Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 5
Benedikt Gröndal
út alls konar smákort. ónothæf til
allrar áritunar og varla hæf til
að senda. nema þá í umslagi.
Eftir því sem ég hef komizt
næst er mjög líklegt, að notkun
póstkorta hafi hvergi verið eins
almenn og í Englandi. Þar mun
hún hafa náð hámarki árið 1904,
en það ár komu þar viku’.ega
sextán milljónir korta í póst. Á
árunum 1890—1900 er talið, að
póstkortin hafi verið orðin algeng
í öllum löndum Evrópu, nema
kannski á íslandi. Póstkorlasalan
í Þýzkalandi, og þó sérstaklega í
Englandi, var svo mikil, að' al-
mennt var talið, að hún nálgaðist
æði.
Auk þess sem fór gegnum póst-
inn. var þá þegar safnað mörgum
milljónum korta árlega, einkum
ónotuðum kortum, og safnarar
voru fjölmargir. Einnig mátti heita.
að hvert heimili hefði sitt „albúm“.
Hefur þannig varðveitzt mesti
fjöldi korta um þvera og endi-
langa Evrópu.
Sumarið 1967 dvaldist Jón Hall-
dórsson, póstkortasafnari í Reykja
lúk. um tíma í Lundúnum. Kom
hann þar í fornsölur, sem ein-
göngu verzla með myndir og göm-
ul kort. Sögðust forráðamenn
sumra þessara verzlana vera með
allt að hálfa milljón korta, og eru
íslenzk kort flokkuð með kortum
frá Skandinavíu. Jón segir:
„Það bezta, sem ég náði í þarna,
voru fjórtán kort, útgefin af Ólafi
Johnson og send af honum sjálf-
um í kortaskiptum til konu í Róm.
Samúel Eggertsson.
Þaðan berast þau einhvern tíma
til London og rúmum sextíu ár-
um seinna korna þau aftur heim
til íslands eins hrein og fín og þau
fóru héðan. Að þessu þótti mér
gaman“.
Það er talið, að fyrstu útgefend-
ur póstkorta hér á landi hafi ver-
jð þeir Ólafur Johnson, stórkaup-
maður í Revkjavík, og Karl Finsen
vátryggingaforstjóri, einnig i
Reykjavík. Svo segir Ólafur Björns
son í blaðinu Akranes. Ólafur tei-
ur þó lfklegt, að Jón Vestdal, sem
var uppeldissonur Sigfúsar Ey-
mundssonar, kunni að hafa riðið
á vaðið og látið gera eitt kort í
litlu upplagi, 500 eintok. Upplag
þeirra Ólafs og Iíarls var venju
lega þúsund kort af hverri tegund.
Hafi Jón Vestdal gefið út fyrsta
kortið, er það í fyllsta máta eðli-
legt, þar sem fósturfaðir hans var
lærður myndasmiður og þeir fé-
lagarnir, Ólafur og Karl, höfðu
flestar sínar myndir frá Sigfúsi.
Hann lærði ljósmyndasmíð i
Björgvin á árunum 1863—1864.
Kortin voru prentuð i Þýzkalandi,
fyrst aðeins gráhvit, en seinna lit-
prentuð. En ekki leið á löngu áð-
ur en farið var að prenta þau i
Reykjavík, til dæmis í prentsmiðju
Davíðs Östlunds (1907) og svo í
Gutenberg.
Hinn mikli bókasafnari, Bene-
dikt S- Þórarinsson, safnaði ýmsu
smáprenti, þar á meðal póstkort
um. Safn hans er í liáskólabóka-
safninu. Eru þar nokkur „álbúm“
með þessutn fyrstu útgáfum, eti
Ríkarður Jónsson
hinar elztu eru frá því um síðustu
aldamót. í safni Benedikts eru
um 2300 íslenzk kort íþar með
nokkur frá Winnipeg). um 180
kort frá Færeyjum, um fjörutíu
grænlenzk og fáein frá Björgvin.
Kort frá Reykjavík. Hið gamla
stjórnarráðshús íslands og fyrr-
verandi tukthús, einnig eitt sinn
landshöfðingjahús og stiftamt-
mannshús, er vafalaust ein af
kunnustu byggingum Reykjavíkur,
enda oft verið prentað bæði á póst
kort og frímerki.
Til er kort meö mynd, sem tek-
in hefur verið suður yfir lækinn í
Reykjavík áður en byggt var yfir
hann, en hann var opinn fram um
síðustu aldamót. Vafalaust hefur
margur krakkinn dundað sér við
lækinn í þann tíð. Ragnar Ásgeirs-
son sá þetta kort hjá rnér eitt
sinn, og varð honum þá að orði:
„Nei! Og þarna er lækurinn,
sem við Ásgeir bróðir minn vor-
uim að leika okkur að stökkva
yfir, þegar við vorum strákar“.
Alþingishúsið kemur okkur
kunnuglega f.vrir sjónir, svo mörg
kort sem hafa verið gefin út með
því. Langoftast fylgir dómkirkjan
með, smá í sniðum.
Með skemmtilegri kortum, sem
liafa verið gefin út af byggingum
í Reykjavík, er tréskurðarmynd af
háskólanum eftir Hans A. Muller-
Framan við húsið eru bílar, ungt
fólk og bækur — mikið af bókum.
Þar er einn náunginn stiginn í stól
inn og les úr miklum doðranti.
Antvar húkir í grasinu í huglelð-
ff I « I N N - SUNNUnAGSBLAÐ
941