Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Qupperneq 2
BREF TIL BJARGAR
Uim hríð hefur verið til um-
ræðu,‘ hvernig rétta megi hag
rithöfunda í landinu og gera
þeim kleift að sinna köllun sinni
af fullri alúð. Sjálf gera rithöf-
undasamtökin harða hríð að
stjórnarvöldum landsins um
þessar mundir, svo sem eðlilegt
er og sjálfsagt, og hafa komið
fram ýmsar tillögur, er stefna
að því marki að sjá hag rithöf-
unda borgið.
Allir, sem fást við að semja
bækur, standa auðvitað í þakk-
arskuld við þá, er leggja sig
fram um að finna viðunandi
lausn á þessu máli. Um hitt
er ekki svo mjög að sakast, þótt
í uppihafi kunni að vera á sum-
um þessara hugmynda nokkrir
vankantar, sem sníða þyrfti af,
áður en þær eru lögfestar eða
bundnar samningum. Slikt er
ekki óeðílilegt um frumsmíð.
Það er ein þessara tillagna, að
ríkið kaupi handa bókasöfnum
í landinu fimm hundruð eintök
af ölilum skáldsögum, ljóðabók-
um og barnabókum, er koma út
eftir menn, sem eru í öðru
hinna tveggja rithöfundafélaga,
er til eru í landinu. Að sjálf-
sögðu væri það umtalsverður
stuðningur við rithöfunda, ef
obbinn af því fé, er þannig yrði
varið, rynni til þeirra. En á
þessum hugmyndum eru nokkr-
ir agnúar, eins og þeim var
fyrst varpað framn, er gert geta
framkvæimdina hæpna og jafn-
vel hlálega.
í fyrsta lagi felst í þessu
þvingun. Til kunna að vera sér-
lundaðir rithöfundar, sem ekki
kæra sig um að vera í rithöf-
undafélaginu öðru hvoru, og
þeim yrði í framkvæmd búin
miklu verri kjör en öðrum stall-
bræðrum þeirra. Við fordæm-
um harðræði, sem höfð eru í
frammi við rithöfunda í öðrum
löndum, og okkur samir illa að
neyða menn í dilka með þessum
hætti.
í öðru lagi kynnu rithöfunda-
fólögin sjálf að komast í krapp-
an sjó. Skyndilega yrði gífur-
legur munur á hagnaðarvonum
rithöfujida, eftir því hvort þeir
væru fólagsbundnir eða ekki,
og fast yrði því sótt á að kom-
ast í félögin. Þau yrðu að fella
dóm yfir afkomuvonum manna,
og gæti slíkt hæglega leitt til
leiðinlegra átaka. Jafnvel gæti
í það bJandazt ágreiningur um
bókmenntastefnu, stjórnmál og
margt annað, því að vild og
hyggja geta leitt rithöfunda á
villigötur rétt eins og aðra
menn. Til slíks er óhyggilegt að
stofna, ef finna mætti aðra leið.
Rithöfundafélögin ættu ekki að
bera vítisvél inn í sínar eigin
herbúðir í trausti þess, að ekki
verði sprenging.
í þriðja lagi yrði skipting
bóka á milli flokka, styrktra og
óstyrktra, fyrirsjáanlega svo
hláleg, að andúð hlyti að valda.
Hefðu slíkar reglur, sem gert er
ráð fyrir í tillögunni, verið í
gildi síðustu áratugi, hefði ævi-
saga séra Árna Þórarinssonar,
Saga Eldeyjar-Hjalta, íslenzk
menning og Áfangar Sigurðar
Nordals og Landið okkar og
Mannraunir Pálma Hannessonar
lent utan garðs, en ríkisfé ver-
ið varið til þess að kaupa fimm
hundruð eintök af öðrum sam-
tímabókum, sem allir sjá og
skilja, að fjarstæða er að nefna
í sömu andrá og þessi rit — út-
valningin engu stutt nema van-
hugsuðum dilkadrætti. Ég kin-
oka mér að vísu við að nefna
ákveðin dærni um slíkar bæk-
ur, sem broslegt hefði verið að
taka fram yfir öndvegisrit,
enda getur hver og einn fundið
þau án leiðbeininga af minni
hálfu.
Enginn mun dirfast að neita
því, að þessar bækur þeirra
Þórbergs, Hagalíns, Sigurðar
Nordals og Pálma, hefðu átt er-
indi í bókasöfn landsmanna og
höfundar þeirra verið góðs mak-
legir fyrir þessi verk sín, jafn-
vel umfram þorra annarra, sem
við ritstörf fengust samtímis
þeim.
Þetta má ekki skilja svo, að
ég sé að leitast við að hafa
neitt af neinum. Ég er aðeins
að benda á smíðagalla, sem
þarf að ráða bót á. Þvá að þess-
ar hugmyndir um aukinn stuðn-
ing við rithöfunda eru ekki
fram komnar til þess eins að
bæta hag einstakra manna, þótt
það geti líka verið réttmætt,
heldur ekki síður til að efla
íslenakt menningarlíf.
J. H.
HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU
•fc Kristbjörn Hatliðason á Birnustöðum á Skeiðum andaðist síðast-
liðinn vetur. Hann var fimmtán barna faðir, mjög fjölhæfur verkmaður
og frábær sláttumaður. Það var í frásögur fært, og þótti vel til fundið,
að orfið, sem hafði leikið honum svo léft í höndum, var bundið ofan
á kistuna og látið fylgja honum i gröfina.
•fc í Kalmanstungu má enn sjá úti forn liey, hin elztu allt að
tuttugu ára og mosagróin orðin. Hey úr þessum gömlu desj-
um var efnagreint fyrir skömmu, og kom þá í ljós, að það
hafði furðulítið tapað sér.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ