Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 18
MAGGI SIGURKARL
Gömul minning
Sumar og sól, fuglasöngur og
blómadýxð. Hún leiðir lítinn dreng
við hlið sér og glæðir skilning
hans á dýrð lífsins — dýrð guðs.
Eða hin löngu dimmu vetrai-
kvöld: Hún situr á rúminu sínu og
prjónar, og litli drengurinn við
hlið hennar. Þá kennir hún hon-
um fallegar bænir og vísur eða
segir honum sögur.
Svo þegar hann stækkar, þá
kennir hún honum að lesa- Hann
er hreykinn, þegar hann sex ára
gamall getur lesið upphátt fyrir
hana úr Nýja-testamentinu og
Njálu.
Og árin líða.
Drengurinn verður að fara
í skóla. í fyrstu finnst honum ó-
bærilegt að þurfa að skilja við
gömlu konuna, en hann sættir sig
þó við það.
Erfiðast er það, þegar hann á
einn vetur eftir. Þá er gamla kon-
an lasin, og hann veit, að svo getur
farið, að hann sjái hana ekki aft-
ur. En hann verður að fara. Þegar
hann kveður, tárast gamia konan,
en honum tekst að láta ekki á
meinu bera, þó að honum sé þungt
fyrir brjósti.
Gleði endurfundanna er líka
ttnikil, kyrrlát, hlý og djúp.
Nokkrum dögum seinna er hann
að vinna úti á túni. Þá er kallað
á hann að koma strax heim. Hann
veit hvað er að gerast. Eintover
innri rödd segir honum, að nú sé
kveðjustundin komin. Gamla kon-
an hefur ftengið slag. Hún þekkir
hann þó, þegar hann kemur að
xúiminu toennar og reynir að lyfta
hendinni. En mátturinn er þrot-
inn.
Hann sezt á rúmstokkinn og
tekur í hönd hennar. Hún hafði
alitaf styrkt hann, ef hann þurfti
á styrk að halda, og nú vill liann
veita henni þann styrk, sem hann
getur, í hennar hinztu baráttu.
í fjórtán klukkustundir hefur
hann setið og haldið í hönd henn-
ar, meðan lífið fjaraði út i líkama
hennar. Þá er eins og af henni
brái. Hún hálfrís upp sem snöggv-
ast, og það breiðist bros um and-
lit hennar. Bros, sem er þrungið
gleði, friði og öryggi. Svo hnígur
hún út af og þrjú andvörp stíga
frá brjósti hennar.
★
Jarðarförinni er lokið, og hinir
nánustu þeirrar látnu ganga i röð
að gröfinni og signa h ina.
Hann er seinastur i röðinnl.
Hann veigrar sér hálfpartinn við
að iíta niður í gröfina. AS lobum
er þó röðin komin að honum.
Hann gengur hægt að gröfinni
og skrifar krossmark í loftið. Hing-
að til hefur hann getað harkað af
sér, en nú er líka viljastyrkur
hans þrotinn. Hann getur þó ekki
grátið, en hann gefur frá sér sárt
hljóð. Þá er lögð sterk hönd á öxl
honum.
Vinarhönd er ævinlega nærri á
örlagastundum. Það má aðeins
eldd hrista hana af öxl sér.
Höndin, sem hvíldi á öxl hans,
virtist ekki gera mikið, en hín
óskiljanlega orka að baki hennar,
máttur kærleikans, veitti honum
nýjan styrk. Hann leit niður á
hvítu kistuna í síðasta sinn. í
sama bili kom sólin fram undan
skýi og iýsti niður í gröfina, fyllti
hana af birtu og yl.
954
T t M 1 N N — SUNNUD A GSBLAÐ