Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 16
býr hérna í Bjarkargötunni, og
hann leiddi hana alltaf me'ð sér,
hvert íseim hann fór. Ég get til
gamans sagt >ér eina sögu af við-
skiptum þeirra. Einn góðan veður-
dag að sumri til gekk hann hérna
niður að tjörninni til þess að sitja
þar í góða veðrinu o g hlusta á
fuglana. Auðvitað hafði hann tik-
ina með sér, eins og vant var, þótt
þetta séu ekki nema fáir faðmar,
eins og þú sérð. Jæja, á heimleið-
inni tekur tikin alilt í einu upp á
því, að vilja beygja þvert úr leið.
Maðurinn skildi ekkert í þessum
kenjum í skepnunni, og þar sem
hann var alveg hárviss að rata í
myrkrinu þessa örstuttu leið,
hérna heim að húsinu, tók hann af
henni ráðin, sem hann þó aldrei
annars gerði. En viti menn: Hann
hefur ekki gengið nema eitthvað
þrjú eða fjögur skref, þegar hann
dettur niður í skurð, sem viðgerð-
armenn höfðu grafið í gegnum
gangstíginn á meðan hann hafði
setið þarna niðri við tjörnina. Tík-
in skiildi, að maðurinn gat ekki séð
þessa hæt'tu, og vildi því sneiða
hjá henni.
— Já. Þetta getur maður nú
kallað vit. Og hver urðu svo ör-
lög þessarar afburðaskepnu?
— Það er nú sorgarsaga. Hún
fékk einhvern ókennilegan sjúk-
dóm. sem ekki réðist við, svo að
það varð að sikjóta hana. En auk
þess er mjög vafasamt, að okkur
hefði haldizt á henni til lengdar,
því að krakkar og unglinigar esp-
uðu hana og ertu, svo að hún var
að verða griirim. Hún var jafnan
tjóðruð úti á blettinum fyrir utan
blindravinnustofuna í íagólís-
stræti 16 á meðan eigandi hennar
var að vinnu sinni.
— Já. Alveg rétt. Ég man, að ég
las einhvern tímia í dagblaði fyrir
nokkrum árum, að verið var að
skora á börn og unglinga, svo og
á foreldra, að sjá um, að ekki væri
verið að spilla þessari ágætu
skepnu, sem svo ómissandi væri
eiganda sínum. En nú er hann
hundlaus eða hvað?
— Já. Og það er mjög illa far-
ið, að ekki skuli vera friður með
þessar dásamlegu skepnur, sem
svo mikið gott geta gert. Góður
og vel þjálfaður leiðsöguhundur er
ekki hótinu verri tl fylgdar blind-
um manni en sjáandi maður. Hund
urinn stanzar, hleypir bílum fram
hjá og fer alls ekki út á götu,
nema öllu sé óhætt.
— Þú varst að segja, að þessi
hundur hefði verið fenginn frá
Danmörku. Vel á minnzt: Hvert
er samband ykkar við samtök
blindra manna í .öðrum löndum,
til dæmis annars staðar á Norður-
iönduim?
— Ja, það er nú kannski ekki
hægt að tala um fast samband, en
bæði Norðmenn oig Danir hafa ver-
ið afarhjálplegir við menntun
blindra manna héðan. Til dæmis
eru tveir við nám úti núna — ann-
ar í Danmörku, en hinn í Noregi.
Ennfremur er einn maður frá okk
ur í Danmörku núna til þess að
læra blindrakennslu.
— Hverja telur þú vera algeng-
ustu orsök blindu?
— G'lákan er langsamlega al-
gengust. Og það gildir um hana,
eins og alla aðra sjúkdóma, að
allra mest nauðsyn er að koma
nógu snemma, hvort heldur er tl
lækningar, eða bara til eftirlits,
einkum ef gláka er í ættinni.
— Já. Þú ert búinn að sinna
þessum málum afarlengi. Hvert er
viðhorf þitt til þessara mála nú,
eftir öll þessi ár?
— í einu veigamiklu atriði hef
ég skipt um skoðun, síðan ég fór
að gefa mig að þessum miálum fyr-
ir röskum fjörutíu árum. Ég taldi
þá, að blindir menn ættu að vera
sér, til dæmis á vinnustað og svo
framvegis. Þetta er reginfirra.
Blindir m'enn eiga einmitt að vera
inni á starfsvettvangi okkar hinna,
enda hefur reynslan sannað, að
það er síður en svo óframkvæman-
legt.
— Er eitthivert sérstakt starf,
fyrir utan körfugerð og bursta-
gerð, sem hentar blindum mönn-
um sérlega vel?
— Það er orðið auðvelt að fá
símaborð, sem sérstaklega eru gerð
fyrir blinda menn. Og mörg stór-
fyrirtæki og stofnanir hafa ein-
göngu blint fólk við símavörzlu.
Því má skjóta hér inn, að á skipti-
borðinu niðri í Sambandshúsinu
vinnur blindur maður. Þetta er
einmitt tilvallin atvinna handa
blindum. -
— En svo að við snúum okkur
að öðru: Þekktir þú Þórð á Mó-
fe'llsstöðum? Hann var fyrsti
blindi maðurinn, sem ég las um á
prenti, þegar ég var unglingur.
— íá, já. Ég þekkti Þórð. Hann
var ákaflega skemmtilegur mað-
ur. Hann var iþjóðhagasmiður og
uppfinningamaður, svo að lands-
frægt varð. Hann smíðaði sjálfur
sögunarvél eftir minni, eftir að
hafa fengið að þukla á einni slíkri
hér suður í Reykjavík á iðnsýning-
unni árið 1905.
Svo hef ég þekkt annan afburða
kkemmtllegan blindan mann, Hal*
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
sína. Bltftdur hefur hann veriS siðast liðin átján ár, og nú stendur hann á átt-
ræðu.
952