Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Page 11
af platínu, gimsteinum og pening-
um. Þessir menn fundust aldrei,
en kunnugt er, að bæði Þjóðverj-
ar og bandarískir hermenn voru
við þetta riðnir.
Gegn þessum þrjótum hæfir að
tefla grandvörum manni — at
vinnulausum Svertingja, Douglas
Johnston. Árið 1961 fann hann
eitthvað tó'lf eða fjórtán milljónir
króna í góðum og gildum dollara-
seðlum á götu í Los Ange’es. Hann
fór með þetta beint til lögreglunn-
ar, og ætla menn, að aldrei hafi
verið afhentur á lögregiiistöð jafn
verðmætur fundur. Svertinginn
varð af þessu nafnkunnur maður,
sem fékk mikinn sæg bréfa. En í
fjórða hverju bréfi, sem hann fékk
var gefið í skyn eða sagt berum
orðum, að hann kynni líklega ekki
með peninga að fara.
Varla hefur nokkur málari ráð-
izt í að mála stærra málverk en
Bandaríkjamaðurinn John Ban-
vards á síðari hluta nítjándu ald-
ar. Það var hálfur fjórði metri á
hæð og hálfur fimmti kilómetri
á lengd. Þarna þjappaði hann líka
saman mestöllu Missisippifljótinu.
Það ráð var tekið að klippa mál-
verkið sundur á nokkrum stöðum
og geyma það síðan í stórum
ströngum. En því miður brunnu
strangarnir árið 1891, og stærsta
málverkið, sem nú er til, er ekki
nema fimmtán sinnum hundrað
og tuttugu metrar að stærð.
Á sviði ritlistarinnar kveður
einna mest að Englendingnum
Charles Hamilton, og eru engir
hans jafnokar að afköstum.
Snemma á þessari öld, þegar hann
var í blóma lífsins, skrifaði hann
ium áttatíu þúsund orð á viku. Með
því móti þurfti hann sem næst tvo
imánuði til þess að skrifa bók af
isvipaðri stærð og ritninguna. Alls
er talið, að sjötíu milljónir orða
séu í bókum hans. Sé þetta allt
gott, þá hefur maðurinn ekki lifað
til einskis.
Ekki er fyrir það að sverja, að
fram á sjónarsviðið komi einhver,
sem yfirstígur Hamilton. En aldrei
inun neinn komast fjær allri mælgi
en Viktor Hugo og útgefandi hans.
Vesalingarnir voru nýkomnir út,
og skáidið langaði til þess að vita,
hvernig salan gengi. Hann skrifaðl
því útgefandanum og texti bréfs-
ins var: ? — eitt spurningarmerki
og annað ekki. Nú hafði salan
gengið prýðilega, og útgefandinn
þreíf pennanm glaður og svaraði
skáldinu. En hann komst lika af
með lítið: ! — það var nægjaniegt
svar.
Þannig er lífið: Ósegjanlega fjöl
breytilegt og stundum fjarstæðu-
kennt. Eitt afkastamesta sálma-
skáld heimsins — höfundur átta
þúsund sálma — var kvenríkast-
ur manna, ög átti 62 eiginkonur
samtímis. Þýzkur matmaður var
fjörutíu og tvo daga að éta væn-
an uxa einn síns liðs árið 1880.
Tyrknesk kona í Adnahéraði átti
árið 1961 barn, sem var rúmlega
fjörutíu og þrjár merkur að þyngd.
Sjónleikurinn Drykkjuþrjóturinn,
saminn árið 1843, var sýndur í Los
Angeles linnulaust á hverju kvöldi
frá því árið 1937 til 17. október
1959. Malajahjón, Temúlji Nari-
man og kona hans, voru 86 ár sam-
an í hjónabandi. En þau voru bæði
fimm ára, þegar þau voru gefin
saman. í löndum, þar sem barna-
giftingar eru bannaðar, vita menn
ekki dæmi þess, að hjón hafi búið
lengur saman en 82 ár. Ferjumað-
urinn Abraham MoLean í Durham
á Englandi vann fram til ársins
1956 frá klukkan sex að morgni
til klukkan tíu að kvöldi fimm
daga vikunnar, frá sex til ellefu
á laugardögum og frá níu til ellefu
á sunnudögum, hvort tveggja að
kvöldlagi. Fastur vinnutími hans
var því hundrað og ellefu klukku-
stundir á viku. Maður nokk-
ur í Houston í Texas, James Henry
Brett, var skorinn upp við meini
í mjöðm 111 ára og þriggja mán-
aða gamall — og komst til heilsu.
Róbert Earl Hughes, Illinoisbúi,
var um skeið 962 pund að þynvd
Þá var hann 310 sentimetrar um
mittið. En þvx miður dó þessi fá-
gæti maður í blóma lífsins árið
1958, aðeins þrjátíu og tveggja ára
gamall. Skipstjóri einn á Nýfun-ip
landi, Kettle, dó 102 ára árið 1963
Þá átti hann á lífi þrettán börn,
65 barnabörn, 201 barnabarna-
barn og 305 barnabarnabarnabörn.
Niðjarnir voru því 584 á lífi. Líf-
seigastur allra skipbrotsmanna ar
kannski enski brytinn Poon Lim.
Skipið, sem hann var á, varð 'fvr-
ir tundurskeyti á Atlantshafi 23
nóvember 1942. Hann komst á
björgunarfleka, sem rak um haíið
133 daga. Maðurinn fánnst 5. apri!
1943 og hafði dregið fram lífið á
fiski og regnvatni.
Þannig mætti lengi halda áfram
að rekja furður. Skemmsta stríð
veraldarsöyunnar var háð í Zanzi-
bar árið 1896. Klukkan tvær mín-
útur yfir níu 27. ágúst rann út
frestur, sem Englendingar höfðu
sett furstanum, og vopnaviðskipti
hófust. Klukkan fjörutíu mínútur
gengin í tíu gafst furstinn upp. í
Bahia Felix í Chile voru 348 rign-
ingardagar árið 1916. Möltegund
ein er svo þefnæm, að karldýrið
finnur lykt af kvendýri í ellefu
kílómetra fjarlægð. Stærsta frí-
merki, sem sögur fara af, var gef-
ið út i Kína árið 1913, sjö sinn-
um 25 sentimetrar að stærð. Páfa-
gaukur einn í Bournemouth í Eng-
Iandi kunni 531 orð.
Meira viljum við ekki leggja á
lesenduma af þessu. Það væri
ekki víst að þeir tryðu því.
it
Þú neldur kannskl, að englapfkurnar héma uppl séu elna
og jxessar kanínur á jörðinnl.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
107