Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 13
1494—5. Þegar hann spurði til plágunnar, flutti hann vestur á öræfi, að svo kallaðri Dyngju í Arnardal. Byggði þar bæ og bjó þar í tvö ár. Meðan plágan stóð sendi hann tvo menn til byggða, sitt árið hvorn, og kom hvorugur aftur. Þriðja árið sendi hann son sinn. Hann sá bláa móðu yfir dalnum en engar mannaferðir. Þá flutti Þorsteinn að Netseli við Ánavatn í Eiríksstaðaheiði og bjó þar eitt ár. En næsta ár flutti hann aftur að Brú og bjó þar til elli. Sögnin hefur nú að vísu sagt, að Þorsteinn hafi flúið frá Brú undan Svartadauða 1402, en eftir því sem ættir hafa verið raktar frá honum, hefur hann eigi getað verið uppi svo snemma. Gat auðveldlega verið blandað saman plágunum í munnmælunum, þegar tímar liðu, einkum þar sem nafnið Svartidauði var miklu kunnugra nafn, þegar frá leið en plágan síðari. Það gerir og tiltæki Þor- steins, að flytja sig inn til jökla undan plágunni, enn eðlilegra, þegar honum var kunn orðin öll sú mikla eyðilegging, sem Svarti- dauði olli á sinum tíma.“ Þótt ekki sé fullkunnugt um framætt Þorsteins, höfðu lengi verið við liði á Jökuldal blöð, meðal afkomenda hans. Þar er hann talinn sonur Magnúsar bónda í Skriðu í Reykjadal Þor- kelssonar prests í Laufási, Guð- bjartssonar. Guðbjartur var prestur á Bægisá. Hann var tal- inn afkomandi Helgu vænu, dóttur Þorsteins á Borg, Egils- sonar Skallagrímssonar. (Tíma- rit J. Péturssonar, 4. b. bls. 29). — Magnús í Skriðu varð sýslu- maður í Eyjafirði 1482. Hann er, samkvæmt Ættum Austfirðinga, talinn á llfi 1534, en Einar Bjarnason ættfræðingur telur að Magnús muni hafa dáið 1518. Timans vegna geti Þorsteinn þó hafa verið sonur hans. Niðjatöl séu ekki til frá Magnúsi Þorkels- syni, heldur frá Jóni syni hans & Svalbarði (sem Svalbarðsætt er frá). Hinsvegar telur Einar Bjarnason arfsögnina um það, að Þorsteinn á Brú hafi verið Bonur Magnúsar, svo óljósa, að ekki verði mark á henni tekið. Magnús er talinn kvæntur 1477, en ekki er kunnugt hversu löngu fyrr hann kann að hafa kvænzt. Kona hans var Kristín dóttir Eyjólfs riddara Arnfinns- sonar. Margrét systir hennar giftist Hrafni lögmanni Brands- syni 1467. Séra Einar Jónsson á Hofi, höfundur Ætta Austfirðinga, segir m. a. um ætt Þorstelns jökuls: „Hafi Þorsteinn jökull ekki verið nema 25—30 ára, þegar Harpa Steingrlms Thorsteinssonar. plágan síðari kom, gæti hann vel, tímans vegna, verið senur Magnúsar í Skriðu og Kristínar, fæddur um 1465—1470. En ekki veit ég aðrar heimildir fyrir þess- ari ættfærslu Þorsteins, en áður nefnd ættartölublöð hjá afkom- endum hans á Jökuldal, því að ekki er Þorsteinn nefndur meðal barna Magnúsar í gömlum ættar- RitfangasfœSI Jóns ÞórSarsonar. T í M 1 N^ — 8UNNUDAGSBLAÐ 109

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.