Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 11
Præsten Magnus satte sig op at ride Vandíundinn mun sá íslendingur, sem ekki kannast við þennan kvið'ing, þótt fáfenglegur sé: Séra Magnús settist upp á Skjóna, sá var ekki líkur neinum dóna: Hann var glaður. hátt aktaður v höfðingsmaður. Honum ber að þjóna. Magnús Stephensen sneri vísunni á dönsku, og var hún • þá á þessa leið: Præsten Magnus satte sig op at ride, han var ingen Dompap, maa I vide: Han var mægtig, stor og prægtig, tyk og vægtig. Derpá kan I lide. ið í þennan leiðangur. Upp- sprettu þegar deiluaðilar og kíf- uðu um, hvort afgreiða skyldi skipið eða ekki Urðu þær lyktir, að lagafrumvarp um heimild til kaupa á öllum farminum var lagt fyrir þing þjóðarinnar og sam- þykkt og slegið við það tækifæri hraðamet í afgreiðslu lagaákvæð is, enda þingheimur langþjálfaðui orðinn í að veita sjálfum sér ai'- brigði frá þingsköpum. Var farm urinn keyptur fyrir ríkisfé og sett ur upp markaður í nýju tollskýli við höfnina, þar sem fólki af borgarsvæðinu var boðið að kynna sér vöruna. Nánari t'ynr mæli voru sett um forréttinda hópa, samkvæmt þörfum hvers og eins. En hluti af birgðunum var seldur út á land. Enn var rætt af mikiLli ákefð, hvort hinir opin beru aðilar hefðu ekki gert rangt með því að kaupa skipsfarm hinna bandarísku kaupsýslumanna, en bíða ekki hins Ásakanir komu ó- hjákvæmilega fram um, að dulin hagsmunatengsl væru milli stjórn- araðila og kaupsýslumanna. En landsmenn almennt fögnuðu þess ari lausn ug flykktust til markaðs- ins ^amkvæmt leiðbeiningum, sem þeir fengu um fjölmiðlunar- tæki þjóðarinnar. Á markaðin- um í tollbúðinni voru hárkollur af öllum mögulegum stærðum og gerðum: Tízkuhárkoilur fyrir stúlkur, sem bættu upp skamman endingartíma með fögru útliti, hárkollur með grátt í vöngum fyr- ir miðaldra kaupsýslumenn, síðar og úfnar fyrir uppreisnargjarna unglinga, snortustu skrúflokkar fyrir litlar hnátur og hrokkin kollar fyrir drengi. Verðinu var mjög í fióf stillt, þar sem kaup- geta almennings var ekki of mik il. Og láglaunafólk fékk meira að segja sínar hárkoilur ókeypis, þótt hitt kæmi að vísu á móti, að það hlaut að taka við þeim, sem að því voru réttar. Einnig þeir, sem harðast höfðu mótmælt, keyptu hárkollur á markaðinum og vildu ekki fyrir eina saman vandiiætingu sína ganga sköllótt ir innan um svo hárprútt fólk. Og þeir, sem höfðu verið sköllóttir áður, gripu tækifærið, þegar notk- un hárkolla var orðin svona al geng og huldu á sér skallann með þykku, líflegu hári, tízkulega greiddu. Loks var ekki lengur til sköllóttur maður í öllu landinu. Fól'k var mismunandi lengi að venjast hárkollunum: Eldra fólk og ungviðið stytzt, og settar voru upp reglur um, á hvaða aldurs stigi skyldi tekið til við að venja ungbörn við bárbolluna, þegar ljóst varð, að ekki eitt einasta hár dafnaði á höfði þeirra frekar en á höfðum annarra landsmanna Gamla fóikið átti ekki örð- ugra með að sætta sig við hár- kollurnar en við gervitennur sín ar. Miðaldra menn aftur á móci bölvuðu mjög þessu tíldri og voru lengi fyrir framan spegilinn, þeg ar aðrir sáu ekki til, að samhæfa fyrri svipfestu hárinu. Umrótið hægðist fyrr en varði, því að hér voru allir undir sömu sök seldir. Fólk bar saman hárkollur sínar upphátt og í hljóði, breytti um greiðslur, einstöku höfðu skipti. Sú skoðun kom upp og varð að lokum ofan á, að umskiptin hefðu verið til hins betra. í þessu efni hefðu menn af náttúrunnar hendi ekkert valfrelsi. Þeir menn til dæmis, sem fæddir voru skrúf- hærðir, höfðu jafnan orðið að vera það 'alla sína tíð. Og nú þurfti enginn krakki eða ungling ur að þola stríðni fyrir að vera rauðhærður. Engin sbúlka grét sig lengur í svefn af óánægju yfir hári sínu. Og margir aðrir kostir voru taldir upp. Þeir, sem vjru bæði bjartsýnir og víðsýnir, sögðu meira að segja, að hér væri á ferð- inni enn eitt dæmið um yfirburði mannsins yfir náttúruna og aukið frelsi frá lögmálun hennar. Ef fyrir kom á dansleik, að m.ið ur missti hárko5a sína, var f mesta lagi hlegið létt og gáska fullt, því að þetta hefði alvcg eins getað hent mann sjálfan. Rynni hárkollan til á höfði manns í alvatlegum samræðum, fór að vísu hrollur um viðstadda, en eng- inn lét á neinu bera. Og menn voru svo sannarlega farnir að taka ofan hver fyrir öðrum á götu- Fyrst höfðu þeir hikað og aðeins látið lofta undir hattinn, síðan gætti tignar og upphafn- ingar í sveiflunni, meir en nokkru sinni fyrr. Hið íslenzka skip kom og hár kollurnar voru látnar ganga til verzlana með venjulegum hætti. Eftirspurn eftir hárkollum var mikil, en þessar höfðu verið vald- ar með brýna nauðsyn fyrir aug uni og stóðust því engan samjöfn uð við hinar. Þær lágu því á iager meðan leitað var til hinna banda rísku kaupsýslumanna eftir fuU- nægju hinnar nýju þarfar. ItlUlNN SUNNUDAGSBLAf4 875

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.