Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 2
A ýmsum nótum Strengja- t>að «erist æ .. oían í æ, að °9 jarðstrengir straym- höggvast 1 sund r ur, þar sem vinnuvélar eru notaðar við gröft og aðra tilfæirslu á jarðvegi. Þetta geta verið rafmagns- strengir, símastrengir, lagnir ails konar og hvað annað, sem grafið er í jörðu niður. Ætíð veldur þetta óþægindum, sem stundum bitnar á heilum byggð arlögum eða bæjarhlutum, og þegar verst hittist á, getur jafn vel stórfellt tjón vofað yfir. Orsökin er langtiðast hirðu- leysi og vangæzla. Teikningar sýna, hvar slíkir strengir eru í jörðu, og væri allrar varúðar gætt, ætti ekki oft að koma til þess, að þeir skaddist. Reynsl an er þó allt önnur. Við borg- um öll tjónið Dýrt spaug sýn- ist að rjúfa slíka stirengi. Viðgerð- arkostnaður er ætíð mikill, og þar að auki get ur til þess kom ið, að talsverðar skaðabætur bætist þar á ofan. Menn skyldu því ætla, að verktökum þætti nokkuð við liggja, að óhöpp af þessu tagi hentu ekki starfs menn þeirra, og veittu þeim talsvert aðhald. Vera má, að þeir geri það, en dæmi sanna að minnsta kosti, að ekki kem ur það að því gagni sem skyldi. En skakkaföll verktaka vegna mistakanna munu jafnaðarlega minni en líklegt kann að sýn ast í fljótu bragði. Oftast mun það vera almenmingur, sem að síðustu borgar tjónið, þótt eft ir krókaleiðum sé. Tryggingar eru brýn nauðsyn og veita mörgum öryggi, þegar óhöpp steðja að. En þess eru dæmi, að tþær geti líka haft ó- heppileg áhrif. Ég ætla, að oft ast komi það á tryggingarfélög að borga bætuæ, þegar stór virkar vinnuvélar valda tjóni á eignum. Með því er ekki sagt, að menn láti sig einu gilda, þótt þeir geri usla með slíkum vinnu vélum. Eigi að síður hefur þetta í för með sér, að alþýða manna í landinu verður, þegar öll kurl koma til grafar, að borga misfellurnar. Tíð atvik af þessu tagi draga á eftir sér há ið- gjöld, af háum iðgjöldum hlýzt að hverja vinnustund verður að greiða hærra verði en annars myndi, og hátt verð á vélavinnu eykur kostnað við alls konar framkvæmdir. Og undir honum verðum við öll að standa. Yrði það ekki til bóta, að Þeir, sem framkvæmdir hafa með hönd um, væru sjálfir látnir sæta verulegum viðurlögum, þegar jarðstrengir rofna af völdum vinnuvéla, hvað sem öllum tryggingum iíður? Það er satt að segja orðinn óþolandi fjandi hvað þessi strengjarof eru tíð. Við eigum ÍEnginn getur , . • lengur með hvergi |afn sanni sagt> að góðs að norræn sam- . vinna sé Iitið vænTa annað en falleg ar skálaræður á tylidögum. Hún er ánægjuleg staðreynd, er þegar hefur birzt í mörgu, og væntanlega er það langt til einróma álit íslendinga, að eng ar þjóðir sé eðlilegra né æski- iegra að eiga við nána sam- vinnu en Norðurlandaþjóðirnar. Engar þjóðir eru ofckur skyld ari og líkari 1 hugsun og hátt- um, af engum þjóðum eigum við að vænta jafnmikls skiln- ings og góðvildar, þegar á reyn ir, og engar þjóðir hafa fóstrað farsælli menningu né stýrt mál um sínum hamingjusamlegar en þær á síðari tímum. Þar er góður félagsskapur, er þær eru. Hin síðustu misseri hafa þær líka í mörgu sýnt, að þær viþa leggja okkur á lið, þó að upp 6 okkur hafi á hinn bóginn oft staðið á síðustu ár að þekkjast hinn norræna félagsskap eins og eðllegt hefði verið, tl dæm is í málflutningi og atkvæða- greiðsium á alþjóðaþingum. Hitt er annað mái, að allmörg um fannst nóg um öll þau um- svif, er voru í kringum fund Norðurlandaráðs, er starfsemi þjóðleikhússins var stöðvuð á miðju leikári og hingað hrúg uðust eigi færri en 127 blaða menn og fréttaritarar. Minna hefði sýnzt mega gagn gera á þessari öld tækni, hagræðingar og hagkvæmni. Verðugir í þeim umsvif- * um, sem fylgdu °9 OVerO- hinum mikla, ugir norræna fundi, hafa að mestu leyti kafnað umræður, er ella hefðu orðið um síðustu úthlutun listamannastyrkja. Eft ir sem áður vefcur það furðu og hneykslun, hvaða fólk hefur verið sett þar utan garðs. Mörg um verður á að spyrja, hvort María Markan, Þorsteinn Ö. Stephensen og Róbert Arnfinns son hefðu verið óverðugri viður kenningar en sumt það fólk, sem getur að líta á nafniistun- um. T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.