Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 6
Kaupafólk af SuðurTandi, sem til Norðurlands æfclalði, fór ekki allt eina leið. ÞaS valt á því, hvert fólkið ætlaði. Þeir, sem ætluðu í Strandasýslu og vestar eða Húna- vatnssýslu vestri, fór um Borgar- fjörð og Holtavörðuheiði. Það var nefnt „að fara byggðir“. Þeir, sem æbluðu í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjörð eða norðar, ef ein- hverjir voru, fóru um SeljadaT, MosfeH'Sheiði, stöku sinnum fyrir Ok, einkum þó á heimleið, en aðr- ir og fleiri f'óru um Þingvöll og Kaldadal að Kalmanstungu og síð- an Arnarvatnsheiði. Eftir það gáfcu leiðir nokkuð skipzt. Þetta var kallað „að fara fjöll‘„ Ég get ekki lýst þessum leiðum nánar — tiT þess þekki ég þær ekki nógu vel. En í þessu sam- bandí langar mig aðeins að geta um, hvernig margir hinna ís- lenzku fjallvega voru varðaðir. Vörður meðfram vegum voru mönnium, sem yfir fjöllin fóru, til leiðbeiningar og leiðréttingar — Ijóislausir vitar heiða og fjalla. Þessir ljóslausu vitar hafa eflaust mörgu mannslífinu bjargað, og þeir miðluðu mönnum þeirri vissu, að Iþeir væru á réttri leið. Nú hafa flestar þessar vörður lokið sínu hlutvenki. Þeirra mun ekki leng- ur iþörf, og þær hverfa því smám samia-n aftur til jarðarinnar. Og þótt vörður þessar hafi á umliðn- um öldum bjargað nokkrum mannslífum, munu þeir smámunir niú flestum gleymdir — koma tím- anum ekki lengur við. Á mör-gum fjallvegum mun ein varða ha-fa verið öðrum nokkuð hærri, allavega nokk-ru stærri um sig en aðnar og voru einkum á hærri og þá áberandi stöðum. Þetta voru hi-nar svonefndu beina- keirlingar. Eig þessara kerlin-ga var á Kaldadal. Um hana segir Jón Trausti, rithöfundur og skáld, í ferðasögum sín-um, sjá Ritsafn hans VII. bindi, bls. 81: „Á endanum á dálitlu hæðar- dnagi, sem gengur suður og vest- ur af Hrúðurkörlum, stendur hin lan-dfræga beinakerling“. Og svo segir Jón: „Ekki ætla ég að særa næmar tilfinndnga-r nokkurs manns með beinakerli-ngarvísum, þótt ég efist mjög um, að siðferði manna sé þei-m mun betra nú en áður sem tepruskapurin-n e-r meiri“. Og enn segir Jón, að ekk- ert íslenzkt skáld hafi fa-rið svo um Kaldadal á umliðn-um öldum, að ekki hafi það stungið stöku að bei-nakeirlingunni. Vörður þær, sem þetta nafn hlutu, voru þannig, að stungið var í holur á milli steina í hleðslu þeirra stóirgripaleggjum, en tekið hlassið af efiri enda leggjarins. Beinakerlingin varð að bréfhirð- ingarstað þeirra, sem þam-a áttu leið um, og hinir hvítnuðu stór- gripaleggir, svo og holu-r kerling- annia, voru pósfchólfin — senni- lega þau fyrstu og frumstæðustu hér á landi, og munu þau ævaforn, í leikriti sínu Skuggasveini, læt- ur höfundurinn, Matibhdias Joeh- umsson, annan stúdeuitinu segja um leið og hann tekur úr vörð- unni legg, sem hann stakk vísu í: „Þessa ginn-hvítu hnútu hafa ef- laust sveinar Jóns Arasonar brot- ið til mergjar og látið í vörðu þessa“ . Jón Trausti, segir um þennan aldagamla sið: „Fyrst á 20. öldinni hefur það lagzt nið- ur, éf siðurinn er aldauða“. Þótt Jón Trausti, það er Guðmundur Magnússon, geti ekki hór hins sunnlenzka kaupafólks, sem hann sjálfur mnn lítdð hafa þekkt, ut- an þá aöeins af afspurn, þá tel- ur hann, að lokið sé að mestu kveðskap beinakerlingatímans í þann mund, sem kaupavinnuferðir fólks frá Suðurlandi til Norður- lands lögðust niður. Jón Trausti segir ennfremur: „Margar eru stökurnaæ smeTlnar og sumar svo fínar, að en-ginn hneykslast á að heyra þær. Sumir eru svo góðir að leggja vesaiings beinakerlinganni til mannlegar tilfinningar“. Og kemur svo með vísu þessa: Katmansfunga — einhver frægastí gistlstaður landsins I margar aldir. 270 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.