Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Page 21
sean þá gat bjargað honum, var ibei'ðni til keisarans um náðun. Fað ir minn sagði imér, að hann hefði þó hafnað náðunarbeiðninni. Þannig stóðu málin, þegar ég sat við vinnu í skrifstofu minni morg- nn einn og fangelsispresturinn boð aði komu sína. Þetta var gamall, virðulegur prestur, mikill mannþekkjari og vanur að umgangast alls konar glæpahyski. Mér virtist hann vera í vand- ræðum, ruglaður og kvíðinn. Þeg- ar við höfðum talað saman í nokkr ar mínútur um einskisverða hluti, reis hann allt í einu á fætur og sagði: — Ef Moiron verður hálshöggv- inn, herra ríkissaksóknari, þá haf- ið þér lótið lífláta saklausan mann. Síðan fór hann án þess að kveðja. Orð hans höfðu djúp áhr'f á mig. Hann hafði sagt þetta hát;ð- lega og innilega — í viðleitni sinni til þess að bjarga lífi manns, hafði (hann næstum rofið þagnareiðinn. Klukkustundu síðar var ég á leið til Parísar. Ég ræddi við föður minn og eftir samtalið bað hann um áheyrn hjá keisaranum mér til handa. Ég fékk tíma næsta dag. Okk- ur var vísað inn í litla dagstofu, þar _sem hans hátign sat við skrift- ir. Ég sagði frá máli Moirons, og var að þvi kominn að segja frá heimsókn prestsins, þegar dyrnar fyrir aftan keisarann opnuðust og keisarafrúin, sem hélt að keisar- inn væri einn, kom inn. Napóleon spurði hana ráða. Þegar hún hafði heyrt alla málavöxtu, hrópaði hún: — Það verður að náða þennan mann, það má ekki taka hann af lífi, hann er saklaus. Hvers vegna fyllti þessi ósjálf- ráða sannfæring þessarar góðu konu hug minn hræðilegum efa? Hingað til hafði ég óskað þess innilega, að fá dóminn mildaðan. En nú læddist að mér sá grunur, að ég væri hafður að fífli af út- smognum glæpamanni, sem hafði notað prest og skriftamál sem sína síðustu vörn. Ég lét í ljós áhyggjur mínar við hans hátign. Keisarinn virtist hik- andi. Meðfædd góðsemi hans hvatti hann til náðunar, en hann var líka hræddur um, að forhertur Lmtur ætlaði að nota hann til þess að bjarga sér. En keisarafrúin, sem var sannfærð um, að presturinn T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ hefði farið eftir tilvísun frá æðri Völdum, endurtók: — Það skiptir ekki máli. Við verðum fremur að sýkna sekan en Mfláta saklausan. Hún vann, og líflátsdómnum var breytt í ævilanga þrælkunarvinnu Nokkrum árum seinna frétti ég, að í fangelsinu í Toulon hefði hegðun Moirons verið til slikrar fyrirmyndar, að athygli keisarans var beint að honum á ný. Hann hefði fengið þjónustustöðu hjá for stjóra ríkisfangelsisins. Því næst frétti ég ekkert af hon- um í langan tíma. Svo var það sumardag einn um hádegisbilið fyrir tveim árum, þeg ar ég dvaldist hjá frænda mínum, Larielle, sem bjó í Lille, að ég fékk þau skilaboð, að_ ungur pre.-í- ur vildi finna mig. Ég bauð hon- um inn og hann sárbændi mig um að koma með sér til deyjandi manns, sem vildi endilega hitta mig. Þess konar tilmæli bárust mér oft á löngum starfsferli mínum í embætti ríkissaksóknara, og jafn- vel nú, þegar ég hafði dregið mig í hlé frá störfum, var ég öðru hverju* beðinn að koma, þegar svipað stóð á. Þess vegna fór ég með prestin- um, sem leiddi mig inn í lítið og fátæklegt' herbergi undir súð í vinnuskála. Þar fann ég mann, sem var að dauða kominn. Hann hálfsat uppi til að geta dregið andann. Hann var líkastur beinagrind, og hitagljái í sokknum augum. Þegar hann sá mig, umlaði í honum: — Þekkið þér mig ekki aftur? — Nei. — Ég er Moiron. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og ég spurði: — Kennarinn? — Já. — Hvernig hafið þér komizt hingað? — Það væri of langt mál að segja frá þvi. . . Ég er að deyja . . . Presturinn þarna var sendur til mín . . .og þegar ég fékk að vita, að þér væruð hér í bænum, bað ég hann að sækja þig. . . Fyr- ir þér einum vil ég skrifta. .þér björguðuð lífi mínu . . .þá. Með krampakenndum rykk]um kreisti hann hálminn með höndun um Siðan hélt hann áfram með lágri, ákafri röddu: — Takið vel eftir. . . Þér eig’ð skilið að fá að heyra sannleikann . . .og það skuluð þér Mka fá. þvi að ég verð að segja þetta einhverj- um áður en ég dey. Það var ég, sem myrti börnin . . .öll börnin. . . Það var ég. . . Ég gerði það til aðhefna mín. Ég hafði alltaf verið heiðarleg- ur maður . .hreinn og beinn . . . ég bað til guðs — hins góða guðs — það er að segja þess guðs, sem kennir okkur að elska — ekki hins fláráða guðs, böðulsins, þjófsins, morðingjans, sem stjórnar jörðinni. Ég hafði aldrei gert neitt illt, aldrei unnið öðrum mein. Ég var saklaus eins og nýfætt barn, herra ríkissaksóknari. Ég kvæntist, eignaðist börn, elsk aði þau — enginn faðir hefur elsk- að börnin sín meira en ég gerði. Ég elskaði þau meira en allt ann- að. Þau dóu, öll þrjú. Hvers vegna’ Hvers vegna? Hvað hafði ég gert’ Ég komst í uppnám, og allt í einu opnuðust augu mín: Mér skildist, að guð væri vondur. Hvers vegna hafði hann drepið börnin mín? Þá' sá ég, að guð naut þess að deyða. Það er yfirleitt hið eina, sem harm kærir sig um. Hann gefur líf, að- eins til að taka það aftur. Guð er fjöldamorðingi. A hverjum degi verður hann að deyða. Hann drep- ur með ýmsum aðferðum til þess að skemmta sér sem bezt. Það er hann, sem hefur fundið upp sjúk- dórna og slys, bara til þess að stytta' sér stundir. Og ef honum leiðist samt sem áður, þá á hann eftir allar farsóttirnar. svartadauða, kól- eru, bólusótt og ég veit ekk; hvað;- sem þessi ófreskja hefur fundiði upp. En þetta er honurn ekki nógv farsóttirnar líkjast hverri annarri! of mikið. Þess vegna stofnar hann til styrjalda öðru hverju, svo að hann sjái hundruð þúsunda af her mönnum liggja dauða eða særða á vígvöllunum, ötuð blóði og saur — menn með afrifna handleggi og fætur, höfuðin tætt og sundurskot- in og flakandi eins og egg, sem| maður hefur misst niður. Þetta er ekki allt. Hann hefur líka skapað mannætur. Og af þvi! að mannfólkið er, þrátt fyrir alit, betra en hann, hefur hann skapað dýr tii að sjá mennina veiða þau, drepa, og síðan hafa þau til mat ar. Þetta er ekki allt. Hann hefur skapað fjölda smádýra, sem lifa aðeins einn dag, flugurnar sem drepast í milljörðum, maurana, sem eru troðnir niður, og margt 861

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.