Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 13
Hér getur a8 líta nokkurn hluta af framleiðslu blindra manna á íslandi, og okkur sýnist ekki betur en fullhraustir menn og alsjáandi væru alveg fullsæmdir af slíku handbragSi. Ljósmyndir: Tíminn-GE. Hér er einnig blindraritvél. Eru sinni á ævinni hef ég áður séð slíkt tæki, en ekki lært að gcra mér grein fyrir þeim leyndardórn- um, sem það býr yfir. Táknin eru aðallega sex punktar, sem standa svona af sér: — Þessum sex punktum er hægt að breyta á 64 mismunandi vegu, segir Þórsteinn, og ég verð að trúa, þótt mér virðist þetta lítt skiljanleigt. Þetta blindraletur fann upp franskur maður, sem hé Bra- ille, en allra fynsta blindraletrið í heiminum er letur Johns Galts, sem fyrst kom út árið 1827. — Þar sem við erum staddir hér í kennslustofunni ykkar, lang- ar mig til þess að spyrja: Hversu margir nemendur eru hér nú i vetur? — Þeir eru þrír og eru á aldr- inum níu, tíu og þrettán ára. Við erum svo gæfusamir, íslendingar, að hér eru tiltölulega mjög fá blind börn. Það hefur meira að segja komið fyrir, sum árin, að Blindraskólinn hefur alls ekki starfað sökum nemendaskorts. — Þetta þykja mér gleðilegar , T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 949

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.