Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 8
Einars Benediktssonar, Rís þú
unga fslands merki, og lagi Kristj-
áns Kristjánssonar með nótnasetn-
ingu á kortinu. Einmitt það ár
var fáninn löghelgaður að Lög
bergi 29. júní 1907. Það létu ung-
mennafélögin gera. Til minningar
urn þann atburð gáfu svo gamlir
unnendur þessa fána út tvöfalt
kort, að mig minnir árið 1944. Þar
er Hvítbláinn á fyrstu síðu og
kvæði Einars prentað allt. Enn
fleiri gerðir af kortum eru til með
þessum fána. Varð hann mjög til
að vekja þjóðarmetnað okkar á
þessum árum, og má til dæmis
geta þess, að vorið 1908 fór Laufey
Vilhjálmsdóttir með liann u.pp á
Esju og dró hann þar á stöng.
Þá mætti og geta þess, að árið
1909 komu út í Winnipeg tólf kort
með bláhvíta fánanum. Útgefandi
var A.J. Johnson. Á þeim kortum
blaktir fáninn á stöng, og á stöng-
inni er aukalega blár skjöldur með
íslenzka fálkanum. í miðjum fán-
anum er sporöskjulöguð mynd af
merkum mönnum. Þeir eru Jón
Sigurðsson, Tómas Sæmundsson,
Jónas Hallgrímsson, Þorsteinn Er-
lingsson, Einar Benediktsson, Skúli
Thoroddsen, Björn Jónsson, Iíann-
es Þorsteinsson, Guðmundur Guð
mundsson, Einar Hjörleifsson, Guð
mundur Hannesson og Bjarni Jóns
son frá Vogi. Sum þessara korta
voru seinna gefin út í Reykjavik
af Einari Gunnarssyni
Um 1870 vakli Sigurður Guð-
mundsson málari athygli á því, að
íslendingar ættu fremur að hafa
íslenzka fálkann í þjóðaríákni
sínu heldur en þorskinn. Hug-
mynd hans var vel tekið, og öðlað-
ist hún mikið fylgi 1874. Hið eina
kort af þeim „fána“, sem ég hef
séð, var prentað í Kaupmannahöfn
um 1917.
Þá eru til allmörg kort með
hinu gamla ríkisskjaldarmerki ís-
lands, þar sem danska kórónan er
drottnandi ofar fánanum, líklega
gerð 1918. En af nýja skjaldarmerk
inu hef ég enn ekki séð kort. Er
augljóst, að hending ein ræður,
hvað út er gefið af þessu tagi.
Af þjóðfánanum, sem endanlega
varð, og við fengum 1915, eru til
mörg kort, sum ásamt með Jóni
Sigurðssyni, þjóðsöngnum, lands-
lagsmyndum og öðrú fleira.
Samúel Eggertsson teiknaði
mörg kort kringum 1912 og seinna,
allt til 1945. Þau eru mjög falleg
og vel gerð, sérstaklega allar áletr
anir, en hann var rnjög góður
skrautritari sem kunnugt er. Tvö
af þeim eru tvöföld, annað teikn-
að 1914, en hitt 1919. Líklega eru
það fyrstu kort tvöföld hér á landi.
Innan í er forkunnarfögur teikn-
ing. Helmingur bakhliðarinnar er
notaður .fyrir skýringar á mynd-
inni, en hinn hlutinn fyrir áritun
sendanda.
Margir aðrir en Samúel hafa
teiknað falleg kort. Má nefna
Tryggva Magnússon, Ríkarð Jóns-
son, Guðmund Einarsson, Eggert
Laxdal, Ragnhildi Jónsdóttur, Þór-
disi Tryggvadóttur, Guðmund Þor
steinsson, Bjarna Jónsson, Halldór
Pétursson, Höskuld Björnsson,
Stefán Jónsson, Kurt Zier, B.vr-
böru Árnason, Sólveigu Eggerz og
fleiri. Hinir eru þó ef til vill fleiri,
sem hvergi er getið eða skamm-
stafa nafn sitt svo, að fæstir vita,
um hvern er að ræða.
Einn mesti kortaforleggjari okk
ar mun hafa verið Helgi Árnason
í Reykjavík. Með honum kom jafn
vel ný tízka í kortaútgáfu, þar sem
hálf framihliðin er notuð fyrir ljóð
eða stöku, en hinn helmingurinn
fyrir litla teíkningu, auk skraut-
leturs. Fjöldamörg eru þessi kort,
mjög smekklega útfærð, og hef ég
heyrt, að dóttir Helga, Sólveig að
nafni, hafi teiknað þau flest. Um
þetta veit ég þó ekkert rneð vissu,
og væri vel, ef einhver, sem er
þessu kunnugur, vildi skrifa um
þennan þátt í íslenzkri kortagerð.
Árið 1930 gaf Andrés Johnson
I Hafnarfirði út 23 kort. Ríkarður
Jónsson teiknaði mörg þeirra að
fyrirlagi Andrésar. Fjögur af þeim
eru vísnakort- Þar er hin alkunna
vísa, Hani, krummi, hundur, svín,
myndir af dýrunum og neðan und-
ir táknuð hljóð þeirra. Ein vísan
er eingöngu í myndum og er
svona:
Seðlar, kopar, silfur, mynt,
svigar, depill, komma.
Pundið, lóðið, kíló, kvint,
kvartil, alin, tomma.
Frímerkjakort. Nokkur kort
hafa komið út af frímerkjum, flest
harla snotur. Elzta frímerkjakori
Keldor i Rang-árvctium — kort sert efir liósmyncf Þorvalds R. Jónttenan,
944
1 t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ