Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 17
— Það lánaði í veginn. Þett-a þótti alveg furðulegt — að fá veg um Jökulclalimn. Sumir héldu, að ó- gerlegt væri að vega hann. — Fólk hefur verið efnað þar? — Öðru nær. Það átti engan eyiri, nema gamla fólkið. Þetta var á kreppuárunum — gættu að því. Mitt í hörðustu kreppunni. Held- urðu, að það hafi verið hátt, verð- ið á ditkakjötinu þá? Mig minnir, að gömul kona legði fram helm- inginn — gömul vinnukona, sem aldrei hafði gifzt, systir Þorvalds í Hjarðarh'aiga. Nei — það var ekfci af því, að það ætti mikið af pen- ingum á Jökuldainum, síður en svo. Þaö var öðru vísi, þegar ég var strákur. Þá áttu þar. flestir bændur peninga — margir voru stórrikir og sátu á gulli. — Frá Englendingum? — Fi*á Englendingum. Fengnu fyriir sauði. Það þurfti ekki svo mikið að brúka peninga þá, fólkið líka samhaldssamt. Menn geymdu þá í sokfcbolum. Þetta voru stór- bændur allt saman, þegar ég man fyrst eftir, kóngar í rí'ki síinu. — Svo byrjaði vegagerðin með þessa lánspenimga? — Ég byrjaði ótrauðuir, og þetta mjakaðist áfram — jú-jú. Vegua- inn lengdist ár frá áiri, og seinast stóðuim við í Námaskairði og sáum yfir Mývatnssveitina. Þá var hjörn- inn unninn. — Ekki hefur Þá verið komin brú á Jökulsá þar efra? — Nei-nei. Yfir hana varð að fana á ferju. Ég fainn brúarstæðið. Það var búið að rífast um það, og menm höfðu helzt augastað á brú- airstæði uppi við Möðrudal. Þar hefði brúin að vísu orðið stutt, en Vieginn hefði þá orðið að leggja yfir hraunkafla, tuttugu kílómetra breiðan. Hagnaðurinn hefði étizt upp og meira til —þar að auki hætta á, að áin bryti sér farveg utan við brúna. Svo kom Geir Zoega einu sinni og bað mig að huga að heppilegu brúairstæði. Ég gerði það, og svo sagði ég: Þarna á brúin að vera. Og þar varð hún. —Víðar heíur þú vegað fyrir austam? — Miklui víðar: Ég gerði til dæmis veginn í Hrafnkeisdal. Og veginn yfir í Njarðvik. Og áður en ég fór að auatan var ég búinn að velja vegarstæði yfir Héllis- beiöi milli Jökulsárhlíðar og Vopna fjarðar. Við mældum fyrir þvi, Sveinn K. Sveinssoin og ég. En bíð- um nú við: Ég verð að segja þér af því, þegaf ég kom að brúnni á Jökul’Sá á Dal hjá Hjarðarhaga. Þetta var járngrindabrú, skal ég segja þér, og við gerðum han-a á landi. Hún átti að koma þar, sem gamli kláfurinn var, og mér hafði hugkvæmzt að draga hana yfir ána á kláfvírunum. Fyrir þessu var ilia spáð, og Þorvaldur í Hjarðarhaga kom til okkar um morguininn. „Ég ætfa að horfa á, þegar þið missið hana í ána,“ sagði hanm. En ég var búinn að reikna dæmið, hve mikill hluti af heildarþunga brúarinnar rnyndi hvíla á vírunum. Eftir rúma kiukkustund vorum við foúnir að draga brúna yfir. Litlu síðar kom Sveinn K. Sveinssom til þess að stjórna smíði brúar hjá Brú. Hon- um þótti þetta líka kraftaverk, v erkf r æ ðin g num. — Átt þú ekki eitthvað í veg- inum yfir Oddsskarð? — Já, vegurinn um Oddsskarð. Það er sá þjóðvegur, sem hæst liggur, og búið að kveða upp þann úrskurð, að þar væri ókleift að gera veg. Oddsskarð — það var mesta ævintýri. Búið var að gera vegairnefnu út í Breiðuvík og um Dysjasfcarð ofan í Viðfjörð. Þaðan átti svo að ganga ferja til Nes- kaupsstaðar, mesta vandræðafyrir- tæki. Imgvar Pálmason hringdi til min og spurði, hvort ég vildi ekki Itia á Oddsskarð og bað mig að koroa til móts við sig uppi á fjall- inu á sunnudegi, sem hann tiltók. Ég fór til Eskifjarðar og gisti þgr (jj* iagði svo á fjiallið á sunnudags- morguninn. Um háde’gi'Sbilið hitti ég svo Ingvar og bæjairstjórann í Neskaupstað, sem hanin hafði með sér. Þá var ég búinn að merkja allar beygjur á hugsaniegu veg- arstæði að suinmian verðu — reisti upp steina eða hlóð smávörður. Á sainxa hátt markaði ég leiðina ofan til aö norðan verðu. Ég taldi sem sé ekki frágangssök að koma þarna vegi. Jngvar spurði mig svo, áður en við skildum: „Má ég bera þig fyrir því, að hægt sé að gera veg um Oddsskarð?" Og ég játaði því: Það héldi ég. Um hausbið kom ég til Reykja- víkuir, og daginn eftir h’ringdi Geir Zoega og spyr: „Er það rétt, Eimar, senx haft er eftiir þér um veg unx Oddssfcarð.“ Mér varð um og ó, því að ég fann, áð í spurning- unni fólst ásökun um fljótræði. Og ég hafði ekki haft nTeðferðis nein mæJitæki. Samt gat ég ekki annað en játað þessu Upp í Odds- skarð gengur gil, og það var þetta gil, sem olli því, að vegagerð hafði verið taiin þar ókleif. Og nú spurði Geir: „Hvað urn gilið?“ Ég sagðist fara uban við það. Um vox*ið var óg aftur staddur í skrifstofu vegamálastjóra, og þá hriingir Eysteinn, Eysteinn Jónsson og er að ámálga. að vegarstæðið verði mælt.. Og ég heyri undix væng, að hann vill. að Árni Snævan verði látinn mæla það. Hanne: Arnórsson var sem sé búinm at telja ógerlegt að vega Oddsskarð Zoega vildi þó sijálfur ráða, hvern- ig hann' skipti v-erkum með mönn- um sínum, og viku eftir að ég kom austur gen’g ég fram á Hann- es á Eskifirði. Við vorum gamal- kunnuigiir, því að harnn var krakki að alast upp á Hesti, þegar ég var Hvanneyri, svo að ég spyr glað- hl'akkailega: „Ertu kominn til þess að mæla veginn um Oddsskarð?“ Einni eða tveimur vikum seinna hitti ég hann aftur á Eskifirði. Þá gekkst hann þá við því, að liklega væri skarðið ekki óvegandi. Og það vair að nxestu leyti farið eftir steinunum, sem ég reisti — alveg að sunnan verðu. En ekki kunnu mér allir þakkir fyrir þetta basl mitt. Sumarið eftir átti ég að niæla fyrir vegi úr Viðfirði út á Barðann. Bændurnir þar út frá voru fyrir á fyrsta bænuni, seni ég kom á, og skömnxuðu nxig blóðugum skömm- um. Þeim fannst 0ddsskarðsvegur- inn tikæði við sig. Þar sannaðist, að erfitt er að gera svo öllum líki — Þú hefuir farið austur nxeð fjölskylduna, þegar þú gerðxst verk stjóri þar? — Nei, ekki fyrst. En svo varð ég yfirvei'kstjóri, og þá varð ég að hafa búsetu fyrir austan. Ég settist að á Reyðarfirði — það árið 1945. Á sumrin hafði ég bækistöð mína við Lagarfljótsbrú. Það var mið- svæðis og fljótlegt að bregða sér hvert sem var um héraðið. Þegar ég gerðist of gamall til þess að gegna þessu starfi, sem óneitan- lega er talsvert erilsamt, fluttist ég til Reykjavíkur. Flokksstjórarn- ir fyrir austan kvöddu með veizlu er ég fór í. Enn sfarfaðá ég þó um skeið hjá vegamálastjórn- innd, og eixn átti fyrir mér að liggja að læra verk, senx ég haíði ekki fengizt við fyrr. Sá, senx saiunxað hafði tjöld handa vegagerðinni, E3I«it Sehranx seglasnumairi, bað um aðstoðarmann, og ég varð fyr- T í M 1 N N — StJNNUBAGSBLAÐ 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.