Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Síða 18
arárunum í Tröllaíangu fer séra
Björn svofeMdum orðum: „í far-
dögum 1813 losnaði jörðin Kirkju-
ból hér í sveit. Brauzt ég þangaö,
þó að prófasti (sr. fljalta á Stað,
vígslubróður sr. Björns, en engum
vini, að ég hygg) óviljuigum, þar
mér óviðkvæmilegt virtist, að mín
ir gömlu góðu fóreldrar rýma
fkyldu, en mér var ekki í Trólla-
tungu lengur lífvænt í sömu kring-
uimstæðum. Þá voru hjá mér á
Kirkjubóli hér um seytján manns
í heimili, með munaðarlausu barni,
sem við tókuim hálfisanánaðar gam
att og ólum upp til fullorðins ald-
urs og gáfum rúm og kúgiidi, eins
og okkar eigin börnum tólf, sem
ÖH voru lifandi, þegar hvert eftir
annað frá oklkur fóru smám sam-
an. Þó á Kirkjubóli væri örðugt
að undirhalda fjöliskyldu þessa, var
þó sá munurinn, að mjólkurráð
voru meiri, svo nær ég þurfti, sem
oft bar við, eitthvað til aðdrátta, þá
var eigi að óttaist fyrir, að fólk
mitt yrði á meðan hunguraiorða ,þó
vesalt væri lífið þess á millum“.
Þegar séra Björn hafði búið
fimm ár á Kirkjubóli, fflutti hann
aftur að Tröllatungu vorið 1818,
og tólk þá við allri jörðinni. Haust-
ið áður hafði móðdr hans andazt,
hætti séra Hjálirmar þá búskap, og
dó ári síðar, vorið 1819. Þegar sr.
Bjöm tók við staðnum 1799, voru
hús öH næsta hrörleg, eins og fyrr
er að vikið, og skiljanlega höfðu
þau enn lasnazt í tuttugu ár, sem
síðan voru liðin, þar eð sóra Björn
átti nóg með að afla viðurværis
fvrir sig og sína, þótt eigi legði
hann fé til endurbóta húsanna. A.ð
vísu var hann ekki einbirni, en
féklk þó nokkurn arf eftir foreldra
sína, sem voru vel fjáð. Þegar
hann nú var setztar að á staðnum
í arnnað sinn, segist hann hafa var-
ið megiiihluta arfsins til endur-
byggingar húsanna, bæði utan og
innan og svo kirkjunnar.
V.
Vorið 1827 vígðist Jón (f. 1796),
sonur séra Björns, aðstoðarprest-
ur föður síns. Bjuggu þeir feðgar
svo saman í Tröllatungu í tíu ár,
unz séra Jón andaðist 11.
dag febrúarmánaðar 1838, með all-
sviplegum hætti. Hafði hann mess-
að þann dag á annexíunni Felli í
Kollafirði, og var þá heilbrigður að
sjá. En á heimleiðinni i fylgd með
mági sínum, Tómasi Jónssyni og
systar sinni Herdisi, sem var kona
Tómasar, dró svo mátt úr fótum
hans, að ne-ma varð staðar og leggj
ast fyrir, þar sem heitir Dranga-
vík, á milli Hlíðar og KoHafjarð
arness.
Tók Tómas hann þá á bak sér
og bar hann um hríð, en Herdís
hljóp heim að Kollafjarðarnesi eft-
ir mannhjálp. Komu og brátt
menn þaðan með voð og báru
prest heim í fjórum skautum. Fer
tvennum sögum af því, hvort hann
væri andaður þá þegar eða ekki.
Segja sumir að svo væri en aðrir,
að hann kæmist til bæjar með lífs-
marki, og skildi við litlu síðar Séra
Jóni er svo lýst, að hann hafi ver-
ið llítil maður vexti, smágerður í
andliti, Ijós yfirlitum og bjartur á
hár. Starfsamur og harðger, einarð-
ur og skörulegur predikari. Gædd-
ur háum og snjöllum söngrómi,
eins og öll systkin hans. Vínhneigð
ur um of og átti meðfram þess
vegna jafnan erfiðan búskaparhag.
Kona séra Jóns Björnssonar hét
Guðrún og var Jónsdóttir, bónda í
Engidal við Skutulsfjörð. Hafði sr.
Jón verið við verzlunarstörf á ísa
firði um hríð, áður en hann vígð-
ist og kvongaðist þar vestra Börn
þeirra voru fimm, sem til aldurs
komust, og hið yngsta aðeins fárra
vikna gamalt, er faðir þess dó.
Nöfn barnanna voru bessi: Guð-
björg, Hjálmar, Björn, Margrét og
Elín. Langtum of mikið mál vrði
að segja hér, að nokkru ráði, fró
afkomendum þessara barna, en um
allmarga þeirra iná fræðast
af hinni gagnmerku bók séra Jóns
Guðnasonar um Strandamenn, á
árabilinu 1703—1953, Lauslega
skal þó minnzt á fáeina þeirra, sem
fjarlægastir eru i tímanum.
1. Guðbjörg. Hún giftist Jóni
Jónssyni frá Bassastöðum í Stein-
grímisfirði. Eitt meðal barna beirra
var hinn nafnkunni Jón Strand-
fjeld, sem ýmsir köUuðu Jón Bassa.
eftir fæðingarstað hans, Bassastöð-
um. Ég heyrði haft eftir Jóni, þeg-
ar hann var spurður hvernig stæði
á þessu Strandfjeldsnafni, að hann
hefði svarað: „Að heita Jón Jóns
son það er eins og hundur hunds-
son.“ Þeir, sem mundu Jón ungan
sögðu, að á þeim dögum hefði
hann verið mesti myndarmaður,
vel gefinn og vel metinn af ölhvm,
þótt síðar á ævinni yrði hann flæk
ingur og utangarðsmaður í veröld-
inni, er endaði líf sitt sem niður-
setningur á fæðingarsveit sinni.
Margt m<á hafa valdið þeim ömur
leika, en að líkinduim hefur
drykkjuskaparóregla verið snar
þáttur í þeim öriögum.
2. Hjálmar. Hann kvæntist Sig-
ríði dóttur séra Halldórs,
sem prestur var í Tröllatungu
næst eftir séra Björn. Þeirra syn-
ir voru Halldór í Skeljavík og á
Tindi í Miðdal, og Guðjón bóndi í
Heiðarbæ.
3. Björn, Kona hans var S'gríð-
ur Bjarnadóttir prests í Garpsdal,
Eggertssonar prests í Stafholtl,
Bjarnasonar landlæknis, Pálsson-
ar. Synir þeirra, Björns og Sigríð-
ar, voru Tungugrafarbræður, Guð
björn og Jón, sem báðir voru iag-
lega hagmæltir, einku-m Gúöbjörn.
Hið sama má og segja um frænda
þeirra, Guðjón bónda í Heiðarbæ.
Meðal annars, sem Guðbjörn orti
var gáta, er víða ffla-ug og mun
hafa birzt á prenti einhvers stað-
ar, þótt ég m-uni nú ekki hvar.
En þetta er upphafið:
„Fór ég að finna frændur mína
sólardaginn í sultardyrum."
4. Margrét. Hennar maður hét
Jón Bjarnason, ættaður sunnan úr
Reykhólasveit, að ég ætla. Þau
bjuggu lengi í Hlíðarseli, fornri
hjáleigu frá TröHatungu. Meðal
barna þeirra var Guðjón, síðar
bóndi í Múla í Gilsfirði, og Valdi
mar Bjarni, sem litla hríð bjó á
Hamri í KoUafirði, en var annars
oftast í húsmennsku, bæði inni í
Hrútafirði og víðar. S-onur hans var
Jón, kennari á Eskifirði og síðar
í Reykjavík.
Valdimar var sérlega vel hag-
mæltur, eins og þeir frændur fleiri
einkum á græskulausa gamanbragi,
að ég hygg. Er hinn mesti skaði
að, ef yrkingar hans hafa allar far-
ið í glatkistuna, sem mér er óó
raunar alveg ókunnugt um. Ég
minnist þess, að á björtum degi
fyrir réttum 50 árum, vorið 1919
urðum við Valdimar samferða, á
strandsiglingaskipinu Sterling, frá
Hólimavík og inn á Borðeyri. Þegar
hann vissi deili á mér, kannaðist
hann strax við skyldleikann, sem
þó var ekki mjög náinn, og sagði
mér í því sambandi margt, sem
ég hef nú að mestu eða öllu
gleymt. Valdiimar var þá á sextugs-
aldri og kom mér fyrir. sjónir sem
mikiH skýrleiksma'ður, glaðlyndur,
gamansamur og fyndinn.
Því er verr, að ekki kann ég
neitt af skáldskap Vaidimars, utan
358
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ