Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Page 5
íjna. Hann þurfti samt að hal&a afram ferð sinni á'ður en böðun ýar lokið í Ási, en vantaði fylgd- armann inn a Tjörnes og þaðan íil H&savíkur, Eftlr ósk hans geríí- }st ég fylgdarmaður hans þessa leið. Ég kunni Htið í norskunni, en þó tókst okkur að tala nokkuð saman á leiðinni. Ég spurði hann áður en við skildum, hvort til greina gæti komið, að ég yrði fylgd hrmaður hans næsta vetui'. Hann svaraði fáu. Taldi það þó ekki úti- lokað og kvaðst láta mig vita, hvort úr því gæti orðið. Næsta sumar. 1904, kom svo bréf frá hon um. Sagði hann þar, að ef mér væri enn hið sama í hug, skyldi ég hitta sig á Akureyri 24. októ- her 1904. . — Hvernig gekk ferðin til Ak- ureyrar? — Það var mjög góð tíð þetta haust. Ég hafði hest að heiman til Akureyrar. Gisti á Sandhólum á Tjörnesi og GrenjaðarstÖðum hjá móðursystur minni. sem var gift séra Benedikt Kristjánssyni, og þriðju nóttina á Varðgjá, austan Eyjafjarðar. Þar keypti ég hest- inn, sem ég hafði til langferðar- innar vestur frá Akureyri — gráa hryssu, seiglingsgrip. Heimahest- inn sendL ég til baka með land- pósti. Ti] Akureyrar kom ég dag- inn eftir og gisti þar eina nótt. Þar hltti ég Myklestad, og daginn eítir lögðum við af stað vestur í Skaga- fjörð. — Fóruð þið snemma af stað? — Nei, gráa hryssan frá Varð- gjá var ekki á skaflajárnum, og ur þvl varð að bæta, því að jörð var frosin. Ég fór til Sigurðar Sig- urðssonar járnsmiðs. Hann hafði góða áðferð til að ráða við hross, sem létu illa við jámun, þó að þess þyrfti raunar ekki við um minn hest. Hann setti sterkt beizli eða múl á hestinn, sem átti að járna, og var taumurinn dreginn undir kviðinn á öðrurn hesti, s.em varð ■að vera stUltur, en hinum megin við þann hest var niaður, sem hélt tauminum föstum. Þannig var höfði hestsins, sem járnaður var, haldið niðri, og stóð hann þá kyrr «ð mestu. Eftír að ég sá þetta, not- uðum við þessa aðferð við óþæga hesta heinia á Víkingavatni, og gafst vel. Upp úr hádegi lögðum við af stað, við Myklestad, Hall- jgrímur hóndi á Rlfkelsstöðum og maður, sem iiafði verið við smíði Jökulsárhrúar urn sumarið. Kom- um við á bæ í Kræklingahlið. Þsr var Myklestad og Hallgrími boðið inn, en við yngri mennírnir biðum þeirra um stund. Um nóttina gist- úm við á Þverá í Öynadal hjá Stefáni Bergssyni, föðúr Bernharðs alþingismanns. — Og svo byrjaði tláðaböðun- in? — Við byrjuðum ekki að láta baða, fyr.r en komið var vestur yfir Héraðsvötn, því að í austur- hluta Skagafjarðar hafði verið bað að árið áður, eins og i Eyjafirði, Þingeýjarsýslum og á Austurlandi, þar á meðal í Austur-Skaftafells- sýslu. En það fólst í áætluninni, sem framkvæmd var, að baða skyldi um land allt á tveim árum. Hallgrímur á Rifkelsstöðum og Davíð á Kroppi voru aðstoðarmenn Myklestads veturinn 1903 til 1904. Kenning Mykiestads var þessi: Kláðamaur drepst allur við böðun, ef hún er rétt framkvæmd, en kindinni átti að halda 7—10 mín- útur niðri í baðinu, hausnum þó ekkj nema eina mínútu eða svo, og var haldið fyrir nasirnar. Tvær kinlur baðaðar samtímis og lagð- ar á bakið í sama baðkerinii og hélt maður livorri kind. í öðru keri var látið síga úr kindunum og ullin kreist. Það gerðu aðrir. Þetta var vont verk og erfitt, féð barðist um og sparkaði. Ég komst upp á lag með að nota fótólar í Kelduhverfi, og gekk þá betur. En ekki var eftir kenningu Myklestads nóg að dreria maurinn moð böðun. Ole Myklestad fjárkláðalæknir meS helSusmerki siH á brjósHnu. Eftii voru «gg eða maurar á klak- stigi, og á þeim vann baðlyfið ekki að svo stöddu. Efth’ yikutíma eða svo áttu þessi egg að vera orðin að niaurum, og þeim varð líka að úbrýma. Þetjta sagði Myklestad, að hægt væri að gera á tvennan háft: Ánnaðhvort með því að baða aftur eftir viku eða láta féð standa inní í viku eftir böðun. Ef féð stæði inni, yrði baðtóbakseimurinn á- fram svo sterkur í ullinni, að það nægði til að drepa þá veikbyggðu maura, sem nýkomnir væru lir eggi, jafnóðum og þeir yrðu til. í þá daga þótti mönnum dýrt að gefa inni í heila viku, ef beit var, ekki sízt eftir óþurrkasumar eins og 1903. Þó tóku menn almennt þann kostinn. en hræddur er ég um, að ekki hafi allir staðið við það, sem um var talað í því efni. — En við vorum staddir í Skaga firði vestan vatna? — Já, þar var baðað í öllum hreppum og byrjað á Sauðárkróki. Myklestad fór svo inn eftir sveit- um, en sendi mig út á Skaga og fékk mér fylgdarmann. Jón hrepp stjóra á Hafsteinsstöðum. Átti ég að sjá um baðanir í umboði Mykle- stads fyrst um sinn. Fyrsta böðun- in, sem ég sá um, var á Skíðastöð- um í Laxárdal. Þar réð ekkja fyr- ir stóru búi. Mér er það minnis- stætt, að dóttir hennar var trúlof- uð bóndasyni á Veðramóti og að þau dóu bæði af berklum. hún Björn Kristjánsson frá ViUingavatni oq Sigurður Jónsson frá Fjölium (fa'ðir Jóns borgartæknis). Mvndin tekin i Reykjavík í dssembermámiði löO't T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.