Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Side 2
BRÉF TIL BJARGAR
Fyrir nokkrum vikum sagði
prestur við mig eftirminnilega
setningu: Ef gengið verður af
djöflinum dauðum, fer hinn
sömu leiðina. Allt hefur tvo
póla, sagði hann, og fær ekki
staðizt án þess, trúarbrögðin
ekki fremur en annað.
Þetta rökræði ég ékki. Hitt
höfum við fyrir augunum í okk-
ar skynjanlega heimi og áþreif-
anlegu tilveru, að sífellt er verið
að ala og fita djöfla, — magna
þá og gera sem hræðilegasta,
til þess að hefja annað goð
hærra á stall. Þetta gerist að
meira eða minna lejdi í hinum
smæstu samfélögum, og þetta
gerist í taflinu um máttinn og
dýrðina í veröldinni. Kalda stríð-
ið, sem svo hefur verið nefnt,
var siík uppmögnun djöfulsins,
til þess gerð að slá ljóma á guð-
inn og treysta virki hans. Við
þekkjum þetta frá okkar hlið,
frá sjónarhæðum hins svo-
nefnda lýðræðis, en engin
skynsamleg ástæða er til þess
að ætla, að þetta horfi svo mjög
við á annan veg frá hinum
pólnum.
Þegar djöfullinn er orðinn
nógu ægilegur, þarf guðinn ekki
að vera neinn engill. Hann er
heilagur samt. Hann getur leyft
sér að vera grimmur, ranglátur
og miskunnarlaus, og sú gern
ingahríð, sem á skellur, þegar
geittoéðninum hefur verið veif-
að nógu lengi, knýr hann jafn-
vel til þess. Og þeir, sem á hann
trúa, verða að dansa með, klappa
öllu lof í lófa, leggja hönd á
plóg, meðvitandi eða ómeðvit-
andi, nauðugir, ef ekki viljugir.
Fyrir nokkrum hundruðum
ára toafði kristin kirkja gert
djöful sinn að ægilegum óvini,
sem alls staðar hafði klær sínar
úti — jafnraunverulegan nátt-
úruöflunum. Gegn slíkum óvini
varð að berjast. Grimmdin og
mannvonzka var hið óhjákvæmi-
lega svar. Milljónir manna tróðu
dansinn kring um gálgana og
galdrabálin og pyndingarklef-
ana. Þeir gerðu það í nafni hins
góða guðs, og þess verður ekki
vart, að þeim hafi fundizt at-
ferli sitt slá neinum fölskva á
ljóma hans, síður en svo. .
Enn lifa trúarbrögð af þessu
tagi í mesta gengi. Munurinn er
sá einn, að þeir eiga sér báðir
ríki af þessum heimi, guðinn
og andskotinn. Djöfullinn er
ekki málaður lengur á kirkju-
hvelfingar, heldur á síður dag-
blaða og myndflöt sjónvarps.
Það er svo sem sjálfsagt mál,
að íslenzkir menn eru reiðubún-
ir til þess að vitna með sínum
guði og Iofa órannsakanlegan
vísdóm hans, og hafi hann tii
dæmis dundað við að myrða
varnarlitla og frumstæða þjóð
í svo sem áratug, þá er það af
þvá, að hann er bara að berjast
gegn þeim vonda.
Eins og áður í mannkynssög-
unni verður heilbrigð skynsemi
og eðlilegt mat á verknaði að
víkja um set fyrir þjónusiu-
seminni við svo blendna día,
að þeir geta verið guðinn eða
andskotinn að vild, allt eftir því
hvernig hlutverkaskiptingin er
þá og þar. Með þessum hætti
verður allt gott og loflegt, ef
réttur flugnahöfðingi er að
verki eða hans legátar, því að
tiltæki þeirra eru hafin yfir allt
siðrænt mat.
J. H.
HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU
f síðasta hefH Náttúrufræðingsins skýrir Guttormur Sigbjarnar-
son frá rannsóknum sinum á jarðvegseyðingu á Haukadalsheiði.
Rannsóknarsvæðið er um 250 ferkílómetrar og mun allt hafa
verlð gróið á landnámsöld, nema um tuttugu ferkilómetrar og
jarðvegsbykkt verlð um einn metrl. Guttormur telur jarðvegs-
eyðinguna þar hafa orðið um 270 milijónir teningsmetra — 245
þúsund teningsmetra á ári. Nú er þetta svæði mjög illa farið,
og þó heldur eyðingin áfram. Á ári hverju frá upphafi fslands-
byggðar hafa vindur og vatn flutt burt um tvö hundruð þúsund
teningsmetra, því að dálítill hluti jarðvegs þess ,sem upp blés,
hefur ekki borizt út af svæðinu. Þaðan hafa með öðrum orðum
um átta hundruð teningsmetrar jarðvegs horfið burt af hverjum
ferkílómetra tll jafnaðar á árl. — Svlpuð saga hefur gerzt víða
um lanti.
^ lceiand, baatkm of the North, heltir ferðabók, sem kom út árið
1952. í henni er svo sagt, að rabarbarí vaxi á torfþökum húsa ó
Biönduósl. Höfundur þessarar bókar er bandarísk kona, Agnes
Rothery.
866
ItHINN — SUNNVDAGSBLAÐ