Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Page 4
VS spjallar um bókmenntir
SALTKORN í MOLD
Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli er eitt ágætasta Ijóð-
skáld okkar, í senn sannur, djúpskyggn og listfengur. Hann
hefur á bak við sig frjóa og þróttmikla menningarerfð. Hvít-
ársíðan, þar sem hann hefur alið aldur sinn nær allan, er ein af
fegurstu og seiðmögnuðustu sveitum landsins, og fyrir því
höfum við orð kunnugra, að þarna í uppsveitum Borgarf jarð-
ar hafi á einu skeiði gerzt dramantískari atburðir á leiksviði
★
Þegar við höfum lokið við að
lesa einhverja regiulega góða bók,
verða viðhrögð okkar stundum á
þann veg, að okkur þykir sem
varla verði um bætt. Það getur
jafnvel kveðið svo rammt að þessu,
að okkur finnist höfundurinn allur
til okkar kominn, ef frá bonum
hafa komið nokkrar mjög góðar
bækur, þar sem leikið er á sömu
eða svipaða strengi tilfinningalífs-
ins.
Þetta viðhorf held ég að hafi
dálítið verið farið að gera vart við
sig hjá sumum aðdáendum Guð-
mundar Böðvarssonar hér á árun-
um, og reyndar ekki alveg að
ástæðulausu. Kvæði hans höfðu
yfirleitt verið alvarlegs eðlis, jafn-
vel tregablandin. Og meira en það.
Það er einmitt þessi ljúfsári tregi,
sem öðru fremur gefur þeim það
undarlega sterka seiðmagn, sem
þau búa yfir. Það var því nokk-
ur vorkunn, þótt sumum væri far-
ið að detta í hug, að iítillar gam-
ansemi muni að vænta úr þeirri
átt-
En svo gerist það allt í einu og
ókunnugum að óvöru, að skáldið
kveður alla slíka sleggjudóma nið-
ur, vel og rækilega. Það var árið
1962. Þá kom út fyrra bindi bókar
hans, Saltkorn í miold, og þar kveð-
ur nú heldur betur við nýjan tón,
áður öþekktan í bókum höfundar:
Gaman og glens, leiftrandi og geisl
andi, já meira að segja spriklandi
galsi. Hér var svo sannarlega kom-
in ný 'hlið á þessum ágæta höf-
undi, og maður svalg kvæðin,
þangað tii að maður kunni bókina
utan að, spjaldanna á milli (enda
er hún raunar ekki þykk). Fyrir
þá, sem enn hafa ekki kynnzt þess-
ari bók, skal hér vikið að henni
ofurlítii nánar.
í eftinmála fyrra bindis segir
höfundurinn frá fyrstu drögunum
til þessara yrkinga. Faðir skálds-
ins var mikill fræðaþulur og stál-
minnugur:
Orðbrögð og atferli manna
endalaust kunni hann. .. •
mannlífsins en víSast annars staðar.
Og hann sagði drengjunum sín-
844
T 1 M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ