Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Síða 14
áttræðan, og þar ©r Eítóðal annars þessi vísa: Lengi var ég þjónrinn þinn, þú varst settur herra minn og áttir þar á himnum vist þér vísa. Ég reyndi þá — og raunar enn — réyndi að ganga í takt við menn, sem góða vöru og guð sinn lofa og prísa. Svo veiktist ég af brjósthimnu- bólgu og varð að hætta verzlunar- störfum. Næstu sumur var ég svo hjá frænku minni í Grindavík. En háfjallaloftið læknaði mig. Þannig var, að Ferðafélag íslands var þá m_|3 þrjá skála — í Hvítárnesi, Kerlingarfjöllum og á Hveravöll- um. Halldór Jónasson frá Hraun- túni í Þingvallasveit, fornbók- sali, sá um viðhald á skálunum. Bæði var, að hann var orðinn nokkuð aldurhniginn og svo átti að taka upp aukna þjónustu við ferðamenn, svo sem bensínsölu. Ég var því ráðinn sem aðstoðar- maður hans. Ég heiltaðist af há- le?dUog fjallaloftið bætti heils- \ U- t)5an hef ég ejns og flestir, sa ti inn á hálendið hafa komið, far- ið þangað eins oft og tækifæri hafa verið til. _ — í hvaða tilefni' er kvæðið Áning ort? — Það var vegna þessara ferða okkar Halldórs. Bílinn bilaði við Ölfnsá, og þar urðum við að bíða í tvo daga. Úti sat eg, útlendingur, við Ölfusá, ferðlúinn og ferðbúinn. Taldi mína tíu fingur og tuggði strá. Síðast í sama kvæði er ég á Hveravöllum og minnist Hölu. Heyrði eg ihjarta slá Mjómvillt í fjötrum undir hörpuskel Hveravala. Umliðnir endurfundir urðu að sælli þrá: Hvar ert þú, hugljúfa Halla? Nú, svo hef ég farið utan og þar varð ég fyrir miklum áhrifum. Undrunin var mikl, því að þarna opnaðist nýr heimur. Fyrsta ferð- in var sérstaklega áhrifarík Þá fór ég til Sfcotlands og þaðan suð- ur England og yfir til Frakklands. Þar sá ég aumari hliðar mannlfs- ins en ég hafði áður séð — hugsa sér til dæmis betlarana: Barnakrans á biki ports, Blakkaporfcs. Manni gefa monning, manni. Á hinn bóginn sá ég líka hall- irnar, sem hlaðizt hafa upp á liðn- urai öldum: Kóng eftir kóng kynslóðir unnu við upphleðslu af sér Mfið. Milljónir, billjónir múrsteina, máske trilljónir trilljóna. Tel þá ekki. Annars er öll bókin Turnar við torg ort um þessar ferðir. — Hvers vegna fórstu tl Kefla- víkur? — Þegar ég var toksins orðmn góður af brjósfchimnubólgunni, sótti ég um rnargar sfcöður hér i Reykjavík, en fékk ekkert að gera. Þá bauðst mér skrifstofustarf hjá útgerðarmanni í Keflavík. Ég tók starfið, og seinna rak ég bókabúð Kvðld viö Keflavíkurhöfn. Hér ríklr hugWær, sem líklegur er til þess að orka á skáld. •54 T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.