Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 10
Götumynd frá Belfast í ágústmánuði 1872. Mótmælendur hafa raðizt á vínbúð írsks manns. Viskítunnum hefur verig velt út 4 torgið, og fólkið drekkur í sig kjark til nýrra árása. Átakanleg kúgunarsaga Vafalaust eru írar langkúgað- asta þjóð í Vestur-Evrópu, og sú, sem sárast hefur verið leikin af erlendri yfirráðaþjóð. Trú'ega liafa þeir svipaða reynslu að baki og Pólverjar, þótt þeirra saga sé tars- vert á annan veg. Um miðbik nítj- ándu aldar bjuggu Engiendingar þeim svo hörð kjór, að lands- mönnum fækkaði um fjórðung, úr átta milijónum í sex, þegar upp koim kartóflusýkin, því að óskapleg hungursneyð olli í senn mann- dauða og landflótta. Talið er, að langdrægt ein miiljón manna hafi þá dáið úr hungri. Langt fram eft- ir þessari öld reyndu Englending- ar með vopnavaldi og refsidóm- um að koma_ í veg fyrir fullkom- ið sjálfstæði íra. í þeim sviptingum, sem urðu áður en írum tókst að brjótast til fullnustu undan Englendingum, var Norður-írland slitið úr tengsl- um við aðra hluta landsins, og fram á þennan dag hefur kaþólsk- um mönnum þar verið haldið í úlfakreppu, og þeir eigi notið mannréttinda til jafns við mót- mælendur. í þessu eiga óeirðirn- ar á Norður-frlandi að undan- förnu rót sína. Þó stórfelldu mannfalli af völd- um hungurs og örbirgðar létti upp úr miðri nítjándu öld, ríkti áfram sár neyð, og að lokum breytti örbirgðin og kúgunin ír- landi í vígvöll eins og raunar oft áður. Hinir ensku jarðeigendur þóttust sjaldan hafa nógan gróða af írskum jarðeignum, og þegar á bjátaði um uppskeru, gátu land- setar þeirra með engu móti staðið í skilum með leigur og landskuld- ir, hvernig sem þeir hertu sultar- ólina. Þá voru þeir reknir af kot- um sínum. Árið 1877 voru þannig tvö þúsund og eitt hundrað bænd- ur reknir af ábýluin sinum og ár- ið 1880 hátt á ellefta þúsund. Veturinn 1879 var ákaflega harð ur á Bretlandseyjum. Gremjan og reiðin gróf um sig meðal íra, og þá var fyrst af veruiegu afli höfð uppi krafan um írska heimastjórn. Bretar höfðu þá lagzt á þá sveif, að ekki væri óeðliiegt að Búlgarar nytu sjálfstjórnar, og nýiendum sínum ýmsum höfðu þeir veitt tals vert sjálfsforræði. Hvers vegna skyldu írar ekki verða einhvers slíks aðnjótandi? Á þessum árum var maður sá, er Parnell hét, heizti foringi íra. Hann herti um þetta leyti mjög baráttu sína, og fann upp nýja að- ferð, sem vakti mikinn ugg meðal Englendinga. Hann skipaði svo fyrir, að sérhvern landeiganda, er hrakið hefði brott landseta, og sér- hvern mann, sem settist að á býii, er losnaði úr ábúð með því móti, skyldi sniðganga í öllu og enginn maður hafa við þá samskipti af nokkru tagi. Þetta bitnaði fyrst á manni þeim, er Boycott hé-, og af því er síðan dregið nafn þvílíkra aðgerða á mörgum tungum. Þetta dró til þess, að býli, sem menn höfðu verið hraktir af, lögð- ust í eyði. Enginn íri fékkst til þess að taka þau í ábúð á ný, og enginn fékkst til þess að vinna þar, þó að eigandinn vildi nytja þau. Samtímis tóku Parncll og fylgismenn hans að draga störf enska þingsins á langinn. Þeir héldu ræður klukkustundum saman á þingfundum í fulltrúa- deildinni, svo að umræðum varð helzt ekki lokið fyrr en seint og síðar meir. Heima á írlandi lét fólk hart mæta hörðu. Með framlögum frá írum, sem eitthvað höfðu efnazt í Ameríku, voru stofnaðir leynileg- ir sjóðir og haldið úti hermdar- sveitum, sem frömdu skemmdar- verk og drápu þá, er sekastir þóttu við íra. Bretar svöruðu með því að veita lögreglu sinni heim- ild til þess að handtaka fólk og halda því í fangelsum án máls- rannsóknar og dóms um óákveð- ínn tíma. Þetta var auðvitað eins og að hella olíu á eld. Hatrið magn- aðist um allan helming, og ekkert lát varð á grimmdarverkum á báða bóga. Einn maídag árið 1882, þegar Gladstone var á heimleið úr hádegisverðarboði í austuríska sendiráðinu, voru lionum sögð þau tíðindi, að nýskipaður írlandsmáia ráðherra, lávarðurian Friðrik Cav- endish, hefði verið drepinn ásamt einum samstarfsmanni sítium í Dyflinni. Þeir höfðu verið stungn- ir á hol. Gladstone hafði skömmu áður þreifað fyrir sér um leyni- lega samninga við Parnell, og horfði eklki sem óvæn- legast með þeim. En nú færð- ust æsingar í aukana í Englandi, og Gladstone var ekki hægt um vik við samninga. Fáum árum síðar reyndi hann þó að koma fram iögum um írska heimastj órn, en laut í lægra haldi í þinginu og 946 T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.