Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Side 6
SÉRA SVERRlR HARALDSSON:
Ég sigidi úr
Ég sigidi úr höfn á sumardegi,
er segiin vindurinn þandi,
og hirti lítiö um hrakspár þeirra,
sem hímdu eftir í landi.
Hvað varðaði mig um veslings fólkið,
sem vildi svo gjarnan frétta,
að ég hefði loksins bátinn brotið
í brimi við Svörtukletta.
Ég ætlaði að fara um heiminn hálfan,
hamingju mína finna,
eignast svo gull og græna skóga,
glæsileg afrek vinna.
Síðarmeir heim ég svifi aftur,
svo að menn skyldu frétta,
að ekki hefði ég bátinn brotið
í brimi við Svörtukletta.
Alls staðar mætti ég illgjörnu brosi
og augum, sem lýstu háði.
Hver einasti maður, sem eitthvað sagði,
ógæfu minni spáði:
Þér væri nær að hanga heima
og hugsa minna um þetta.
Þú mundir aðeins bátinn brjóta
í brimi við Svörtukletta.
Dagarnir liðu einn af öðrum.
Aldrei sá ég til landa.
Þau voru hulin mistri og móðu
og myrkri til beggja handa.
Áttu að rætast óskir þeirra
allra, sem vildu frétta,
að ég hefði villzt og bátinn brotið
í brimi við Svörtukletta?
Báturinn minn var brothætt glingur
sem byltist á trylltum öldum.
Straumurinn æddi, stórar bylgjur
stigu með hvítum föidum.
Illgjarnir menn, sem hímdu heima,
höfðu gaman að frétta,
að flakið af bátnum fannst i morgun
á fjöru við Svörtukletta.
Þið, sem að jafnan furðu fúsir,
fleygðuð að manni steini,
hrakspár ykkar og ólánsóskir
urðu mér loks að meini.
Vel máttu una, vesæll lýður,
vildirðu ekki þetta?
Á morgun finnur þú lík mitt liðið
iiggja við Svörtukletta.
1
lögreglustöðina fyrir kvöldið“.
„Það ferðalag skaltu sjálfur fá
að borga“, sagði Jói. „Ég segi þér
það í síðasta skipti, að lærið keypti
ég i búðinni“.
„Ójá, en gleymdir kannski að
borga það eins og þegar þú keypt-
ir hanann forðum“, sagði lög-reglu
þjónninn háðslega.
Hænsna-Jói skotraði augum til
konu sinnar í kimilegra lagi um
leið og hann reis upþ. Þegar út
kom, fór hann að dunda við að
spenna hestinn fyrir gamlan og
laslegan léttivagn. Lögregluiþjónn
inn stóð álengdar, ábúðarmi'kill og
strangur á svip. Þegar hesturinn
var kominn fyrir vagninn, lagði
hann Iærið aftan við sætin og sett-
ist sjálfur við hliðina á Jóa.
„Ég fæ einhvern íil pess að fara
heim með hest og vagn ‘, kallaði
hann til konunnar, sem fylgt hafði
þeim eftir út á htfrAJf. . Bóndann
verð ég að hýsa fyrst um sinn“.
„Sjóddu kartöflur, svo að þær
verði til, þegar ég kem aftur með
lærið“, 'Sagði Jói eins og ekkert
væri.
Og konan kinkaöi kolli til hans.
Verzlunarstjórinn var í þann
veginn að loka búðinni, þegar lög
regluþjónninn rak svínslærið eins
og kylfu í bakið á Jóa og stjakaði
honum með því inn um dyrnar.
Honum varð sýnilega órótt, er
hann sá þessar aðfarir.
„Hvað gengur á út af þessu
læri?“ spurði hann. „Er eitthvað
að því?“
„Ekki svo ég viti,‘, svaraði Jói.
„Nema lögreglan virðist hafa á-
girnd á því“. .
„Borgaði hann lærið spurði
lögregluþjónninn opinmynntur.
„Vitaskuld. Hér er staðgreiðsla,
afsláttur 2%“.
„Þú . . . djöfuls óþokkinn - ,
hlökti í lögregl'uiþjóninum. „Þú
it
„Fáðu mér lærið, og fimm krón
ur tek ég fyrir aksturinn“, greip
Hænsna Jói fram i fyrir hónum.
„Nema þú viljir beldur, að við
komum á lögreglustöðina til þess
að jafna þessar sakir þar“.
Lögregluþjóninum varð lí'kt og
bilt við.
„Ætli ég þurfi að fata með þig
þangað“, sagði hann loks. „Ég
borga þetta sjálfur í bili. Og get
ir þú svo þagað, væri ég vis til -
að sjá það við þig í einhverju
seinna meir“.
Jói ók heim með lærið í létti-
vagninum.
„Haninn, strákar!“ var hrópað
niðri við ána.
En Jói lét sér hvergi bregða.
Hann pírði augunum á kvöld
roðann og glotti i kampinn.
J.H. þýddi.
294
T f M I N N - S1TNN1JDAGSBLAÐ