Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 9
Bjart var yifir Fallhömrutn, og sæl var þessi sveit,
sæl af búsins fegurð, dáð og rausn.
Vonir nýrra tíma gáfu vegleg fyrirheit:
vélarinnar hjálp og endurlausn.
Skipt er nú uim stillimynd og önnur yng-ri sjón
áleitin að vitja huga míns:
Jörðin er í eyði og hin gömlu góðu hjón
gengin inn í fögn-uð herra síns.
Enniþá standa hamrarnir, og húsin eru kyrr,
hnignar öllu samt um bæ og garð.
Enginn tekur gisting þar sem oft var náttað fyrr,
enda sjaldan farið Ha-mraskarð.
Engar kýr á básunum né heldur hross við stallj
hestasteinninn fór á byggðasafn.
Endurreisnartíminn hefur orðið syndafal;
yfir bænuim knunkar efcki hraf-n.
Sonur Jóns á Fallhömrum er sjómaður í Vík,
sinnir stjórn á skipi jafnt og þétt.
Konan er af höfðingjum, og hjónin eru rík,
húsgögn þeirra sómdu læfcnastétt.
Eins í mat sem klæðnaði er allra kosta völ,
— undarlegt að nokkuð vantar samt.
Búðin handan götunnar er birg með kók og öl,
— börnin fá sinn hálfa mjól'kurskammt.
Komir þú að Fallhömrum, þér heilsar gróin grund,
grundin þar sem Jón í flagi vann.
Arðlaus hvílir moldin eins og mannsins grafna pund,
meðan tíminn fyrnir yfir hann.
Þessar grænu dagsláttur, sem enginm kaus í arf,
aidrei vissu brunaskemmd né kal.
fsland er svo ríklátt, að ekki sinna þarf
eyðijörð í vegalausum dal.
.............................................................J
ferðalögunum. Hann var rúmlega
uneðalmaður á hæð, firekar hold-
pkarpur. Hann var kulsæll, eink-
fUm á fiótum, og ég. fékk móður
inína til að -gera honum skó úr
Íamíbskínni, þar sem loðnan sneri
Jnn. Utan yfir þeim var hann í
Vatnsleðurstígvélum. Hann var allt-
ftf í ullarnærfótum, og yfiiihöfnin
Var þykkur, svartur klæðisfrakki,
Skósíður og skinnfóðráður , og
gneri loðnan inn. Hann hafði, að
Jttig iminnir loðhúfu á höfði.
Báða veturna hafði hann gráan
hest, mesta stólpagrip, sem
treysta mátti, er mikið þurfti við,
og annan til skipta, en á þriðja
hestinum var klyfsöðull.
Hann átti heima í nágrenni við
Björgvin og mun hafa fengizt þar
vlð búskap, en snemma á ævinini
farið að fást við kláðalækningar
í heimalandi sínu. Reynsla hans
við útrýmingu fjárkiáða var mikil
og hann mun hafa fengizt við hana
um 45 ára ske'ið samtais, lengst
af I Noregl og svo hér á landi., Ég
beld, að hann hafi ekki notið mik-
illar menntunar og ekki verið gáfu-
maður umfram það, sem almennt
geri-st, en áhuginn var ódrepandi
og samvizkusemi hans og skyldu-
rækni alveg einstök. Gæti ég nefmt
dæmí um, hvað hann lagði á sig
stundum í þvi sambandi. Þar sem
við gistum eða vorum um kyrrt,
vildl hann helzt spila vist á kvdd-
in, ef þess var nokkur kostur, og
ég var orðinn svo leiður á vist-
inni, að ég hef varla -getað snert
spil síðan. Ég á enn nokkur bréf
Framtialcl á 118. síðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
105