Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Blaðsíða 11
sagði af sér forsætisráðherraemij- ættinu. Á þessum árum áttu írar ekki sjö dagana sæla fremur en áður. líögreglan var hvarvetna með reiddan refsivönd, og enginn gat verið óhultur um sig að kalla. Þá og þegar gat lögreglan birzt á heim ilum manna, hvort heldur var á nótt eða degi, og iðulega lyktaði slíkum heimsóknum með fangels- unum. Ekki var nema stunctum, að föngunum var tjáð, hvað þeim var gefið að sök, og enginn vissi, hve- nær hann yrði aftur frjáls maður. Á Norður-írlandi, þar sem mót- mælendur og fólk af ensku kyni hafði í fullu tré við hina kaþólsku íra, og meira en það, urðu iðu- lega uppþot og róstur. Mótmæl- endur réðust inn í hveríi kaþólskra j manna með misþyrmingum, ran- um og gripdeildum. Meðal annars gerðist slíkt í Belfast, þar sem mestar hafa verið rósturnar nú í ár. Það yrði löng og dapurleg saga að rekja hina blóougu fórnarbar- áttu, sem írar háðu fyrir sjálf- stæði sínu og rétti til þess að lifa lífinu svipað og aðrar þjóðir. Og raunar er sú barátta ekki enn til lykta leidd eins og átökin í Norð- ur-írlandi bera vitni um. Enn við- gengst ranglæti og kúgun á írskri grund og ber í sér það fræ, sem leiðir til ofbeldis og óhæfuverka. Þeirri togstreitu linnir áreiðain- lega ekki fyrr en allir Norður-írar hafa jafnan rétt, hvort sem þeir eru kaþólskrar trúar eða mótmæl- endur, af írsku kyni eða ensku. Og lokaþáttur þessarar hörmiunga sögu allrar getur varla orðið ann- ar en sá, að Norður-írland hverf- ur einhvern tíma í framtíðinni inn í írska ríkið. Að því hníga bæði landfræðileg rök og ekki síður hiitt, að írsku fólki fjölgar hraðar á Norðurrlandi en hinum enslk- kynjuðu og ensksinnuðu mótmæl- endum. Hvort tveggja er írunum hliðhollt, tíminn og aldarfarið. Með þeirri fréttaþjónustu, seni nú er, og sjónvarpssendingum, sem berast vítt um heim, er tæpast unnt lengur að níðast til lang- frama á þjóðarbrotum og trúflokk- um, án þess að það veki almenna reiði, eins og Bandaríkjastjórn fær að reyna um þessar mundir. er meira að segja hennar eigin þjóð er í þann veginn að snúast önd- verð gegn skelfingarstríði hennar í Víet Nam. Enskir hermenn leita að vopnum á irskum bóndabæ árið 1881. Sumir eru að rifa upp gólfið með járnkörlum og kúbeinum. Einn skyggnist upp í risið. Heimlii írsks fiskimanns í kring um 1880. Örbirgðin og vonieysi falar sínu þögia máli. X í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ OA7

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.