Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Page 8
Andi fjailsins leiddi hann í þetta hús. SAGA AF LAUGARFJALLI Á íslandi ern allmörg fjöll, sem nefnast Helgafell— eigi færri en átta. Það er að vísu ekki fullgild sönnun 'þess, að helgi hafi verið lögð á þau öl. En kunnugt er, að svo va.r að minnstá kosti um eitt þeirra, Helgafell í Helgafellssveit. Þór- ólfur Mostrarskegg, frændur haas og niðjar margir, trúðu því, að þeir dæju í felíið. AM- mörg fjallanöfn önmur kynnu að benda til þess, að helgi hafi verið á þeim, og víða munu fjöil hafa verið bústaðir land- vætta. Það felst í nafni eins og Ármannsfell. Á slíka staði hafa fornmenn sennilega oft leitað, þegair þeir vildu skoða hug sinn eða ráða ráðum sánoim, er mikið lá við. En fleiri hafa leitað einveru fjöllum en fornmenn, er til ss kom að taka örlagaríka ákvörðurr Séra Magnús Helgasón var unaður spakur að viti, hugsjóna htaður og göfugmenni. Hann Vflr lengi framan af ævi prest- ur á Torfastöðum í Biskuos- tungum, í næstu sveit við bernskuhaga sína. Þar var hann enn árið 1904, meira en hálf- fimmtugur orðinn, og mun vel hafa unað högum, elskaður og virtuir af öllum, er hann átti saman við að sælda. Sumarið 1904 varð Jóhannes Sigfússon, er lengi hafði verið kennari í Flensborgarskóla í H aí n arf i rði, mennt a skól ake n n- ari í Reykjavík. Föstudagi-nn 5.' ágúst bar gest að garði á Torfa- stöðum — sama dagin-n og al- hirt var túnið á prestsetrinu. Þ-ar va.r kominn skólastjórinn i Flensborg, Jón Þórarinsson. Erindi hans va-r ekki það eitt að ríða urn fagrar sveitir og hitt-a að máli vitra menn og væna. Hann var komimn til þess að biðja séra Magnús að hætta prestskap og gerast kennari. Séra Magnús bað um viku- frest til umhugsunair. Daginn eftir fylgdi hanri Jóni að Geysi og messaði degi síðar í Hauka- dal. Prá Gey&i er skamrnt á Laug- arfjall, Þega.r séra Magnús hafði kvaitt Jóm skólastjóra, tók mjög að sækja á hann, hversu h<ann fikyildi vikjast við þeim tilmæl- uim, ea til hans hafði verið beint. Va-rð honuun það fyrir að ganga á Laugarfjall, þar sem hann settist niður í kyrrð og einveru og hugsaði ráð sitt. Þegar hann stóð upp, hafði hann ráðið við sig að stíga hiÁ örlagaríka spor: Hætta prestskap og gerast skóia kennari. Það var ekki nein óráðan, sem andi fjallsins blés séra Magnúsi í brjóst. Ákvörðun hans varð til þess, að hann varð fyrsti skólastjóri kennara- skólans í Reykjavík, er hanm var sitofinaður. Þar eignaðist Is- iand einn farsælasta og ástsæl- ast-a uppeldisfrömuð sinn og skólamann. Séra Magnús Helgason. 272 T í M I N N — SUNNUDA6SBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.