Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Page 15
Kópasker.
Ljósmynd: Snorri Snorrason.
SÉRA PÁLL ÞORLElFSSON:
Kauptún á eyðiströnd
Myndir úr hálfrar aldar sögu Kópaskers
NorðU'r-Þingeyj arsýsla er viðáttu
imikil og á margan hátt torveld
yfirferðar, var það einkum fyrr
meir. Fjaltgarður gengur firá Hóls
fjölliuim til Melrakkasléttu og klýf-
ur hana í tvennt. Samband milli
hinna fjarlægu sýsluhluta hefur
því ætíð verið minna en skyldi. Og
Jökulsá í Öxarfirði steypist
í gljúfraþröng af hásléttunni nið
ur í byggðina, óreið alla tírna árs,
eitthvert mesta foraðsvatnsfall á
landi hér — því vondur farartálmi
áður en brúin kom, og enn er
hún ferjuvatnsfall, þar sem hún
flákar sig um undirlendið.
Til viðskipta leituðu bændur í
vesturhluta sýslunnar áður fyrr í
ýmsair áttir. Fjallabændur héldu
gjarnan með ullarlestir sínar um
Hauig til Vopnafjarðar. Núpasveit
og Slétta skiptu við Raufarhö'fn eft-
ir að verlun hófst þar. Þeir aust
an Jökulsár, sem verzluðu við
Húsavík, þurftu fyrst að ferja sig
á lítilli bátskel yfir ána, slógust svo
í fylgd með Kelduhverfungum,
sem auðvitað höfðu öll viðskipti
sín þar.
Slí'kt viðskiptaástand. dró dilk á
eftir sér, skapaði lítil tengsl sveita
millum og jók ekki á samstöðu í
framfara- og félagsmálum. Allir
hagnaður af verzlun rann út úr
héraðinu, varð undirstaða margs
ko-nar uppbyggingar á fjarlægum
stöðum, meðan allt hjakkaði í
sama fari heirna fyrir.
Kópasker var löggiltur verzlun
arstaður 1877. Eftir það tóku skip
lau'sakaupmanna að venja komur
sínar þangað um skeið. Komu
þeirra var eðlilega vel fagn
að. Þessi fárra daga fljót-
andi markaðstorg voru vel
sótt, þeim fyigdi líf, rnargur-
taldi sig gera þar góð kaup. Og
þótt skipin létu í haf, vöruðu áhrif
in frá þeim áfram. Óskin um að
varanleg verlun hæfist á Kópa-
skeri fékk byr undir væng.
Loks kom þar, að bréf barst úr
Núpasveit í Gautlönd, þar sem
beðið var um hjálp við stofnun
kaupfélags. Jón Jónsson var þá
sendur út af örkinni til að rann-
saka viðhorf og athuga um félags
stofnun. Samtök hófust um mynd
un félags og Jón Gauti var ráðinn
forstöðumaður.
Mikil voru þau tímamót er skip
kom loks af hafi með vörur til
félagsins og varpaði akkerum við
Kópasker. Fyrstir um borð urðu
eflaust Brekkubræður, miklir um
herðar, kraftalegir og hló nú hug
ur í brjósti yfir, að slíkt ævintýri
heíði gerzt. Sáu þeir sem aðrir að
skíma af nýrri dögun var óðfluga
að færast nær, þáttaskil hafin í
verzlunar- og siglingarmálum hér
aðsins.
Erfiðleikar urðu ' samt miklir,
skakkaföllin mörg á vegi félagsins,
svo stappaði nærri upplausn. En
úthaldið bilaði ekki, haldið var í
horfi þótt hægt færi, bryggja
byggð til bráðabirgða og byggingar
smá auknar og loks hafin slátrun
en sölubúð vár lengi vel aðeins
opin í kauptíð.
Um 1912 freistuðu Árni Ingi
mundarson og kona hans Ástfríð
ur Árnadóttir fyrst allra landnáms
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
303