUNNUDAGS8LAB 269

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.