Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 19
ir og kynntist ég þeim báðum og
vissi að Guðmundur bar mikla
virðingu fyrir Stefáni, framtaki
hans og verkum, enda var það
sizt ofgert. Það hefur þurft meira
en meðal kjark til þess að drífa
sig af fjöllum ofan, efst á Aust-
urlandi, til þess að læra skraut-
list, sem að vitanlega skóp vafa-
sama framtíðarafkomu.
Það var tíðrætt hér áður fyrr
um sérstaka kraftamenn, að þeir
væru yfirburðamenn. Ekki hafði
Stefán Eiríksson því til að
dreifa; á þvi sviði var hann rétt-
ur meðalmaður, en samt sem
áður var hann margra manna
maki hvað öll afköst snerti.
Stefán var söngmaður mikill,
og hafði sungið mikið í söngfé-
lagi í Kaupmannahöfn. Hann
hafði afar hástemmda tenór-
rödd, og hásyngjandi var hann
oftar en hitt við útskurðarbekk-
inn.
Stefán komst fljótlega að því,
að ég gat líka sungið nokkuð,
þaulæfður úr „Hultrahömrum"
við Hamarsfjörð, því þar var
svo yndislegt bergmál og að vísu
víðar á þeim slóðum. Þá skipaði
hann mér strax aö syngja lika,
en oftast byrjaði hann svo hátt,
að ég varð að skella háu tónun-
um niður um heila (áttund) sem
kallað er, eða hætta ellegar.
Aftur á móti hafði ég sterkari
millirödd, sem ítalirnir kalla
barítonó, og er í miklum háveg-
um höfð sunnan Alpafjalla.
Neytti ég þá á stundum kraft-
anna. Hrópaði meistarinn þá til
mín, hvort ég ætlaði að rífa
sundur húsíð með hávaða. Stökk
hann þá uppí háaloft með skurð-
járnið i annarri hendi og háa C
ennþá ofar og hrópaði í regin-
galsa: „Hvað segirðu nú, and-
skotinn þinn.“ Og þá varð (il
barítonó) auðvitað að láta í
minni pokann, ekki hvað sizt
sökum þess að hér á landi, og
jafnvel víðar noröan Alpafjalla,
vóru ekki taldir söngmenn nema
hvelltenórar, en sunnan Alpanna
var söngsmekkurinn alveg þver-
öfugur við smekkinn norðan
fjalla.
Stefán Eiríksson lærði og lauk
prófi með ágætum vitnisburöi
hjá C. B. Hansen myndskurðar-
meistara í Kaupmannahöfn, og
var hann þar með fyrsti íslend-
ingur, sem lokið hafði slíku prófi.
Aftur er ég fyrsti íslendingur,
sem lokið hefur prófi í mynd-
skurðarlist hér á landl; er það
Spegillinn hans Ríkarðs, svokall-
aður.
Mér vitanlega er ég einasti ís-
lendingurinn, sem lært hefur og
iðkað bæði myndskurðarmennt
og myndhöggvaralist.
Þá er og Soffía dóttir Stefáns
Eiríkssonar aleinasta kona, sem
lært hefur og tekið próf í mynd-
skurði, og sýnir prófsmíði henn-
ar það, að hún hefur hlotið í arf
drjúgan skerf af snilligáfu föður
síns.
Það mun hafa verið að vorlagi,
eitt árið, sem ég var við nám hjá
Stefáni Eiríkssyni, að nokkrir
heiðursmenn hér í borginni
höfðu sameinazt um að senda
vini sinum, er hörfað hafði til
Vesturheims á Amerikutímabil-
inu, veg fmælisgjöf,
Höfðu i' pantað ask hjá
Stefáni I. aissyni, er skyldi vera
hinn glæsilegasti skrautgripur
og var ákveðið að fá orta við-
eigandi ferskeytlu, er hringaði
sig með höfðaleturs braglínum
utan um askbelginn.
Guðmundur Fhmbogason, pró-
fessor, var einn af gefendunum
og hafði hann lofað að yrkja
vísuna, nauðugur þó, því að þótt
hann væri maöur vel hagorður,
hafði hann alltaf vantraust á
sinni eigin skáldgáfu.
Nú hafði Stefán teiknikeimslu
að sinna, en mig hafði hann sett
i það að halda áfram með ask-
smiðina. Og ég átti endilega að
byrja að koma vísunni áleiðis á
askinn, ef Guðmundur kæmi
með ljóðið.
Varla var Stefán sloppinri íyrir
hornið, fyrr en Guðmundui' kem-
ur, allléttur á brúnina með vel
rlmaða visu, sem hann ias yfir
mér.
Byrjaði ég þá þegar áð raöa
stalafjöldanum á askinn, en var
eklci f arinn að skera einn eiriasta
staf, þegar rismikið glæsimenni
í gullhnappaðri yfirvaldsburu,
með staf i annarri hendi og glófa
á báðvm, siðlaði upp Grjótagöt-
una oíí stefndi að vinnustofudyr-
um S t fáns.
En ]; i var það, sem undrið
skeði. I'rófessorinn hrópar: „Nei,
Guð alnáttugur! Þetta er Einar
Benediktsson. Hann má ekki
sjá þennan helvítis leirburð.“
Þrífur hann af mér miðann með
visunni og tutlar hana niður í
spónahrúgu á gólfinu. Skáldið og
prófessorinn heilsast mjög vel
Stefán Eiri'-sson,
er henn var um fertugt.
og virðulega, en Einar átti eriirdi
við Stefán.
Guðmundur fór nú að tjá
skáldinu vandræði sín yfir því,
að gefenduma vantaði snjalla
vísu á askinn, og væri hann sá
bezti maður, sem hugsazt gæti,
til þess að leysa þennan vanda.
„Hverjir eru gefendm,nir?“
spyr skáldiö. Guðmundur telur
þá upp.
„Nú, þetta eru allt saman skáld
og geta ekki klúðrað saman einni
einustu ferskeytlu."
„Nóg eru skáldin, en allt sam-
an leirskáld,“ segir Guðmundur.
Þessu skáldamóti lauk þó svo,
að Einar Benediktsson, sýslu-
maðurinn á Rangárvöllum, þver-
tók ekki fyrir að gera einhverja
tilraun með vísuna.
Sammæltust þeir svo daginn
eftir á sama stað. Kom skáldið
á tilsettum tíma og þrumaði yf ir
okkur Guðmundi þessa gullvægu
sléttubandavísu á marga vegu,
eins og sléttubönd gefa efni til:
Milli stranda bindur bönd
bræðra andans kraftur.
Hylli landans vinavönd
vitjar handan aftúr.
Það var hrein og bein stór-
skemmtun að sjá Stefán vinna.
Það var sama hver efniviðurinn
var, sá er forma skyldi, hrein-
dýrshorn, tré, hvalbein eða hval-
tennur. Ekki var það sjáanlegt
að Stefán væri feiminn eða
hræddur við neitt af þessuin
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
115