Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Blaðsíða 15
■ Einar og Guðbjörg og bezta gjöfin, sem þeim hefur hlotnazt om dagana: Dæturnar niu. ist á þetta, dettur mér í hug, þeg- ar ég fór í fyrsta skipti til Seyðis- fjaröar. Þá var ég tíu ára, og við fórum ganganði yfir fjallið, sem ekki er nú neitt stofugólf. Seyðis- fjörður var þá mestur umsvifabær á Austfjörðum og talinn mikill hefðarstaður. Mér þótti margt skrítið, sem bar fyrir augu mín. Með'al annars varð mér starsýnt á mann, sem staulaðist þar skjögr- andi meðfiram garðgrindum. Mér fanimst framferði m'anmsins allt fuirðulegt og með miklum ólíkind- um og fór að spyrja, hver þetta væri. Mér var sagt, að þetta væri sýslumaðurinn, Einar Thorlacius, enginn hóf-smiaður við flöskuna og varð enda að láta af emb- ætti um þetta leyti. Um hann k vað eimhver þessa vísu: Einlægt skeUfur Einar minn ein,s og strá í vindi, einhver mesti auminginn undir Býhólstindi. — Eitthvað kanntu fleina? — Ég kann margar vísur eftir Þjóðsagna-Fúsa, hann Sigfús Sig- fússon. Það var karl hjá okkur í Fellunum, Jóhann sndkkari, sem margir köliuðu Jóhann snikk í dag legu tali. Hann var sigldur hand- verksmaður, en á hálfgerðum hrak hólum, anzi s'kemmtilegur karl að mörgu leyti .Ég held, að það hafi verið sonur hans, gullnemd frá Klondyke, sem var í Fellunum um tímia og gekk með gullmola á sér — ég heyrði, að hann hefði seinna gerzt rakari. — Jæja, einu siimni var Jóhann sni'kk að kljást við Fúsa, sem var allra manna upp stökkastur, svo að ekki mátti orð- inu halla. í þessu orðaskaki varð Fúsa þetta á munni: Varaðu þig, veslings Jói, veröldin er sem lymskur spói með klækina allt í kring um þig. En þú ert eins og önnur uglá innan um miklu kænni fugla. Þeir munu ríða þig á slig. — Orti Sigfús mikið? — Já, heilmikið. Nú dettur mér í hug kersknisvísa, sem ha.nn orti um Runólf Bjarmason á Hafrafelli. Hiann var skemmtilegur maður og vel greindur, og kvenfólkið kunni vel návist hans. Hanin var aðal- maðurimn þarna í Fellunum. En vísia Fúsa — hún var upphaflega svona: Þó vanti þig bæði vit oig þrek, vaxa muntu af hinu, að þú ert eins lags apótek, ætlað kvenfólkinu. Runka þótti vísan hvorki vin samleg né makleg og hafði orð á þvi við Fúsa, að sér kæmi undar- lega fyrir sjénir, að hann skyldi vera að gera skammavísu um sig, Fúsi bað hamn að lofa sér að heyra þessa vísu. Runki kurnni liana og hafði hana yfii. Þá sagði Fúsi: „Hún var ekki svona, vísan, sem ég gerði “ Síðan hélt hann áfram og fór með vís- una eins og hamn vildi láta, að hún ætti að vera: Þó vanti þig hvorki vit né þrek, vaxa muntu af hinu, að þú ert eins lags apótek, ætlað kvenfólkinu. Þessari gerð undi Runki vel, og heilar sættir tókust með þeim Fúsa. Já — Runólfur, þetta var atorkukarl og stórbóndi. — Var mikið af stórbændum á Héraði? — Þar var engimn kallaður bóndi, sem átti minna en þrjú hundruð fjár. Jafnvel vinnumenn áttu upp í fimmtíu kindur. Karl- arnir hjá honum Halldóri á Klaustrd, einhverjum auðugasta bóndainum, voru stórríkir menn. Þeir áttu fjörutíu og fimmtíu kind- ur og þess ufcan hesta. Og peninga. Þess vegna varð ég hissa, þegar ég T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 279

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.