Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 14
fréttir. Líklega er þetta eini skól-
inn á íslandi, þar sem það er þjóð-
argæfa að hafa sem fæsta nemend-
ur.
— Já, við getum vel tekið svo
til orða. En áður en ég skilst við
nemendurna hérna, langar mig til
að skjóta því að, að þeir eru meira
að segja ekki alveg alblindir, en
mjög sjóndaprir, miklu sjóndapr-
ari en svo, að þeir geti stundað
nám í venjulegum barnaskólum.
— Hvað er þessum nemendum
kennt hér?
— Ja, þú sérð það nú nokkurn
veginn á kennslutækjunum hérna.
Við reynum fyrst og fremst -ið
veita þeim alla algenga barna-
fræðslu, en auk þess eru ýmsar
greinar, sem mjög er æskilegt að
kenna blindu fólki, svo sem handa-
vinna, hljóðfæraleikur og vélritun.
— Hvenær hefst blindrakennsla
hér á íslandi?
— Fyrsti blindraskólinn á ís-
landi er formlega stofnaður
6. október 1933. Fyrsti kennari
skólans var frú Ragnheiður Kjart-
ansdóttir frá Hruna, sem veturinn
áður hafði kynnt sér kennslu
blindra í Danmörku. Blindravina-
félagið kostaði för hennar þangað,
en félagið hafði verið stofnað 24.
janúar 1932. Fyrstu mánuði skól-
ans voru nemendurnir fimm, þar
af fjögur börn. Síðar um vetur-
inn bættust fleiri við. Frú Ragn-
heiður veitti skólanum forstöðu
frám til vorsins 1936, að hún hvarf
úr þjónustu félagsins um þriggja
ára bil, og gerðist þá handavinnu-
kennari í tvo vetur. Hún lagði
mikla alúð við kennsluna og bar
móðurlega umhyggju fyrir þess-
um blindu nemendum sínurn, enda
varð henni mikið ágengt, og öllum
þótti vænt um hana. Það var mik-
il gæfa þessum blindu börnum að
njóta kennslu hennar og um-
hyggju.
— Hvernig komst þú sjálfur í
snertingu við þessa starfsemi?
— Eiginlega . var það nú af
hreinni tilviljun. Seinasta sumar-
ið, sem ég var í Kaupmannahöfn
við iðnnám mitt, körfugerðina,
kynntist ég — af einskærri tilvilj-
un — blindum pilti, sem var að
nema körfugerð í blindraskóla þar
í borginni. Ég spurði hann um
ýmislegt úr þessum skóla og varð
strax snortinn af þe-ssari hjálpar-
starfsemi. Ég spurði sjálfan mig,
hvað gert væri heima á fslandi fyr-
ir blinda menn og óðara fann ég
að óbal margt mátti gera þeim til
hjálpar.
— Þá hefur þú snúið þér að
þessum hlutum?
— Ó, nei. Ekki var nú það.
Annríki og heiimþrá tóku hug
minn allan, svo að aldrei gafst kost
ur né tómstund til þess að kynn-
ast þessari starfsemi betur, enda
fór ég heim til íslands þá um
haustið. Þetta var árið 1925.
— Svo gerðist það í ársbyrjun
1927, að Sveinn Ólafsson, fyrrum
bóndi að Hvammi í Mýrdal, hann
var faðir Einars Ólafs Sveinssonar
prófessors, verður fyrir því mikla
óláni að verða blindur. Sveini var
ég vel kunnugur. Hann var elju-
maður hinn mesti, þjóðhagasmið-
ur og sívinnandi, en nú varð hann
að sitja auðum höndum. í apríl
sama ár bauðst ég til þess að
kenna honum körfugerð, og var
það vel þegið. Þegar ég byrjaði að
kenna Svein-i, sáriðraði mig þess
að hafa ékki kynnt mér blindra-
kennslu ytra, eins og mér hafði þó
flogið í hug á meðan ég dvaldist
þar. Ég varð að smáfikra mig
áfram með kennsluaðferðir, en
það, sem hjálpaði mér bezt, var
það, að nemandinn var með af-
brigðum námfús, og ekki vantaði
handlagnina. Fyrst lærði hann að
riða smákörfur úr reyr, síð.an stór-
ar og smáar bréfakörfur, og hann
varð furðu fljótt sjálfbjarga. Ég
man það og gleymi því ekki, þeg-
ar Sveinn kallaði eitt sinn á mig
inn í annað herbergi og sýndi mér
körfu, sem hann hafði búið til án
minnar vitundar. Þetta var hand-
karfa með þverhaldi og kúptu loki,
sem blindféll niður í körfuna. Ég
var gersamlega agndofa og starði
þegjandi á gripinn. Handbragðið
var eins og það gerist allra bezt
hjá alsjáandi mönnum „Hvernig í
í óskopunum fórstu eiginlega
að þessu?“ varð mér loks að orði.
„0, ég þuklaði það“, var hið yfir-
lætislausa svar Sveins.
En þetta er svo sem ekki eina
dæmið. Það var yfirleitt hreinasta
unum að sjá handbragðið hjá þess-
um aldraða, blinda manni, sem
naumast hafði séð körfu á meðan
hann enn naut sjónar sinnar.
— Svo hefur þú haldið áfram
að kenna, eða hvað?
—■ Einu ári seinna, vorið 1928
kenndi ég fleiri körfugerð, til
dæmis Kristni Jóhannssyni og Hall
dóri Brynjólfssyni, hann var í Hafn
arfirði, og þetta sama vor byrjaði
ég að kenna Bjarna Koibeinssyni í
Reykjavík burstagerð. Þar naut ég
góðrar aðstoðar Hróbjarts Árnason
ar um kaup á efni og áhöldum,
sem þá voru mjög svo frumstæð,
En það er á þessum árum, að mér
dettur alvarlega í h-ug að stofnia
félagsskap til hjálpar blindum
mönnum. Kunningjar mínir hvöttu
mig til þess að sækja um styrk til
alþingis í þessu skyni. Lét ég að
lokurn til leiðast og sótti um tvö
þúsund og fjögur hundruð króna
styrk til blindrakennslu. Þessari
beiðni minni var synjað, en þó lát-
ið standa, að verja mætti allt að
tvö þúsund krónum til kennslu
blindra manna. Það fé var aldrei
notað. Seinna var svo upphæðin
lækkuð niður í fimmtán hundruð
krónur, en ekki notfærði ég mér
heldur þá upphæð. Svo er það ár-
ið 1930, rétt eftir Alþingishátíðina,
að nokkrum ungmennafélögum er
boði til Noregs að tilhilutan
norskra ungmennafélaga og var ég
einn þeirra sem fóru. f þessari
ferð kynotist ég svolítið blindra
starfsemi, bæði í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku, og eftir það vakn-
aði hjá mér aftur löngun til þess
að stofna félagsskap til hjálpar
blindum, hliðstæðum slíkum fé-
löguim annars staðar á Norðurlönd-
um.
Haustið 1931 bið ég svo móður-
bróður minn, séra Þorstein Briem,
að vökja máls á þessari félagsstofn-
un á yfirstandandi safnaðarfundi í
Reykjavík, sem hann og gerði. Á
þessum fundi var samþykkt tillaga
á þá leið, að nefnd skuli kosin til
undirbúnings að stofnun slíks fé-
lagsskapar. Fundurinn kaus tvo
fulltrúa, eftirtalin sambönd skyldu
kjósa einn fulitrúa hvert: Kvenfé-
lagasamband íslands, Prestafélag
Íslands og Samband írt. barna-
kennara. Nefndin var svo
þannig skipuð: Frú Margrét
Rasmus, skólastjóri Mátteys-
ingjaskólans, og Þórsteinn Bjarna-
son voru fcosin af safnaðar-
fundinum, frú Halldóra Bjarna-
dóttir frá Kvenfélagasambandi
fslands, Sigurður P. Sívert-
sen hásfcólakennari frá Presta-
félagi fslands og Sigurður Thorla-
cius, skólastjóri frá Sambandi ís-
ienzkra barnakennara. Þetta varð
þá fyrsta stjórn Blindravinalfélags
Mands, sem stofnað var formiega
24. janúiar 1932.
— Við vorurn rétt áðan að tala
um styrkbeiðni þína og dálítið
950
t f M I N N _ SUNNUDAGSBLAÐ