Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 9
mitt er frá 1911, en síðasta útgáf- an a'f þeasu tagi var seld í sam- bandi við Filex 67. Tvær frímerkja teikningar eftir Tryggva Magnús son komu á kortum 1930, en ekki á frímerkjum. Bréfspjöld þau, sem póststjórn- in gaf út fyrir og eftir aldamótin og lengur, hef ég tekið með í póst- kortasafnið vegna þess, að þau voru notuð til orðsendinga eins og venjuleg póstkort. Að öðru leyti hljóta þau engu síður að heyra undir frímerkjasöfnun, enda þótt þau hafi ekki verið i frímerkjalist- unum fyrr en 1968. Þessi bréf- spjöld voru prentuð með ýmsum litum og einkar smekkleg. Mörg þeirra eru tvöföld, og skyldi rita orðsendingu eða fyrirspurn á ann- að spjaldið, en svarið á hitt, rífa það frá og póstleggja. Þurfti sá, er svaraði, því ekki að borga burð argjald, þar sem frímerkið var prentað á bæði spjöldin. Á eitt af þessum spjöldum mínum hefur ver ið skrifað 1953 og það sent frá Sauðárkróki til Siglufjarðar, enda þótt ekki sé á því nema átta aura frímerki. Sá, sem orðsendinguna skrifar, fær eftirþanka og bætir við: „Svona smekkleg og „íslenzk“ póstkort ætti póststjórnin að gefa út aftur. Þessi eru líklega h.u.b. 40 ára og uppseld.“ Ýmiss konar kort. Sá, sem fer að safna póstkortum, kemst fljót- lega að raun um, að hægt er að „ferðast kringum landið“ með því að raða kortunum þannig. Nokkuð er þó misjafnt, hve mikið er til frá þessu eða hinu héraðinu. Einna mest virðist mér vera til af kort- um frá Vestmannaeyjum og Þing- völlum. Dálítið hafa aðrar þjóðir gefið út með íslenzkum myndum, til dæmis Norðmenn, en líka Frakk- ar og Danir. Frakkar gáfu út nokk ur kort frá Austfjörðum upp úr síðustu aldamótum, en þau er erf- itt að fá nú, og á ég aðeins þrjú. Þeir hafa haft gaman af íslenzku hrútunum, og eru sex hornagassar á einu þeirra. „Six Aims“ — það er sex vinir. Norðmenn gáfu út kort frá Siglufirði og Vestfjörð um, einnig 'teikningu af Snorra Sturlusyni, sem líka kom á frí- merki. Danir hafa til dæmis gef- ið út stóran flokk frá konungs- heimsókninni 1921, og mjög fal- lega litprentaða útgáfu úr handrit unum okkar í ársbyrjun 1965, alls fimmtán kort. Nokkrar bráðsnjallar teikningar af ýmsum atburðum hafa komið á kortum. Má til dæmis nefna „Víninu hellt niður 1915“, „Breið- fylking íslendinga gegn sósíalism anum 1937“, „Síðasti hundurinn11, þegar hundahald var afnumið í Reykjavík, „Kjötpottur landsins11 frá tíð Björns^ Jónssonar, „Bann- lögin“ 1915. Á það er prentað: „Þið hafið aðeins leyfi til að velja á milli Templarahússins og tugt- hússins“. Tugthúsið er hægra meg in á kortinu. Líka er á þessu korti: „Hikandi ég horfi á manninn, hvorugu feginn. — En — heldur foendir'ann hægra megin!“ Allmörg hafísakort eru til frá hafísárunum 1915 og 1918. Þá er til mesti fjöldi póstkórta af elá- gosum, hið elzta af Heklugosinu Í845. Lokaorð. Þótt ég hafi hér að framan getið um nokkrar útgáfur, er það aðeins sem lítið sýnishorn af öllum þeim fjölda korta, sem út hafa komið. Og þótt mér hafi tekizt að velja 2400 kort i mitt safn, er það jafnvel ekki nema gott sýnishorn af því, sem út hef- ur komið. Flest af þessu „dóti“ er víðast hvar eyðilagt, sérstak- lega í hreingerningum. Að mörgu er vitanlega lítil eftirsjá og verð ur maður að gæta þess vel, að hirða eingöngu þau kort, sem eru alíslenzk, en ekki gerð eftir erlendum fyrirmyndum, ekki l>að.„ sem er „stælt og stolið“. Þá er tízkan í þessu sem öðru oft vafa- söm, og tii mikilla leiðinda nxá telja þau „kort“, sem eru margföld. Mörg kort yfirganga alla venjulega póstkortastærð, og auk þess er setttur pappír innan í þau. Það e r vafa- samt, hvort á að kalla þetta kort eða pésa eða eitthvað því um líkt. Póstkort voru upphaflega hugsuð sem einföld bréfspjöld til dag- Framhald á 958. síðu. r í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 945

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.