Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Side 4
4 Snorrastytta Vigelands á skólahlaSinu í Reykholtl. Horfði Snorri sjálfur einhvern tíma niður Reykholtsdalinn með þessum haetti, er hann hugleiddi, hversu lýsa skyldi örlagaþrungnum orðaskiptum Bergþóru og 'Hallgerðar í veizlunni á Bergþórshvoli? Eða var Njála kannski fullsköpuð að kalla fyrir hans daga? •ur fae ég ekki séð, að þeir tilburð- ir, sem hafðir hafa verið uppi til ieitar á höfundum, hafj skilað við- blítandi árangri. Ég fæ ekki séð, að í nokkru tilviki hafi verið lögð fram rök, sem nálgist það að vera fullnægjandi sönnun- Um þetta verður ekki sakazt, höfundar ís- lendingasagna eru væntanlega glat aðir fyrir fullt og allt, enda er hitt meira virði, að verk þeirra lifi — og þarf vist nokkuð til, að svo verði enn um langa framtíð En hitt má telja öllu ámælis- verðara, hvernig höfundanna hef- ur verið leitað. Ég fæ ekki betur séð en oftast hafi leitin farið þann- ig fram, að leitandanum hafi dott- ið í hug einhver, sem ekki var úti- lokað, að gæti verið höfundur ein- hverrar sögu og byggt síðan lsit sína á því að draga fram allt, sem hugsanlega styddi það, að hann væri höfundurinn, en hafnað öllu því, sem á móti mælti, og það ekKi síður, þótt mótrökin væru fleiri og veigameiri. Þetta er auðveld leið, að draga fram tíu rök, sem gætu, hnigið í eina átt, en láta sem hundrað rök, sem stefna í aðra átt, séu ekki til, eða í bezta falli að afgreiða þau sem markleysu og að engu hafandi. í fornum íslenzkum fræðum er ekki gerlegt að hafna einu einasta orði, sem skrifað hefur verið. Til þessa höfum við enga þekkingu, og munum aldrei hafa, því að þekk ingin liggur í þessum fræðum sjálf um, og hana er ekki annars stað- ar að finna. Hins vegar getur ver- ið nauðsynlegt að kanna, bvernig það vill til, þegar eitt virðist reka sig á annars horn, og finna á því viðhlítandi skýringar. Það er veWc- efni norrænna fræða. Það eru til dæmis slök fræði að láta eins og f'ormálabrot Sturlungu sé ekki til, I. Síðustu árin eða áratugina hef- iur verið lagt á það nokkurt kapp að hafa uppi á höfundum íslend- ingasagna. Ritarar þeirra sagna Ihöfðu ekki til siðs að skrifa nöfn sín við verk sín, enda ekki útkljáð mál, hvort þeir hafi getað talið •sögurnar sín eigin verk eða þeir rituðu einungis upp sögur, sem í meginatriðum gengu áður munn- lega frá manni til manns. En þar sem þeirri skoðun hefur vaxið fylgi, að sögurnar séu að mestu leyti skáldskapur og þar með verk eins manns hver saga, er það ekki óeðlilegt, að farið sé að svipast urn eftir höfundum þeirra. En því inið ARNI BENEDIKTSSON: LEITIN AÐ HÖFUNDI NJÁLU 868 TÍtllNN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.