Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 4
Guðbrandur Magimsson:
Saga póstkortanna
í eitt hundrað ár
Árið 1869 voru fyrstu póstkort
gefin út í Vín. Fjórum árum áður
hafði þýzkurn póstmeistara, Hein-
riöh von Stephan, dottið í hug að
nota bréfspjöld til að skrifa á stutt
ar orðsendingar. Burðargjald fyr-
ir þau átti að vera allmiklu lægra
en venjuleg bréf. En yfirvöld
Þýzkalands neituðu að taka upp
þessa nýjung.
Austurrískur maður, að nafni
Emanúel Herrmann, fékk svipaða
hugmynd nokkru síðar. Hann var
efnahagssérfræðingur og um tíma
ráðherra. Eins og von Stephan
vildi Emanúel hafa burðargjöld
in lægri á póstkortunum en venju
legum sendibréfum, og taldi hann,
að mismunurinn mundi auðveld-
lega vinnast upp, því að bréfa-
skriftir mundu aukast til muna.
Um þessar mundir var von Maly
barón póstmeistari Austurríkis, og
féllst hann strax á hugmyndina.
Fyrstu póstkortin komu svo út í
Vín 1. október 1869. En póststjórn
in óttaðist, að fólk kynni að mis-
nota þau á ýmsan máta, og gaf
út tilkynningu, þar sem hún kvaðst
ekki bera neina ábyrgð á innihaldi
þeirra.
Póstkortin urðu strax mjög vin-
sæl og fyrsta mánuðinn seldist
hálf önnur mil/ljón i Vín. Næsta
ár voru þau leyfð í Þýzkalandi,
og má geta þess, að fyrsta útgáfu-
daginn þar seldust 45 þúsund í
Berlín. Nákvæmlega einu ári sið
ar, haustið 1870, voru þau fyrst
seld í Englandi. Þar var eftirspurn
in slik og þröngin við pósthúsin,
að kalla varð á lögreglulið til að
hafa stjórn á biðröðunum. Og enn
má geta þess, að árið 1871 kom
að meðaltali hálf önnur milljón
póstkorta vikulega í póst í Eng-
landi.
Fyrst í stað var leyfð aðeins ein
stærð á kortunum, og skyldu þau
vera 9x11,5 sentimetrar, en frá og
með 1899 máttu þau vera 9x14
sentimetrar. Var það lengi algeng-
asta stærðin, einnig hér á landi.
Á annarri hliðinni mátti vera aug-
lýsing eða mynd. Helming bakhlið
arinnar skyldi nota til áritunar, e:i
hinn helminginn fyrir frímerki og
nafn og heimilisfang — þann
hægri. í Danmörku voru til ákvæði
Fimmtán menn eru taldir
safna íslenzkum kortum. Eng-
inn þeirra á allt, sem komið
hefur út af því tagi, enda vís-
ast ,að glatkistan hafi þegar
gleypt sumt. Sá, sem drýgst-
ur hefur orðið við söfnunina á
3400 kort.
Einn þessara safnara er
Guðbrandur Magnússon, kenn-
ari á Siglufirði. Hann er fróð-
ur vel um þessa hluti og aðra
þeim skylda. Hann hefur skrif-
að handa Sunnudagsblaði Tím-
ans þessa grein um hundrað
ára sögu póstkortanna og póst-
kortaútgáfu á íslandi.
i ------------------________
um stærð póstkorta. Þar máttu
þau ekki vera minni en 7x10
sentimetrar og ekki stærri en
10,5x15 sentimetrar.
Ekki er mér kunnugt um nein
ákvæði hér á landi í þessu sam-
bandi, og má vel vera, að fyrstu
forleggjarar okkari hafi látið sníða
sín kort eftir erlendri fyrirmynd.
Stærðin 9x14 er mjög handbæg.
En eins og allir vita, eru kort nú
gefin út í öllum mögulegum stærð
um, og svo er líklega um allan
heim. Mikið hefur komið út af
kortum hér, sem eru um 10,5x15
sentimetrar, einnig óvenjnleg
stærð, sem er 10,5x24 sentimetrar,
sömuleiðis hlussustór kort, sem
eru 16x22 sendimetrar að stærð
og þar um. Þá hafa einnig komið
940
T I M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ