Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 20
að það sé ósjaídan vegna sam- gkipta hennar við karlménn eða eitthvað í sambandi við þá. Og samt eru karlmennirnir einn mik iivægasti þátturinn í lífi hennar. Ég veit — og auðvitað hlýt.ur hún að vita það líka — að það ætti að vera aðeins einn kar.'mað- úr í lífi hennar — hin pina sanna ást eins og mikið er talað og skrif- a'ð'um. Vonandi verður það einn- ig- Nei, ég öfunda engan. Þó að þið teljið það ef til vill mont og mik- ilmennskú, þá er það samt satt. Og að sjálfsögðu öfunda ég alira sízt móður mina og systur mína. Ég hef heldur ekkert af þessu vandn- máli að segja varðandi karlmenn — eða haniingju eða hvað menn vilja kalla það. Nei, ekkert. Enda er ég lömuð fyrir neðan mitti. Þrátt fyrir það. að ég öfunda engan. er fólk alltaf að aumka mig. Ef til vill geri ég því rangt til. þegar ég ímynda mér, að það vilji, að minnsta kosti telji sjálf- sagt. að éa aumki mig sjálfa iika, af því að ég get ekkj Iifað lífinu — ekki raunverulegu lífi eins og það gerir sér í hugarlund Mér finnst þetta af því. að það taiar stundum í þessa átt. Ég les heilmikið af skáldverk- um. ljóðuin 02 skáldsögum Og éa hef haft aðstöðu til þess að sjá öll , markverð leikrit. sem hér eru sýnd, Mér verður stundum hugs- að ti! þess. að það er hreint ekk- ert smáræði, sem skáldin hafa skrifað um ástina. samdráttinn milli karls og konu. ðð sjálfsögðu verð ég álitin hofmóðug. ef ekki eitthvað verra. þegar ég segi. að oft brosi ég að ástaskáldskap rit- höfundanna og skáldanna Ég geri það nú samt. allt svo að hrosa að honum. Hvað er ást? Skáldin vita það. aliflestir vita það, nema þá ég. lamaða stúlkan. En ég skal segja vkkijr, að mér er mjög til efs, að skáldin og þess- ir allflestir viti það. Ég er alls ekki viss um nema ég, lamaða stúikan, komist nær þvi að skilja, hvað ástin er raunverulega. Auðvitað brosið þið að mér af vorkunnsemi og sesið: Hvernig ætti hún. aum- Inginn, að vita nokkuð um ástina. sem hún hefur aldrei kvnnzt og kyn.nist sjálfsagt aldrei? Ég brosl líka, enda þótt mér 9S6 geðjist alls ekki að því að láta auð- sýna mér vorkunnsemi. Það skyldi þó aldrei vera, að hinn hlutlausi áhorfandi koniist nær því að skilja raunveruleikann en sá, sem í leikn um stendur. Það skyldi þó aldrei vera, að hægt væri að komast nær hinu sanna með því að lesa það, sem snillingar og ekki snillingar hafa skrifað um fyrirbærið ást, taka eftir gerðum fólks og við- brögðum og reyna að komast í ein- hverja snertingu við liugarheim þess, Að sjálfsögðu er það barna- skapurinn einn, þegar menn þykj- ast vita, hvað einn eða annar liugs- ar. Við komumst aldrei nær því en eitthvað í áttina að vita, hvern- ig aðrir hugsa. Þess vegna held ég, hvað sem hver segir. að fólkið viti harla lít- ið um ástina og það þrátt fyfir sína eigin reynslu. Það virðist ekki einu sinni vita um þjáninguna, sem leiðir af ástinni og hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða af henni — annars væri það ekki ást — um öfundina. illgirnina og það and- styggilega, sem hún getur skapað Það telur sig þekkja og skynja fegurðina i ástinni. Og segjum svo. segjum að ástin geti verið fógur. Sér í lagi virðist hún þeim oft fögur, sem líta til baka. Það er um hana eins og margt annað í veröldinni, að blámi fjarlægð- arinnar evkur fegurð hennar. En því miður stenzt hún illa gagnrýn- ið mat nútímanis. Er það ef til vill svo, að allt það. sem skapar fegurð, hljóti einnig að geta haft það illa og andstvggi- lega í för með sér? Ég gerði einu sinni tilraun til þe9s að ræða um þetta við afa minn, sem er greindur. Fyrst í stað hlustaði hann á mig með undr un í svipnum. Síðan upphóf hann skyndilega tal um músik, Beetho- ven og Mozart. Það var einna iik- ast og ég hefði komið inn á tahú. Samt sem áður er oft gaman að ræða við hann, því hann er glögg- ur og fróður um margt. Hinn afi minn er e'kki greindur. Ég á ekki við, að hann sé heimsk- ur, hann hefur sennilega verið eins og fólk er flest, meðan hann var upp á sitt bezta. En síðan hann varð mjög gamall er hann farinn að kalka. Iiann þarf sí og æ að mala eitthvað, segja frá löngu liðn um athuðum út- ævi sinni. Það er borin von að ætla sér að sfcððv* mælgina í honum, enda þdtt haijft segi inanni sömu söguna uþp aft- ur og aftur, mörgum tugum, e{ ekkl hundrað sinnum. Hann getur verið þreytandi. Samt reyni ég að af-saka hann. Er ekki æði margt, sem s-ífellt ei’ verið að endurtaka og verður að endurtaka? Menn tala um nauðsyn endurteknlngar- innar. Og skáldin eru sí og æ að endurtaka ljóð og sögur og ætlast ti-1 þess, að skáldskapur þeirra sé endurtekinn sem oftast. Vei-t ég vel, að mikill munur er á snilld og bulli, Að sjálfsögðu. Viðmiðun- in er sterk. Og þess vegna, ef við miðuðum skáldskap snillinganna við ennþá meiri snilld og vizku, okkur óþekkta, hvað þá? Þrátt fyrir allt er víst skylda m-ín að hlusta á gamla manninn. þót-t hann sé að tönnla-st á sömu frásögnunum dag eftir dag. Það k-om yfir mig eins og reið- arslag að fá vitneskju um. að ég á vart meira en -m-j'ög skammt ó- lifað. Fyrst í stað fannst mér .ið ég geta ekki risið undir þessu. En það fer alltaf á þann veg, að mað- ur rís und-ir því á ein-hvern hátt, sem á mann er lagt. Ef ek'ki. þá deyr maður. Ég reyni ei-ns og ég get að bera mig vel og 1-áta fólkið ekki sjá, hvernig mér er innan brjósts. En ég er hræd-d. Ég or hrædd við að deyja eins og annað ungt fólk. Þeg ar líður á d-aginn og ég er orðin þrey-tt, sé ég hræðsluna í mínum ei-g-in augum. ef ég lít i spegii. Fólkið sér hana ekki — bara ég. Ég segi stundum við sjálfa mlg, að nú skuli ég ekki líta í spegilinn. Samt geri ég það, eins og ég geti ekki stillt mig um það (líkt og þegar inaður veit um vonda lykt af fingri sínum af einhverjum ástæðum, og maður hugsar me'ð sjálfum sér, að maður skuii ekki þefa af honum. Samt gerir maður það). í nótt svaf ég vel. Geti ég sof- ið vel á nóttunni, er ég miklu kjarkmeiri á morgnana. Þá getur komið fyrir, að ég líti björtum auguin á lífið, þetta litla, sem ég á eftir af því. Ég held. að allir geti litið björt-um augum á lífið endrum og eins. Það er líka merki- legt, þetta Mf. Ótal margt, sam hægt er að hafa áhuga á — og T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.