Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Side 17
unnar sjáist t. d. í sveinsstykki hans, áhrif frá gamalli, kirkju- legri skurðlist í Ansgar-töflu hans. Á öllu sé þó sérkennilegt og oft persónulegt handbragð og blær Stefáns Eiríkssonar sjálfs. — Viihjálmur telur Stefán hafa verið mikinn verkmann og vinnusaman. Létt hafi undir méð honum að hann hafi ávallt verið fjörmaður, léttlyndur og bjart- sýnn. Ýmsar íþróttir hafi hann einnig stundaö til tilbreytingar, haft mikla unun af veiðum og fyrr meir verið hreindýra- og selaskytta góö, en á síðari tím- um fengizt allmikið við laxveiðar á stöng, á sumrum. Af skurðverkum Stefáns nefn- ir Vilhjálmur m. a. tvær altaris- bríkur, nokkra beinlára, skrif- borðsáhöld handa Stefáni G. Stefánssyni og Geir rektor, bréfapressu handa Steingrími Thorsteinssyni, auk Feilbergs- asksins, sem fyrr er getið, nokkr- ar bókahliðar o. fl. — Á Hafnar- árurn Stefáns hafi hann verið allvel kunnugur Sinding mynd- höggvara. Af öðrum kunningjum hans þar megi nefna Dahlerup húsameistara og Kock prófast og fólk hans, sem Stefán segi, „að alltaf hafi verið sér mjög gott.“ Fyrir utan þann styrk, sem Sig. Gunnarsson prófastur og frú hans veittu Stefáni, seglr V. Þ. G., að prófessor Finnur Jónsson hafi einu sinni útvegað honum 400 kr. feröastyrk i Danmörku. Annan opinberan styrk hafi hann ekki hlotið. Ennfremur segir V. Þ. G., að Stefán hafi á yngri árum verið bókamaður allmikill, og lesið talsvert af skáldritum. Elnnlg hafi hann boriö við að yrkja bæöi kvæði og stökur, en aldrei skorið þá list sína neinsstaðar, svo að hún mætti geymast, en einn góðan veðurdag hafi hann tekið alla syrpuna og kastað hennl í eldinn loganda, „svo að þetta helvíti sæist ekki eftir sig.“ Við endurskoðun á ljóðagerð einni hefur honum vafalaust ekki fundizt hún í samræmi við listskuröinn, og því falið Loga konungi að geyma hana um ei- lífð. í fyrsta árgang Eimreiöarinn- ar skrifar prófessor Finnur Jóns- eon um fullnuma smið Stefáns Eiríkssonar. Farast honum svo orð um hana: „Hún er skorin í ítalskan hnot- við og ger af svo miklum hagleik og snoturleik, aö henni var dæmd ágætiseinkunn. Skurður- inn er ítalskur renæssance- skurður .... myndin sé þó of lítil til þess, að hægt sé að sjá glögglega allt hið smæsta í skurðinum . ... Á vori komanda ætlar hann að fara til Suður- landa, helzt allar götur suður til Ítalíu, til þess að framast enn betur í mennt sinni (tréskurði og teiknilist). Hann kveðst munu fá styrk til fararinnar, enda væri þaö æskilegt, að hann gæti feng- ið tækifæri til að sjá og læra sem mest, því ekki eigum vér ís- lendingar of marga listamenn- ina, og væri vert, að þjóðin gerði gangskör að þvi að efla listir 1 landi voru, ekki sízt þær, sem eru gamlar og þjóðlegar, t. d. einmitt tréskurðarlistin.“ Af nemendum Stefáns, sem út- skrifuðust frá honum, eru nú að- eins þrír á lífi; Ríkarður Jóns- son, Halldór Einarsson og Soffía, dóttir Stefáns. Þegar Stefán Eiríksson varð sextugur, 4. ágúst 1922, lagði hann land undir fót, ferðaðist norður og austur á land, en nokkru eftir að hann kom úr þeim leiöangri, héldu vinir hans og velunnendur honum og fjöl- skyldu hans samsæti. Aðalræð- una fyrir afmælisbarninu fiutti Guðmundur Björnson landlækn- ir. Meöal þeirra, sem þetta hóf sóttu, veit ég með vissu um TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 113

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.