Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 4
★
Björn Kristjánsson, fyrrv. kaup-
félagsstjóri eg alþingismaöur á
Kópaskeri, er aö verða níræður.
Hann á nú heinia á Grenimel 13
í Reykjavík. Þessi sískrifandi og sí-
lesandi iðjumaður er nú hættur
að lesa og skrifa, af Því að sjón-
in brást honum fyrir einu til tveim
árum. En fyrir hugskotssjónum
hans svífa myndir frá liðnum tíma.
Hann man vel árið 1890 og jafn-
vel lengra aftur.
Þegar Björn var enn ungur mað-
ur á æskuheimili sínu, Víkingavatni
í Keiduhverfi, fór fram útrýming-
arherferð gegn fjárkláðanum um
land allt. Björn kom þar mikið
við sögu og fór tvisvar sinnum
að vetrarlagi landveg um allar
sýslur landsins, að undanteknum
Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Þá
var landið veglaust að kalla. Oft-
Jón Sigurðsson forseti var skipað-
ur til þess urn tíma, ásamt dönsk-
um dýralækni, að hafa umsjón
með kláðalækningum. Það mun
hafa verið um 1860, og var talið,
að starf þeirra hefði borið góðan
árangur.
Samt var fjárkláðinn hér við-
loða öldina út og raunar lengur,
einkum suðvestamlands og færð-
ist öðru hverju í aukana. Greindi
menn mjög á um það, sem kunn-
ugt er, hvort vænlegra væri til
árangurs niðurskurður eða lækn-
ingar. Um síðustu aldamót var
Páll Briem amtmaður norðan
lands og austan. Hann var áhuga-
samur framkvæmdamaður sem
kunnugt er, og beitti sér mjög fyr
ir því, að ráðið yrði niðurlögum
fjárkláðans að fullu, ef unnt væri.
Si^urður Sigurðsson, síðar búnað-
armálastjóri, var þá við nám í
Noregi, og að áeggjan amtmanns
kynnti hann sér reynslu Norð-
manna í kláðalækningum. Komst
hann í kynni við norskan mann,
Ole Myklestad, sem hafði langa
reynslu á Þessu sviði og var grein
um kláðalækningar eftir Myklestad
Björn Kristjánsson
Tvær hringferðir um landið
fyrir sextíu og fimm árum
ar en einu sinni hefur hann verið
beðinn að láta birta eitthvað af Því,
sem hann man um þessar lamg-
ferðir fyrir 65 árum og viðureign-
ina við fjárkláðann, en féllst loks
á það nú í vetur, af sérstöku til-
efni, að eiga við undirritaðan við-
tal það, sem hér fer á eftir.
— Hvernig stóð á þessari út-
rýmingarherferð gegn fjárkláðan-
um, sem þú tókst þátt í?
— Þessi útrýmimgarherferð átti
sér langan aðdraganda. Fjárkláð-
inn barst hingað lil lands með
ensku fé árið 1855 og breiddist
hratt út um Suðvesturland, en síð-
ar víðar um land. Fjárpest þessi
olli miklu tjóni á sauðfé, og var
reynt að vinna bug á henni, bæði
með niðunskurði og lækningum.
birti í Búnaðarriti 1901 að tilhlut-
an amtmanns. Um þetta leyti setti
Alþingi ný lög um útrýmingu f jár-
kláðans með böðum og lagði fram
fé í því skyni. Var Myklestad feng-
inn hingað til lands haustið 1902
til að hefja rannsókn á kláðan-
um og veita leiðbeiningar, en árið
eftir ráðinn til að standa fyrir út-
rýmingu fjárkláðans um land allt.
— Hvernig atvikaðist það, að
þú réðst til þessara starfa?
— Það var á árinu 1903, þegar
ég var tuttugu og þriggja ára
gamall, að boð komu til sýslu-
manna að leggja skyldi fyrir
hreppsnefndir að nefna til tvo eða
þrjá menn til að sjá um böðun 1
hverjum hreppi. Voru þeir kallað-
ir baðstjórar, og skyldu vera við-
staddir böðun á hverjum bæ. Við
Björn Guðmundsson í Lóni, síðar
hreppstjóri, vorum tilnefndir bað-
stjórar í Kelduhverfi. Björn var
frændi minn og nokkrum árum
el'dri en ég.
Um haustið voru okkur sendir
stórir eirpottar, en í þeim átti að
sjóða baðlyfið, sem voru stór tó-
baksblöð, í tvser og hálfa til þrjár
klukkustundir. Baðkerin sjálf voru
úr tré og ásamt eirpottunum flutt
á milli bæja. Snemma í nóvember
átti böðun að hefjast. Við Björn
vorum þá staddir í Ási í Keldu-
hverfi, því að þar átti að baða
fyrst. MyMestad kom þangað árla
dags austan yfir Jökulsá, sem þá
var óbrúuð, til að kenna okkur,
hvernig framkvæma skyldi böðun
Gísli Guðmundsson ræðir við Björn Kristjánsson frá Kópaskeri
100
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ