Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Page 17
JÓHANN HJALTASON: Kríng um Tröllatungu og Tröllatunguætt VII. Frá þvá var áður sagt, að þau sr. Björn og Valgerður eignuðust alls 15 börn, en 12 náðu fullorð- ins aldri, og er það mun hærra hlutfa'Il í þeim efnurn en þá var algengt. Skal þeirra nú stuttlega getið og nokkurra afkomenda hið næsta þeim. I. Elzt var Kristín (f. 1793, d. 1870). Hún giftist Jóni Jónssyni, Guðmundssonar og Valgerðar, systur Einars dannebrogsmanns á Kollafjarðarnesi. Þau bjuggu á Hvalsá í Tungusveit, en áttu ekki börn saman, Jón var kallaður „prestsmógur,“ vegna tengda sinna við Tröllatungupresta, sr. Bjórn og sr. Jón bróður konu hans. II. Næstur að aldri var sr. Jón (f. 1796, d. 1838). Er hans f.vrr getið og svo barna hans og næstu niðja. III. Síðan var Páll (f. 1797, d. 1843), sem dó ókvæntur úr sótt vestur undir Jökli, en átti þar eitt barn eða tvö, að sögn föður hans. Daði fróði segir, að hann hafi verið bóndi vestur í Rifi. IV. Þá var Sigríður (f- 1798, d. 1869), sem átti Magnús í Arn- kötludal, Jónsson frá Heiðarbæ. Synir þeirra voru tveir, Benedikt og Valgeir, og dætur tvær, Guð- ríður og Helga. Benedikt bjó í Gests staðaseli og var tví'kvæntur. Með- al fyrrikonubarna hans var Sigríð- ur, barnsmóðir Jóns Einarssonar frá Hlíð í Kollafirði. Jón var hraust menni og hæfileikamaður um margt. Ilagur á smíði, góð skytta og vegghleðslumaður ágætur, eink- usm er við grjót var að fást og þvl af sumum nefndur Steina-.Tón. Hin siðustu ár sín átti hann heima I Skelijavík og andaðist vorið 1909, tæpra 54 ára gamall. Valgeir kvænt ist Sigríði, hálfsystur Hákonar bónda Magnússonar á Reykhólum. Þeirra dóttir var Sigríður kona Þórólfs bónda Jónssonar í Vonar- holti, síðar i Fjarðarhorni í Gufu- dalssveit. Guðríður giftist ekki og átti ekki börn, en um Helgu er allt óvíst, hefur ef til vil dáið ung. V. Ólöf (f. 1799, d. 1870). Hún ólst upp til fermingaraldurs hjá Einari dannebrogsmanni á Kolla- fjarðarnesi, sem fyrr segir. Giftist ekki en átti tvær dætur, Sigríði og Guðrúnu, sína með hvorum manni. Sigríður giftist Sæmundi bónda í Víkurkoti, Árnason- ar bónda í Stokkhólma í Skagafirði, Sigurðssonar. Þeirra sonur Ólafur bóndi á Dúki í Skagafirði. Guðrún giftist Stefáni Guðmundssyni í Húsavík, síðar á Hrófá. Þeirra börn voru þrjú. Grímur, bóndi í Húsavik um rúma þrjá áratugi og einn af helztu forgöngumönnum í félagsmálum bænda við Steingrims fjörð. Eyjólfur, bóndi á Kaldrana- nesi um tíu ára skeið, síðar hús- maður á Hrófá. Ólöf, kona Jóns Tómassonar á Hrófá, þar sem þau hjón bjuggu miklu rausnarbúi frá því um 1900 og til æviloka, á þriðja tugi þessarar aldar. VI. Sæmundur (f- 1801, d. 1864). Hann var að allra viti fjölhæfur og vel gefinn. Frægur söngmaður, hagmæltur, greindur og glaðvær, en saup oft drjúgum á. Hann var heitinn eftir Sæmundi Magnússyni frá Skógum í Þorskafirði, bróður Joohums föður þjóðskáldsins séra Matthíasar. Á fyrstu prestskaparár um sr. Björns hafði hann tekið að sér þennan gáfaða pilt, sem hafði sterka námslöngun, en sá enga færa leið í því efni sökum fátækt- ar. Kenndi sr. Björn honum undir skóla og gat því til vegar snúið, að hann fékk heila ölmusu og námsvist 1 latínuskólanum. „En aftur heim kominn um vorið lagð- ist hann sjúkur og deyði, af mörg- um saknaður, bæði mér og öðr um.“ Segir sr. Björn í endurminn- ingum sínum. Snemma bar á góðri greind Sæmundar Björnssonar, sem föður hans duldist ekki, og hóf því að kenna honum frumatriði latinskrar tungu. Mætti segja mér að strákur hafi verið fjörmikill og baldinn nokkuð við föður sinn, sem kom honum til framhalds- náms í tvo vetur hjá tveimur forn- kunningjum sínum, og var séra Arnór í Vatnsfirði annar þeirra. Sem vænta mátti hlaut Sæmundur þar góða vitnisburði fyrir náms hæfileika, en sitt er hvað gæfa og gervileiki. Nú lánaðist sr. Birni ékki að fá heila ölmusu handa syni sínum til skólanáms, eins og fyrr til handa Sæmundi Magnússvni, og kveður hann af því mega sjá, hversu tímarnir hafi breytzt á stuttu tímabili. Þá hafði svo sköp- um skipt, að latínuskólinn var fyr- ir alllöngu fluttur að Bessastöðum og námskostnaður allur mikl um mun hærri en fyrr vegna dýr- tíðar, sem styrjaldir og illæri höfðu valdið, en ölmusan eða náms- styrkurinn ekki hækkað að sama skapi. Skólayfirvöld munu því- hafa verið treg að veita heila öimusu heldur aðeins hálfa, svo að sem flestir fátækir námsmenn gætu notið skólavistar. Sr. Björn hafði þungt hús fram að færa og bjó jafnan við erfiðan efnahag, svo að honum var um megn að styrkja son sinn til framhaldsnáms, nema því aðeins, að hann hlyti heila ölmusu. „Svo yfirgaf Sæmundur þessa lærdðmsbyrjun, því bann var til fleira, bæði til sjós og lands, vel lagaður af náttúrunni“, segir faðir hans í æviminningum sínum. Þeir bræðurnir, Sæinundur og séra Jón, virðasí hafa verið ólíkir, að því er snertir skaphöfn og ein- beitni. Kemur munurinn glöggt og skemmtilega í Ijós í ævisögu íöður þeirra, þar sem segir: „Nær hann (þ.e. Sæmundur) var að byrja lær- dóm hjá mér, uissi ég ei fyrr en löngu seinna, að sonur minn, Jón sem var fimm árum eldri og ekki eins fljótgáfaðuí sem hinn, hafði bróður sínum og öðrum óafvitandi tekið Iærdómsbækur hans, nær hann hélt ei sjálfur á, og lærði og var eins eða likt kominn sem hinn. Kom sér síðan fyrir nokkra vetur hjá séra Jóni Sigurðssyni, sem þá SÍÐASTI HLUTI FRÁSAGNAR rtmiNN SUNNUDAGSBLAÐ M'l

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.