Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Page 6
er ekki útilokað, að í þróuðu sagna
þjóðfélagi, eins og íslenzka þjóð-
félagið hefur vafalítið verið, hafi
frásagnir lifað lengur í trúverðug-
um frásagnarhætti, eina eða tvær
kynslóðir að auki. En reynist þessi
slál eins mikilvæg og hér er látið
að liggja, gætu þau haft úrslita-
áhrif um niðurstöður um ritunar-
tíma íslendingasagna, og væri það
þess vert að rannsaka þau nánar.
m.
Ari fróði ritaði fyrstur manna
að norrænu rnáli, segir í alþekktri
heimild. Við höfum enga mögu-
leika til að vefengja eina einustu
heimild frá tólftu eða þretté.ndu
öld. Þar sem heimildum virðist
ekki bera saman, getur eins ver-
ið, að okkur skorti skilning, og er
það verkefni fræða að grafast fyr-
ir um þann skilning, að heimild-
irnar falli saman. Ofanritaða heim
ild þarf ekki að vefengja, en það
getur verið nauðsynlegt að hug-
leiða, hvernig rétt er að álykta út
frá henni.
Ari fróði hefur væntanlega ekki
farið að rita á norrænu máii fyrr
en fulilorðinn maður í kringum ár-
ið 1100. Fræðimönnum heCur að
vonum þótt það tortryggilegt, að
fyrst sé ritað á norrænu máli um
1100, en mikilvæg og sérstæð
sagnaritun hefjist aðeins nokkrum
árum eða áratugum síðar, og hefur
það verið notað sem röksemd fyr-
ir því, að ritun íslendingasagna
hafi ekki hafizt fyrr en löngu síð-
ar.
Ari fróði ritaði fyrstur manna
að norrænu máli. Þessi setning seg
ir tvennt: í fyrsta lagi, að Ari
fróði hafi fyrstur manna ritað á
norrænu máli og í öðru lagi, að
hér hafi áður verið ritað á öðru
máli. Gengið hefur verið út frá
því, að það mál hafi verið latína
og hún hafi verið rituð af örfáum
iærðum mönnum, sem hér voru
til fyrir og um daga Ara fróða.
Þetta þarf ebki að vera réttur
skilningur. Það er vitað mál, að
meðal frumbyggjia landsins var
fjöldi íra. írar voru bókmenntuð
þjóð löngu fyrir daga íslandsbyggð
ar. Það er næsta líklegt, að írar
hafi flutt með sér bókmenntastarf
og viðhaldið því eftir komu sína
hingað. Þjóðabrotin, sem byggðu
ísland, runnu tfltölulega fljótt sam
an. Þrælahald hverfur. Þegar ír-
ar öðlast meiri rétt í þjóðfélaginu,
öðlast þeir jafnframt tækifæri til
870
þess að leggja meiri stund á bók-
menntaarf sinn, og það er næsta
líklegt, að þeir hafi gert það Venju
legast er það svo, að mikil afrek
spretta af miklum átökum. Þegar
háþróaður, írskur bókmenntaandi
og rík norræn víkingslund renna
saman, má búast við nokkrum tíð-
indum. Ef til vill er þarna að
finna skýringu á því, að nér í til-
tölulega einangruðu þjóðfélagi úti
í reginihafi vex upp menningar-
starf, sem e'kki á sinn líka á þeim
tímum og lengi síðan. Það gæti
verið, að Ari fróði hafi einungis
komið fram á sjónarsviðið, þegar
jarðvegurinp var að fullu undir-
búinn, norræni kynstofninn tilbú-
inn að taka við írskum bókmennta
arfi og skila honum áfram á nor-
rænni tungu.
Ef til vill hníga ummæ’i Ara
fróða sjálfs að þessu. Þau urnmæli
að hnekkja þeim áburði, að íslend-
ingar væru af þrælum komnir. Sá,
sem vill hnekkja þvi, sem haldið
er fram, með vopnum, tekur sér
vopn í hönd. Sá, sem vill hnekkja
þvi, sem sækir á, með penna, tek-
ur sér penna í hönd. Þurc'ti nor-
ræni kynstofninn á íslandi á nor-
rænum bókmenntum að halda
vegna þess, að ,,þrælabókmennt-
ir“ voru að ná tökum á þjóðinni?
IV.
Hér að framan hefur verið reynt
að sýna fram á, að ennþá hafi ekki
farið fram nægar undanstöðurann
sóknir á fslendingasögum, til þess
að unnt sé að fullyrða endan^ega,
hvenær þær eru ritaðar. Á með-
an svo er, sér s-á, sem þetta ritar,
ekki ástæðu til að hafa aðra skoð-
un á því, en gilt hefur um aldir
og engan veginn hefur verið
hnekkt ennþá, að fslendingasögur
séu yfirleitt ritaðar á tólftu öld.
Einnig, að það sé undir hælinn
lagt, hvort unnt er að finna höf-
und að einstökum sögum. Við
þekkjum ekki nema örfá nöfn
þeirra manna, sem rituðu á þeim
tíma. Nöfn langflestra munum við
aldrel vita. Það væri þvi alger til-
viljun, ef við hittum á að eigna
réttum höfundi rétta sögu. En
samt er haldið áfram að reyna að
finna höfunda, og er það í sjálfu
sér saklaust, sé það gert með hald
bærum rökum, og má svo sem
vera, að einhvern tímann finníst
nokkurn veginn óyggjandi rök fyr
ir höfundi einhverrar sögu, þó að
harla ólíklegt sé.
Nú síðast hefur þvi verið hald-
ið fram, að Snorri Sturluson sé
höfundur Njálu. Þau rök, sem
færð voru fram því til sönnunar,
voru þessi: f fyrsta lagi, að Njála
sé mesta snilldarverkið frá þess-
urn tt’ma, Snorri mesti snillingur-
inn og þetta fcvennt hljóti að fara
saman. I öðru lagi, að staðþekking
og áttatáknanir í Njáli bendi til
þess, að hún sé rituð í Borgar-
firði og sérstaklega bent á, að í
Sögunni segi „suður í Laugames
og Engey“. í þriðja lagi, að Kol-
beins unga sé þannig getið í Njálu,
að líklegt sé, að Snorri hafi þar
um f jailað.
Ég leyfi mér að rekja þessi atr-
iði nokkru nánar.
V.
Færum röksemdina um rnesta
snilldarverkið og mesta snilling-
inn til þess tíma, sem við nú lif-
um á. Halldór Kiljan Laxness er
mesti snillingur sagnagerðar þess-
arar aldar. Hann hefur bréf upp
á það, og einnig mun það skoðun
mikils fjölda manna, sennilega
meirihluta þjóðarinnar — þeirra,
sem mynda sér skoðun um þá
hluti. Engu að síður er það skoð-
un mín og fjölmargra annarra, að
Fjallkirkjan sé mesta snilldarverk-
ið. Með öðrum orðum: Halldór
Kiljan Laxness er höfundur Fjall-
kirkjunnar. Ef til vill er Ferðin,
sem aldrei var farin, mesta snilld-
arverkið á gerð styttri sagna. E'kki
er Halldór Kiljan Laxness höfund-
ur þeirrar sögu eða hvað?
En aldrei verður óyggjandi úr því
skorið, hvað er mesta snilldarverk
ið. Það er smekksatriði, og smekk-
ur manna er breytilegur sem bet-
ur fer. Það mundi væntanlega vefj
ast fyrir mörgum að tilnefna það
ritverk, sem hann teldi bera hæst
á þessari öld, og yrðu mörg verk
tilnefnd, ef margir ættu um að
fjaMa. Einnig yrðu val á bezta höf-
undi ek-ki samhljóða, og þarf eng-
an veginn að fara saman, að sá,
sem yrði útnefndur bezti höfund-
urinn, hefði einnig samið það verk,
sem flestir yrðu sannmála um, að
væri bezt. Kenningin fær þvi ekki
staðizt.
Snorri Sturluson hefur verið
tilnefndur mestur snillingur fornr
ar sagnagerðar — þeirra, sem við
þekkjum nöfn á. Þeir höfundar.
sem enginn veit nöfn á, hafa af
eðlilegum ástæðum aldrei verið til
nefndir og verða aldrei tilnefnd-
TlHlNN - SUWUÐAGSBLAD